Vikan

Issue

Vikan - 19.08.1965, Page 32

Vikan - 19.08.1965, Page 32
MEÐ Minolta fáið þér betri myndir Minolta Uniomat 35 mm. filma Linsa: Rokker f. 2,8/ 45 mm. Lokari: Frá B 1/8 - 1/1000. Aðrar fáanlegar 35 mm. myndavélar: MINOLTA AL MINOLTA SR—1 MINOLTA HIMATIC—7 MINOLTA REPO MINOLTA SR-7 MINOLTINA P • SJALFVIRK/eða • STILLANLEG • RAFDRIFIN IUE STÆRÐ: 10x2,3x2,0 cm. MINOLTA 16 R - Einföld - ódýr. MINOLTA 16 II - Standard gerð. MINOLTA 16 EE II - Sjálfvirk - fullkomin Fyrirliggjandi aukahlutir og hjálpartæki svo sem: Framköllunartankar, Skuggamyndasýningavélar, Filmur svart/hvltar og litfilmur. • FAST I MYNDAVELAVERZUNUM UM LAND ALLT. SALA & VIÐGERÐAÞJÓNUSTA: FILMUR & VÉLAR, SkólavörSustíg 3. HEILDSOLU- BIRGÐIR: ]. P. Guðjónsson 09 Sveinn Björnsson & (g. Skúlagötu 26, sími 11740 — GarSastrætí 35, sími 24204. * , 4 Ipioupnair Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú átt í nokkrum erfiðleikum með að komast til botns í gerðum ákveðinnar persónu og veldur það þér talsverðum heilabrotum fram eftir vikunni. Miklar líkur eru á að í vikulokin hafirðu töluverð verðmæti milli handanna. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú stofnar til kynna við fólk sem þú átt margar samverustundir með, þótt leiðir ykkar skilji von bráðar. Ýmsir persónulegir erfiðleikar verða á vegi þínum og ættirðu að skipuleggja tíma þinn betur en hingað til. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ferð með kunningjum þínum 1 skemmtiferð sem tekur nokkra daga. Konur sem fæddar eru milli 3—20 munu verða fyrir einhverju eftirminnilegu. Per- sóna nokkuð yngri en þú kemur talsvert við sögu. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú verður fyrir óvæntum skakkaföllum. Þú getur bráðlega lokið við verk sem þú hefur verið tafinn frá um tíma. Þú verður fyrir barðinu á einhverjum slúðrurum en það nær þó ekki að skaða þig. > v* * Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): ©Líkur eru á að þú græðir eitthvað á því að félagi þinn skorast undan merkjum. Þú verður fyrir ein- hverju tjóni en getur þó glatt þig við tiltölulega góða útkomu sökum snarræðis þíns. Heilsufarið verður með góðu móti. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einn kunningja þinna hefur mjög undarlega fram- komu og áttu erfitt með að komast að því hvats hann hyggst fyrir. Þér er bezt að ganga ekkert á hann og halda þínu striki. Um helgina dvelurðu mikið Jútivið. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Undanfarið hefurðu verið mikið utan við þig og fremur leiðinlegur í umgengni. Þú vinnur mikið við verkefni sem þarfnast mikillar yfirlegu og mikils tíma. Hætt er á að þú verðir fyrir nokkrum töfum. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember). Vinur þinn færir þér fréttir sem leiða af sér að þú getur slegið tvær flugur í einu höggi. Þú færð smá upphæð til eigin ráðstöfunar frá lítt kunnum aðil- um, fyrir lítið viðvik. Þiggðu heimboð á föstudags- kvöldið. © Bogmannsmerkið 23. nðvemker — 21. desember): Varastu að skemmta þér í of stórum hópi, og ef þú hyggur á ferðalög ættirðu mjög að takmarka tölu ferðafélaganna. Óveðursblikur eru á lofti í einka- málum þínum. Taktu ráðleggingum þér eldri og vitrari manna. Steingeitarmerkið (22. dcsember — 20. (anúar): Þú kemst i erfiða aðstöðu við að velja og hafna, en sökum tímaskorts þú velurðu auðveldustu leiðina, þrátt fyrir að hún þýðir e.t.v. nokkurt fjárhagslegt tjón. Vinur þinn kemur þér til hjálpar á elleftu stund. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vertu dálítið alúðlegri í umgengni og minnstu þess að sýna samferðafólkinu tilhlýðilega virðingu, jafn- vel þótt þér sé það ekki sérlega eiginlegt. Leggðu mikið kapp á að fullkomna framkomu þína og háttu. i |. Fiskamerkið (20. fcbrúar — 20. marz): Þú lendir í klemmu milli tveggja aðilja sem toga í þig úr tveim áttum. Þú færð óvænt og e.t.v. óveð- skuldað hrós fyrir verk þín, en það ætti að verða til að minna þig á að það borgar sig að vanda sig. g2 VIKAN 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.