Vikan - 04.11.1965, Page 26
ég kenndi. Svo einn dag var hún
horfin. Ég leitaði um allt, en fann
hvergi. Þó fór ég til bronssteypara,
sem gert hafði afsteypurnar, Ras-
mussen hét hann, og spurði, hvort
hann þekkti frummyndina. Ja, ja,
jeg kender din mor, sagði hann,
og lofaði að láta mig vita, ef hún
birtist einhvern tíma hjá honum.
Svo liðu 8 ár, þá kom skeyti frá
Rasmussen: „Din mor er kommen.
Hvad skal jeg göre ved tyven"?
Þjófurinn var þekktur myndhöggv-
ari í Danmörku, Hefði hann ekki
verið svo vitlaus að fara með mynd-
ina til Rasmussen, hefði ég aldrei
fengið hana aftur.
— En elskurnar mínar, þið þurf-
ið að fá kaffi, segir Sigurjón og
lokar stóru bókinni. Svo vísar hann
okkur leiðina inn f aðalíbúðarhús-
ið, í gegnum glugga. — Það er eft-
ir að setja hurðina, ég held þið
getið klofazt þetta, hlær Sigurjón.
— Þið eruð nýbúin að auka hús-
rýmið hjá ykkur?
— Já, það var reyndar hann
Ragnar í Smára, sem byggði við
gamla húsið, meðan ég var á
Reykjalundi. Hann gerir ekki illa
við sína menn. Ég veiktist í lung-
unum árið 1960 og var 2 ár á
Reykjalundi, hef líklega ekki þol-
að vinnuna í bragganum, sem ég
hafði áður fyrr. Svo byggði ég
vinnustofuna, þegar ég kom heim,
og líkhúsið þarna byggði ég í fyrra,
segir Sigurjón og bendir á Iftinn
kofa utangarðs, þar sem hann
geymir ýmislegt dót, sem ekki rúm-
ast í vinnustofunni.
Við göngum út í veröndina í
rigninguna. Þar liggur kýrhöfuð og
grænt barnshöfuð, og Hallgerður
langbrók hallar sér upp að veggn-
um. Utar stendur steinn í túni, það
er höggmyndin Allir í leik, sem
Kópavogur hefur fest kaup á, hún
Flölskyldan
hélt ég væri
aö slæpaisf
Fyrir utan vinnustofuna stendur höggmyndin Aliir í leik
sem kemur til meS að prýða skrúðgarð Kópavogskaup
staðar, þegar fram líða stundir.
í vinnustofu Sigurjóns. Listamaðurinn styður sig við minnismerki um
Stein Steinarr, í forgrunni eru Einar ríki og ofninn góði.
VIKAN 44, tbl