Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 15.07.1965, Qupperneq 37

Vikan - 15.07.1965, Qupperneq 37
Angelique lokaöi augunum. Hún baröist ekki á móti honum, því hún vissi af fyrri reynslu, hvaö slík barátta myndi kosta. Án þess aö hrifast, lét hún yfir sig ganga þau auðmýkjandi og ruddalegu faömlög, sem hann neyddi upp á hana, sem einskonar refsingu. Það eina, sem hún þurftl aö gera, hugsaði hún, var aö haga sér eins og hinar ilia giftu konur — og þær voru svo sannarlega ófáar — sem undirgangast eiginkonuskyldur sínar meö því aö hugsa um elskhuga sina eöa biðja bænirnar sínar, meðan þær þola atlot gamalla ístru- belgja, sem gráöugir feöur hafa gert að tengdasonum sínum. ÞaÖ var ekki hægt að segja um Philippe, aö hann væri gamall ístru- belgur. ÞaÖ var aðeins Angelique sjálf, sem haföi óskað eftir því aö eignast hann fyrir eiginmann. Hún mátti sjá eftir því núna, en þaö var um seinan. Hún varð að læra að þóknast þeim herra, sem hún hafði valið sér sjálf. Hvilíkur hrotti var hann! I hans 'augum var konan aðeins tæki til fýsnasvölunar. En hann var liðugur og sterkur, og í örmum hans var erfitt fyrir hana að láta hugann reika til einhvers annars eða fara með bænirnar sínar. Hann réðist til atlögu við hana eins og langþreyttur hermaöur, þegar fýsnin ber hann ofurliði. Æsing orrustunnar og dráp- girnin höföu fyrir löngu fægt af honum allar fínni hliðar. En þegar hann sleppti henni, snerti hann hana þannig, að hún hélt eftir á, að það hlyti að hafa veriö ímyndun. Hann lagði hendurnar um háls hennar, einmitt þar sem ruddalegir fingur þjónsins höfðu skilið eftir ljót merki, og strauk mjúklega yfir meiðslin, eins og hann væri að sýna henni atlot. Svo stóð hann hnarreistur fyrir framan hana og virti hana hnussandi fyrir sér. — Jæja, frú mín góð, það er svo að sjá, sem þér hafið vitkazt ofur- lítið, eins og ég spáði. Bráðum munið þér smyrja hendur mínar, þangað til óska ég yður gleðilegrar dvalar innan þessara þykku veggja. Þér getið grátið, stunið og bölvað eins mikið og yður þóknast. Enginn mun heyra til yðar. Nunnurnar hafa fyrirmæli um að færa yður mat, en gæta þess, að þér setjið ekki fót út fyrir þennan klefa, og þær hafa orð fyrir að vera fyrirmyndar fangaverðir. Þér eruð síður en svo eini ófúsi gesturinn í þessu klaustri. Skemmtið yður síðan vel, Madame. E'f til vill munuð þér heyra í veiðihornum konungsins í kvöld. Ég skal biðja þá að blása sérstaklega yður til heiðurs. Hann hló kvikindislega um leið og hann fór. Hvílíkt hatur fólst í hlátri hans. Hann þekkti aðeins hefndarhlátur. Angelique lá grafkyrr undir grófu, þungu teppinu. Hún var þreytt og eirðarlaus. Áreynsla næturinnar, geðshræring rifrildisins, kröfur eigin- manns hennar, allt þetta hafði tæmt orkulindir hennar. Líkami hennar féll í einskonar dvala. Allt í einu fann hún til ákafrar ógleði. Á auga- bragði fann hún súrt uppsölubragð i munni sér, og svitinn brautzt út á enninu. Hún barðist nokkra stund móti þessum sjúkdómseinkennum, en féll síðan aftur á fletið, vonlausari en nokkru sinni fyrr. Þessi sjúkdómseinkenni undirstrikuðu það, sem hún hafði reynt að hugsa ekki um, síðastliðinn mánuð. Nú varð hún að horfast i augu við staðreyndirnar. Hin hræðilega brúðkaupsnótt í du Plessis-Belliére, sem hún gat ekki hugsað um öðruvísi en roðna af skömm, hafði borið ávöxt. Hún var með barni Philippe, barni manns, sem hataði hana og hafði svarið að hefna sín á henni, þar til hún missti vitið. Eitt andartak varð Angelique svo örmagna, að það hvarflaði að henni að hætta orrustunni og gefast upp. Ef hún aðeins gæti sofnað! Þá gæti hún öðlazt hugrekki að nýju. En það var enginn tími til að sofa. Það var þegar komið langt fram á morgun. Hún myndi falla i ónáð hjá konung- inum og verða að eilífu rekin frá Versölum. Jafnvel frá Paris. Hún stökk á fætur, þaut til dyra og barði með krepptum hnefa á þykka eikarhurðina, Þar til hún varð sár á hnúunum. — Opnið dyrnar! hrópaði hún. — Hleypið mér út! Nú var klefinn baðaður í sól. Á þessu andartaki myndu veiðiflokkar konungsins vera að safnast saman i Cour d’Honneur. Vagnar gestanna myndu fara i röðum í gegnum Porte Saint-Honoré á leið sinni frá París til móts við veiðiflokkanna. Aðeins Angelique ein myndi ekki mæta tii hins mikla stefnumóts. — Eg verð að komast þangað! Ég verð að komast þangað! Ef ég fæ konunginn á móti mér er ég búin að vera. Aðeins konungurinn getur haldið í hemilinn á Philippe. Ég verð að komast til veiðarinnar, hvað sem það kostar! Framhald í næsta blaOi. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. ÞAÐ ER ÞJÖNUSTA VIÐ NEYTENDUR, AÐ BENDA ÞEIM Á GÆÐAVÖRU MEÐ AUGLÝSINGU. ÞESSVEGNA ER V I K U N N I ÁNÆGJA AÐ AUGLÝSA GÆÐAVÖRUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI SÍNA. Heimilisblaðið Vikan auglýsingadeild f leit að eiginmanni Framhald af bls. 13. hans, sem hafði farizt í bílslysi í San Remo á Rívíerunni. Við sjötta sngilinn fékk ég að vita að hann ætti dóttur í Ameríku, sem stúderaði efnafræði. Fjórum sniglum síðar var það upplýst að hann var ennþá giftur fjórðu konunni sinni, var bara skilinn að borði og sæng, en ætlaði að fá skilnað. Með þessari skýringu sendi hann mér innilegt augna- ráð. Kona eins og þér. — Nú haldið þér eflaust að ég sé gamall asni, sem ekki hefi laert af reynslunni, hélt hann á- fram. — En sjáið þér nú til, ég er nú loksins búinn að hlaupa af mér hornin. Það sem svona gamlan heimsflakkara eins og mig vantar er heimili og fallega, virðulega konu eins og yður... Ég þagði. Næstu mínúturnar fékk ég stutt yfirlit yfir líf hans og við skipti. Svo stóðum við upp og yfirfáfum borðsalinn. Dyravörð- urinn náði í leigubíl og inn í hann fórum við öll þrjú og hund- urinn. Þá kom örlagastundin. ekki ætluð mér, heldur litlu stúlkunni. — Jæja, Nenna, eigum við að kaupa þessa mömmu ... ? Eigum við að halda jólin í Valparaiso . ? — Ég vil ekki fara til Valpar- aiso, það er enginn snjór þar. Ég vil fara til St. Moritz... Loksins komum við að húsinu sem ég bý í. Herra von Giittler fylgdi mér að dyrunum. — Mér líz ljómandi vel á yð- ur, sagði hann. — Við verðum að hittast aftur. Kannske ættum við að fara í ferðalag og sjá tii hvort okkur kemur ekki vel sam- an. Þögn... Svo bætti hann við — Fyrir utan bankainnstæðu hafa allar konurnar mínar fengið minkapels að skilnaði... Hverskonar maður var þetta . ? — Herra von Guttler, við kom- um sitt úr hvorri áttinni, líka hvað snertir skilning okkar á ást og hjúskap. En nú verð ég að flýta mér inn, sagði ég, eins virðulega og mér var unnt. Þegar ég kom inn í íbúðina mína féll ég saman í sófanum. Þetta ferðalag mitt í ríki auð- æfanna verkaði á mig eins og raflost. Var þetta þá svona erfitt að ná sér í eiginmann? Kannske er hægt að snúa spurningunni við. Það er auðvelt að ná í menn, sem eru til í allt, nema hjónaband. Útkoman á þessum tilraunum mínum var þá þannig: Fjórir menn í gegnum hjúskaparmiðlun, allir ómögulegir, og einn eftir auglýsingu, sem vildi kaupa mig. Allt nema ást. Það liðu nokkrir dagar þangað til að ég var búin að jafna mig svo að ég gæti svarað einhverju af hinum bréfunum. Það var snyrtileg rithönd og stíll sem fékk mig til að svara einu bréf- inu. Bréfritarinn hét Werner Berg. Hann skrifaði: „Ég hefi verið ekkjumaður í tvö ár og er nú að leita að eiginkonu. Gjörið þér svo vel að finna mig, ef þér hafið raunverulega áhuga á að giftast... “ Hann skrifaði líka að ég gæti hitt sig á tilteknu götu- horni, klukkan 16. Kennimerkið átti að vera bók í rauðu bandi. Laugardaginn fór ég þangað. Werner Berg var á fimmtugs aldri og virtist hlédrægur. — Ég er bankastarfsmaður og vinn innan dyra allan daginn, sagði hann. — Er yður sama þó við löbbum um ... Hann gaf mér nákvæma skýrslu á fjárhag sínum. Hann var ekki ríkur, en vel ellitryggður. Svo vildi hann fá að vita hve mikl- ar tekjur ég hefði. Ég sagði honum satt og rétt frá mínum ástæðum. Við og við stanzaði hann og horfði á mig með aðdáun. Hjónaband okkar virtist alveg ákveðið frá hans hálfu. — Ég hef þriggja herbergja íbúð, það er nóg fyrir okkur. Hann tók rúllu af ávaxtabrjóst- sykri og bauð mér. Þegar við komum að útjaðri borgarinnar mættum við gamalli konu sem kallaði til hans. — Herra Berg, það er langt síðan ég hef séð yður... Hann heilsaði henni og kynnti mig. — Ef ég er heppinn, verð- ur þetta seinni konan mín. Við kvöddum hana svo og héldum leiðar okkar. Þessi hrifning hans á mér gerði mér óhægt um vik. Gat ég ein- faldlega yfirgefið hann. Bara stungið af? Nei það gat ég ekki og ég undirbjó í huganum kveðju- ræðuna. Herra Berg hafði líka undirbú- ið sig. — Ég hefi hugsað mér að bjóða yður að borða heima hjá mér í kvöld. Þér skuluð ekki vera VIKAN 28. tW. gy

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.