Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 49

Vikan - 19.08.1965, Blaðsíða 49
Prjónaföt á 1 — 2 ára Framhald af bls. 46. í öllum kaupfélagsbúdum ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR frá Californiu í pökkum og lausri vigt Sveskjur Rusinur Blandadir Epli Aprikósur Ferskjur Kúrenur báðum megin með garðaprióni alia leið upp. Aukið út 1 I. báðum megin fyrir innan 2 garðaprjónuðu lykkjurnar með 2ja sm. millibili, 4 sinnum. Þegar stk. frá uppfitjun mselir um 16—19 sm., er tekinn úr 1 I. báðum megin fyrir innan 2 *l. lykkjunnar. Endurtakið þessar úr- tökur í hverri umf. þar til 70—78 I. eru á prjóninum. Ath. að láta úr- teknu lykkjurnar vísa eins, t. d. með því að í byrjun prjóns er tekin 1 I. óprj., næsta I. prj. og óprj. I. síðan steypt yfir þá prjónuðu og í enda prjóns 2 I. prj. saman. Fell- ið af 2 sl. lykkjurnar báðum megin, og látið 28—30 I., sem eftir eru, á öryggisnælu. Framstykki: Prjónið eins og bak- stykki þar til 40—42 I. eru á prjón- inum, fellið þá af fremur laust. HÆGRI ERMI. Fitjið upp 44—48 I. á prj. nr. 2V2, og prj. stuðlaprj., 6 sm. Takið þá upp prj. nr. 3, prj. sléttprjón og aukið út í 1. umf. ó I. með jöfnu millibili. 2 l. til end- anna eru prj. með garðaprjóni alla leið upp. Aukið út 1 I. báðum megin fyrir innan garðaprjónuðu lykkjurnar með 2ja sm. millibili, þar til 60—64 I. eru á prjóninum. Þegar ermin mælist um 20—22 sm. eða er hæfilega löng, eru auknar út 2 I. í hvorri hlið, 3 og 6 I. frá jaðri. Prjónið síðan 6 I. í hvorri hlið (fyrir innan garðaprj. I.) með munstri II alla leið upp. Samhliða munstrinu er tekin úr 1 I. báðum megin fyrir innan 8 I. frá jaðri í 4. hv. umf. þar til 52—56 I. eru á prjóninum. Takið þá úr 1 I. báðum megin fyrir innan 8 jaðarlyk.kurnar í hverri umf. frá réttu þar til 20 I. eru á prjóninum. Fellið þá af 5 1. að framan í byrjun prjóns, og prj. 4 miðlykkjuroar saman í 2 I. í um- ferðinni til baka eru svo þessar 2 I. prj. í eina I. Fellið nú af í byrj- un prjóns 4, 4, 4 I. Prjónið v. ermi eins, en gagnstætt Leggið öll stykkin á þykkt stykki, mælið form þeirra út með títuprjónum, leggið rakan klút yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saumið saman hliða- og erma- sauma með þynntum garnþræðin- um og varpspor: Saumið ermarnar í handvegina c sama hátt, en skiljið eftir ósaumað um 8 sm. í vinstra ermasaumi fyrir rennilás. Takið ekki upp laus bönd, heldur dragið garnið af hnyklinum með prjóni frá röngu á réttu og forðist með því göt og ójöfnur. Takið upp 66 1. í allt hálsmálið og reynið að hafa lykkjufjöldann sem jafnastan á báðum helmingum. Byrjið við vinstri ermi, þá framstykkið og sveigið þá línuna um 1 sm. niður í miðju, síðan hægri ermi og síðan 28-30 I. af bakstykkinu. Prjónið um 4 sm. stuðlaprjón og fellið laust af. Brjótið hálslíninguna tvö- falda inn á röngu og tyllið niður í höndum. Látið rennilás á klauf- ina og ath. þá að láta jaðarbrún- ir peysunnar hafast örlítið við lás- inn, svo hann bungi ekki. Öþægiiegt ástand Framhald af bls. 25. Ég var auðvitað búin að þurka út mín fingraför, þv! að ég veit að það er það fyrsta sem maður verð- ur að gera, ef maður myrðir ein- hvern. Ég sagði: — Það er auðvelt fyrii þig að tala um að fara til lögregl- unnar. En veiztu hvað þeir segja við mig? Já, ég get sagt að okkur hafi orðið sundurorða, en þeir munu aldrei trúa því að hann hafi verið ákveðinn í að aflífa sjálfan sig, eftir að vera búinn að drepa mig .... Það ættirðu að geta skil- ið. Og þetta er ekki réttlátt. Hann var búinn að gera okkur lífið erf- itt, með öllum þessum heimsku- legu hugmyndum sínum. Nú er hann dauður, og það var það sem hann vildi. Vissulega ekki á þennan hátt, en árangurinn er sá sami. Ég ætl- aði ekki að kála honum, en nú er það skeð. Að kalla í lögregluna er bara til að gera þetta ennþá flóknara. — Ég ætla nú að gera það samt, sagði Red, og var hávær af æsingi. Hann hélt ennþá á hamrinum. — Það er bezt að ég fari út og nái i lögregluþjóninn sem er þarna úti á götunni .... — Það verður verzt fyrir sjálfan þig, sagði ég. — Þú ert með morð- vopnið í höndunum, og fingraförin þín eru á öllum hamrinum, en ekki mín, því að ég veit hvað maður á að gera. Hann sleppti hamrinum, sem datt með dynk í gólfið. Svo þurrkaði hann sér um hendurnar á peysunni sinni. — Og þessi lögreglu- þjónn hefir illar bifur á þér . . . — Þetta er nú það skrítnasta sem ég hefi heyrt. Hvaða ástæðu ætti ég svo sem að hafa haft til að myrða hann. En ég hefi líka fjar- vistarsönnun. Ég hefi aldrei heyrt þvílíka vitleysu, og nú fer ég . . . — Fjarvistarsönnun, ja, svei, sagði ég. — Þú gætir hafa myrt hann núna, og ég gæti hlaupið æp- andi út á götuna og sagt að þú hafir myrt manninn minn . . . Þessi bjálfi var búinn að maka allan ham- arinn út ! fingraförum. Þeir gætu aldrei sannað að hann hefði ekki drepið Howard. Svo varð ég allt í einu alveg magnþrota. — O, Red, sagði ég, — mér líður svo illa, ég þarf svo mikið á hjálp að haida. — Sannleikann, hrópaði hann, og svitinn draup af andliti hans. — Sannleikurinn getur *kki skaðaS þann saklausa. Segðu bara sarrn- leikann. Náðu í lögregluna og segðu þeim sannleikann. Sannieik- urinn getur ekki skaðað þig, — sann- leikurinn er þ!n einasta leið ót úr þessum ógöngum . . . ! Hann öskr- aði, eins og blaðasali á götuhorni. Nú hugsaði ég fljótt, og meðan Red rövlaði úm sannleikann, spark- aði ég í hamarinn, svo að hann rann inn undir eldhúsborðið, en það var rifa á milli þess og gólfsins. Red hvorki sá eða heyrði, þv( að hann var altekinn af sannleikanum. En ég hugsaði að sannleikurinn VSUS »HL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.