Vikan

Tölublað

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 23.09.1965, Blaðsíða 4
I /. /■ I FramhaBds- sagan eSfir Sergeanne Golon 11. hluti Ástkonan hristi höfuðið. Tárin læddust undan lokuðum augnalok- um hennar og niður yfir gagnaugun. Hún, sem hafði alltaf hulið þunga sinn, þrátt fyrir óbærilegar þjáningar, hún, sem hafði horft á, að börn hennar væru rifin frá henni þegar í fæðingu, hún, sem hafði aldrei látið eftir sér að syrgja synina þrjá, sem hún hafði misst, hafði jafnvel lagt það á sig að mæta brosandi á dansleikjum, til að engan skyldi renna grun i sorg hennar, hún, sem hafði alltaf gert sitt bezta til að lyfta á hærra stig hneykslanlegri stöðu sinni, hafði allt i einu verið yfirlýst dótturmóðir konungsins, án þess að slík tilkynning væri borin undir hana áður. Og var ekki orðrómur um það að de Vardes markgreifi hefði verið kallaður heim úr útlegð til þess að giftast henni? Öll huggunar og hughreystingarorð Angelique voru innantóm. Þau komu of seint. Angelique sagði ekki fleira, en sat aðeins og hélt í hönd konunnar þar tii hún var sofnuð. Þegar Angeiique var aftur á leið til húss drottningarinnar, flaug henni i hug, hvar drottningin beið eftir konunginum eins og la Valliére, hrelld þúsund grunsemdum, sá hann fyrir sér í örmum la Valliére, sem allan þann tíma beið í kuldanum fyrir utan hús hennar. Til hvers væri að segja henni nafn hins rétta keppinautar hennar? Það myndi aðeins bæta einum dropa af galli i eiturbollann, sem þegar var orð- inn fullur. Madame de Montespan gat sofið örugg i heyinu sinu. Hún vissi — hún hafði alltaf vitað — að Madame du Plessis myndi ekki segja frá . Charleroi, Armentiéres, Saint-Vinoux, Douai, Ouderarde, La Scarpe virkið, Courtrai — allir þessir staðir féllu eins og spilaborgir. Á hverjum stað var tekið með mikilli viðhöfn á móti konungi og drottningu Frakka, og ráðamenn staðarins héldu þeim langar ræður, 1 VIKAN 38. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.