Vikan

Útgáva

Vikan - 19.08.1965, Síða 14

Vikan - 19.08.1965, Síða 14
 : - icv ' ' : L* ^ ! ' > n . ' 9 •• . • Það er eins og hún þjáist af dálitilli minnimáttarkennd og ekki laust við að hún skammist sín fyrir eitthvað. Kannske er það mamma gamla, sem hefur ráðin í hendi sér. Mest langar hana til að vera í heilurn sundbol, en það er ekki í tízku, svo að það er ekki hægt. Hugsar sér bikini, en það er of djarflegt. Það gengur ekki. Þessi tvískinnungur bendir til þess, að hana langi til að fara að gifta sig. • Sennilega er hún sænsk þessi. Hún vili augsýnilega láta á sér bera. Þá vill hún líka lítið þurfa að hafa fyrir lífinu og elskar skjót- fenginn gróða. En eitthvað skamm- ast hún sin fyrir, það sýnir hattur- inn, sem nær niður fyrir augu. Hún veit örugglega, að einhver takmörk eru fyrir öllu. • Fyrir nokkrum árum var þessi klæðnaður það allra djarfasta, sem hægt var að sýna sig í. í dag klæð- ist stúlkan honum án þess að blikna. Þrátt fyrir það, hefur hún sína „komplexa". Það sýnir hnúturinn á lendunum. Þetta er sýnilega þrosk- uð stúlka, sem góðs er af að vænta fyrir þann, sem giftist henni. • Þessi er eins og opin bók fyrir manni. Eitthvað hefur verið bogið við uppeldið. Hana langaði í fegurðarsamkeppni, en hefur ekki komizt í úrslit. Hún dregur sig oft í hlé. Fussar og sveiar við karlmönn- um, en langar þó í félagsskap þeirra. Getur verið glaðvær í vina- hópi, en undir kátínunni er einhver óljós ótti. Síðan iíðait Sezt Robert Kennedy I forsetastól ? Þeir, sem fylgjast með stjórnmál- um í Washington, hafa alltaf beint augunum að Robert Kennedy öld- ungadeildarþingmanni New York- fylkis. Upp á síðkastið hafa þeir látið það einróma í I jós, að Kennedy hafi hafið herferð sína til útnefn- ingar sem forsetaefni Demokrata fyrir forsetakosningarnar árið 1972, hægt og hægt muni herferðin harðna, unz Kennedy hefur náð takmarki sínu. Auk þessa hefur sextíu og átta siðna auglýsingarit verið gefið út og ber það titilinn: „Róbert Kennedy sem næsti forseti Bandaríkjanna". Auglýsingaritið, sem Kennedy hefur ekki viðurkennt opinberlega, segir frá ástæðunum fyrir herferðinni og fullyrðir eftir- farandi. í fyrsta lagi getur enginn svipt Lyndon B. Johnson, núverandi for- seta útnefningunni við næstu kosn- ingar og það er heldur engin þörf á því að gera nokkrar ráðstafanir varðandi Kennedy þetta kjörtímabil. Ef Johnson forseti andaðist fyrir 1968, mundi Hubert Humprey vara- forseti verða eftirmaður hans. í öðru lagi er Johnson við góða heilsu, og allt bendir í þá átt, að honum auðnist að halda sínu sæti allt til ársins 1972. Allar líkur benda til þess, að þá muni hann mæla með Humprey sem eftirmanni sínum, en fráfarandi forseti hefur ekkert sérstakt vald til að velja næsta forsetaefni og vel skipulögð áróðursherferð gæti auðveldlega komið í veg fyrir það, að Humprey hreppti hnossið. Þótt svo færi, að Kennedy biði lægri hlut fyrir Humprey, en við það væri ekki svo mikill skaði skeður, þar sem Kennedy er svo ungur að árum, að það gerði ekki svo mikið til, þó að hann yrði að bíða í nokkur ár enn. En samt ekki það lengi, að hann verði orðinn gamall og skorp- inn. Það er fleira en auglýsingaritið, sem gefur til kynna, að áróðursher- ferð Kennedys sé þegar hafin. Kvikmynd bandarísku upplýsinga- þjónustunnar um forsetaferil John F. Kennedys mun líklega ekki verða VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.