Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 23.09.1965, Qupperneq 30

Vikan - 23.09.1965, Qupperneq 30
Og þó. Við nánari athugun sé ég að allar þjóðir líta hermenn sína fallbyssur og ríðandi pólití sömu rósaaugum og ég hið norska. Það er grundvöllur fyrir stríð. Eða hverj- ar eru þær mannlegu náttúrur sem „fhurerar" heimsins hafa leikið á þá er þeir þurftu að etja lýðnum á eggjar til þess að auka markaði sína, ef ekki þörfin fyrir skrautreið- ir, básúnuhljóma, gerpsku, heldur og — gróða, löngunin ! trompet- glym og fallstykkjadyn sem táknað gæti vorn mikilleik. „Nú vantar okk- ur bara óvin á fjörðinn". Það finnst alltaf einhver að lokum til þess að verja eigur sínar fyrir og auka veldi sitt á. — Hej, du der! Eg hrökk upp frá hugleiðingum mínum við þessi orð einhversstað- ar frá. Hver var að kalla? Var það mér ætlað? Eg leit í kringum mig og sá að ég var kominn upp á hæð- ina. Það stóð stórt hvítt einbýlishús þar uppi og á svölunum stóð mað- ur á inniskóm í hvítri fráhnepptri skyrtu og með pípu upp í sér. A bak við hann stóð kona. Þetta var greinilega eign mannsins allt sam- an. Þau horfðu bæði á mig. Ég gekk í áttina og brosti eins og menn gera ósjálfrátt fyrir ókunnuga til þess að sannfæra þá um velvilja sinn í þeirra garð. Kannski yrði úr þessu uppbyggilegt samtal. Ég hef heyrt að Norðmenn taki ís- lendingum vel. — Hverju ert þú að leita að? spurði maðurinn. Konan kikti á mig yfir öxl hans. Skrýtin spurning! Ætti ég að segja að ég leita eftir norskri gest- risni? Nei það væri frekja. Maður- inn vill mér ekkert illt. Þó hafði frúin einhvern sektarsvip. Voru þau kannski komin til þess að verja eigur sínar fyrir mér? — Ég er ekki að leita að neinu, sagði ég. — Ég er bara að spáss- éra. — Maður getur ekki spássérað á prívat eignum. — Einmitt það já! Ég gat ekki vit- að að þetta er ófrjáls og heiiagur staður. Það er hvergi neitt skilti eða hlið. Það liggur bara vegur upp á hæðina . . . — Þá skaltu bara fara niður þennan stíg til baka. — Já það er nefnilega það. Takk fyrir kærlega. Ég hneigði mig. Kannski átti ég að segja; takk fyr- ir gestrisnina, en ég sagði ekk- ert. Aðeins stóð og glápti á „eig- andann" eins og fiskur. Hvað skyldi koma næst? Frúin var orðin viss um að ég væri ekki kominn til þess að drepa hana og væri séntilmað- ur þrátt fyrir frakkann og þess- vegna væri óhætt að móðga mig. — Hvaðan komið þér? Ég gat sagt; — af mold er ég kominn eins og þér madam — en ég ákvað þó að hafa yfirhöndina í kurteisi og svaraði bara því sem beinast lá við og var sannleikur. — Ég kem frá Helsingfors. — Já, akkúrat, sagði hún með foragt. — Finnish — (Já frúin var dönnuð). — Nei, íslenzkur. — Ég beið. Skyldu þau skammast sín? Þau skildu greinilega ekki hvað ég meinti; íslenzkur — frá Helsingfors? Er hann að gera grín að okkur þessi ódráttur í gömlum frakka. Hann er kannski bítnikk. Maður- inn leit á konuna og sá að virðing- in var í veði. Hann hysjaði upp um sig myndugleikann og sneri sér að mér: — Þá skaltu bara fara niður stíg- inn sömu leiðina og þú komst. — Þakka kærlega fyrir hjálpina. — Það var ekkert. Þau tóku að fikra sig inn í húsið. Ég þrjózkaðist við að standa í sömu sporum þar til þau höfðu lokað á eftir sér. Svo gekk ég niður stíginn. Hann var byrjaður að rigna. Heimurinn missti gulllitinn og tók á sig gráan. Noregur hafði sem sagt annað andlit að sýna mér einnig. Einbýlishúsin beggja megin göt- unnar voru ekki yndisleg lengur. Þau minntu mig á virkismúra. Og það voru ekki mínir múrar. Það voru óendanlega útlenzkir og ó- yfirstíganlegir múrar. Inní einum garðinum sá ég stóran varðhund. Ég hata hunda, hata „eigendur" og innmúraða hamingju. Einn góðan veðurdag kem ég hingað aftur og hefni fyrir þessa móðgun. Ég set bombu undir húsið á hæðinni. Ég skrifaði skilmerkilega niður staðinn. Maður beygir til vinstri út af Dronn- inghavnvejen þar sem skrifað stend- ur „Mellbydalen", beygir svo eilít- ið til hægri upp brekkuna. Ef ein- hver vinur minn sem þetfa les skyldi einhvern tíma eiga leið þarna um og hafa meðferðis sprengiefni, þá bið ég hann að láta það innum kjallaragluggann á stóra hvíta hús- inu sem stendur uppi á hæðinni, af því að það var þar sem eigin- girnin og heimskan lögðu grunn að styrjöld. Sjónar- og heyrispil nokkurt hafa menn samið og heitir „West side story", spil þetta sá ég í Norska leikhúsinu sem er eitt af lárviðar laufunum í sigurstranglegri norskri glæsimenningu. Ef til vill átti „herr- ann á upphæðinni" sinn þátt í því hve beina leið boðskapur þessa verks átti upp í minn sálarvagn. Spilið er um ungt fólk sem ekki á sér nægt pláss í heiminum, upp- lagt uppsöluefni fyrir mærð og sál- arslepju, ef ekki þar við bættist að þetta unga fólk meinar hvert öðru um frið á því litla plássi sem úthlut- að er. En það var þó annað í þessu NÝKOMIÐ FJÖLBREYTT ÚRVAL AF ASAHI PENTAX LJÖSMYNDAVÉLUM ásamt fylgihlutum SKRIFIÐ eftir verð- og myndalistum. ILMANDI reyktóbak Hafið þér reynt þetta nýja ilmandi reyktóbak? Nú sem fyrr, bezta píputóbakiö í handhægu plast- umbúðunum, sem halda tóbakinu ætíð fersku. 0Q VXKAN 38. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.