Vikan

Útgáva

Vikan - 23.09.1965, Síða 24

Vikan - 23.09.1965, Síða 24
-O Heima hjá brúðinni er mikið um að vera. Allt á tjá og tundri og undirbúningur undir veizluna er í fullum gangi. Og svo kemur að því að brúðurin klæðist brúðarkjólnum, og móðir hennar hjálpar. Iiálftíma áður en athöfnin á að hefjast, ganga brúðguminn og svaramaður hans til kirkjunnar — allt samkvæmt settum reglum. Brúðguminn og svaramaður hans setjast í kór kirkjunnar. Þeir rísa á fætur í hvert sinn, sem gestur gengur inn kirkjugólfið, og brúðguminn heilsar með því að hneigja höfuðið. Þegar gestur- inn er setztur, má brúðguminn setjast á ný — ef nýr gestur er þá ekki kominn í kirkjuna. Athöfnin á að hefjast kl. sex og nákvæmlega á slaginu kemur brúðurin ásamt föður sínum. Feðg- in taka sér sæti í kórnum, gegnt brúðgumanum og svaramanni hans. O í HEILAGT HJÓNABAND Heima hjá brúðgumanum er einnig í mörg horn að líta, og senn kemur að því, að hann fari í smóking- inn. Móðir hans réttir honum hjálparhönd og lagar slaufuna. Hann er ef til vill ofurlítið taugaóstyrkur — en hver er það ekki, undir sambærilegum kring- umstæðum? -O Brúðarkjóllinn er tákn sakleysis og hreinleika, hvítur og fagur, augnayndi hverjum þeim, sem ann fögrum klæð- um. Hér eru þær systur brúðarinnar að yfirfara búnað systur sinnar með gagnrýnisaugum. Og athöfnin hefst. Presturinn, séra [) Óskar J. Þorláksson, gengur að alt- arinu. Brúðurin heldur á brúðarvend- inum, en upphaflega hélt brúðurin á blómsveig við kirkjubrúðkaup. Hring- urinn á að tákna eilífðina, en blómin boða frjósemi, en höfðu áður fyrr miklu stærra hlutverk í giftingarat- höfnum en nú. Og blómakransinn or orðinn að fögrum vendi. 24 VIKAN 38. tbl. P$ : :

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.