Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.08.1965, Qupperneq 7

Vikan - 19.08.1965, Qupperneq 7
um alveg fyrir einum leikaran- um, Arnari Jónssyni. Viltu nú ekki vera svo góð að birta fyrir okkur mynd af honum og segja okkur eitthvað um hann. Við verðum fyrir miklum vonbrigð- um, ef við fáum ekki birta mynd. Með fyrirfram þakklæti. Tvær hrifnar. Það er föst venja hjá okkur að birta aldrei mannamyndir í póst- inum, og svo verður einnig að þessu sinni. Hvernig var það annars, keyptuð þið ykkur ekki leikskrá, þegar þið sáuð leikrit- ið? Ef þið hafið gert það, getið þið örugglega séð mynd af hon- um þar og horft ykkur saddar á hana. Arnar Jónsson er 23 ára gamall. Hann er fæddur á Akur- eyri og stundaði nám í mennta- skólanum þar en hætti og sneri sér að leiklistinni. Hann innrit- aðist í Leikskóla Þjóðleikhússins og tók mjög gott próf þaðan. Síð- an hefur hann leikið bæði hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélaginu og Grímu. BRÉF TIL FORELDRA. Ég er ein af þeim mörgu, sem tek það að mér að vera barn- fóstra á kvöldin fyrir fók, sem langar til að fara út. En oft þeg- ar ég kem, eru bömin sofnuð og foreldrarnir hafa ekkert sagt þeim frá því, að þau yrðu ekki heima um kvöldið. Svo vakna börnin kannske seinna um kvöld- ið og þá verður grátur og gníst- an tanna, þegar foreldrarnir eru ekki heima, heldur einhver ó- kunnug stúlka. Þess vegna vil ég nú biðja foreldrana um eitt. Seg- ið börnunum frá því, að það verði barnfóstra hjá þeim, og ef við höfum adrei séð börnin, þá leyfið okkur að koma aðeins fyrr, svo að við getum kynnzt þeim. Það getur nefnilega oft verið erfitt að koma þeim í rúm- ið aftur, ef þau eru komin fram úr á annað borð. Barnfóstra Kæri Póstur! Ég er allt of grönn og reyni eins og ég get að bæta við mig nokkrum kílóum. En á hverjum degi er fólk að minna mig á, að ég sé allt of grönn, ég verði nú svo sannarlega að bæta við mig, ég líti ekki vel út og svona áfram í það óendanlega. Ég reyni að brosa á móti, en þetta tal særir mig og bráðum þori ég ekki að láta sjá mig meðal fólks. Af hverju fáum við þessar grönnu ekki að vera í friði? Við vitum það vel sjálfar, að við er- um of grannar og viljum verða aðeins holdugri, en það er hreint ekkert auðvelt. Hugsið ykkur, ef ég segði við einhverja vinkonu mína: — Mikið hroðalega ertu orðin feit, þú þyrftir laglega að grenna þig. — Ég býst við, að hún myndi taka það nærri sér. En það er alveg jafn ókurteist að tala um, að fók sé of grannt eins og að það sé of feitt. Það er a.m.k. mín skoðun. STRAX f HJÓNASÆNGINA, EÐA .... Ég er átján ára, og hef verið með strók í tvö ár. Hann er tví- tugur. Okkur þykir vænt hvoru um annað, en hann hefur sagt það skýrt og greinilega, að hann sé ekkert að hugsa um að gifta sig. Allir kunningjar okkar halda að við ætlum að fara að trúlofa okkur, og eru alltaf að spyrja mig að því. Mér finnst ég ekki geta sagt þeim að hann vilji bara ekki giftast mér. Ég hef talað um þetta við hann, og hann segir bara, að hann hafi alls ekki hugsað sér að fara að gifta sig. Ég hef svo miklar áhyggjur af þessu og get ekki talað um þetta við mömmu, og því síður vinkonur mínar, svo að ég bara verð að skrifa þér og vita hvað þú hefur um málið að segja. Viltu svara mér fljótt, því ég get ekki um annað hugsað. Á ég að halda áfram að vera með honum, þegar hann ætlar kannski aldrei að giftast mér? „í vanda stödd“. Út af fyrir sig er gott aff heyra það, aff ekki eru allir unglingar á íslandi haldnir giftingaræði. Okkur líst svona í fljótu bragffi vel á þennan unga mann, sem er á móti því aff demba sér beina Ieiff í hjónasængina, enda þótt þiff séuff búin aff vera saman í tvö ár, eins og þú segir. Ef til vill er hann þeirrar skoffunar, aff þið þurfiff bæði að ná affeins meiri þroska áffur en þiff látiff vígja ykkur saman og haldið út í lífiff fyrir alvöru. Svo er líka ágætt aff eiga dálítiff af aurum áffur en þiff hefjist handa. Vertu bara róleg, og láttu timann skera úr í þessu vandamáli þínu. Ykk- ur liggur ekkert á. Nútíma kona notar Yardiey fe Yardley fegrunarvörur eru fram- leiddar fyrir yður samkvaemt nýjustu tækni og vísindum, eftir margra óra rannsóknir og til- raunir í rannsóknarstofum Yardl- ey í London og New York. Yardley veit að þess er vænst af yður, sem nútíma konu, að þér lítð sem bezt út, án tillits til hvar þér eruð eða hvernig yður líður. Þess vegna býður Yardley yður aðeins hin réttu andlitsvötn og krem, hvernig svo sem húð yðar er og Yardley tízkul itirnir í varalitum, augnskuggum og make up, sem fara yður bezt. BIÐJIÐ UM YARDLEY í NÝJUSTU PAKKNINGUNUM. Innflytjandi GLÓBUS h.f. fyrir yður f auðvitað... f VIKAN 33. tbl. fj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.