Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 43

Vikan - 04.11.1965, Qupperneq 43
Sunffesk APPELSÍ N SITRÚN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili — Spencer, sagði Turner. — Minnkið flughraðann niður í hundr- að og tuttugu hnúta, annars kom- ist þið aldrei niður. Ég endurtek. Leekkið hraðann niður í hundrað og tuttugu hnúta! Farið nú varlega og rólega að öllu! — Hann sveiflast ennþá, en held- ur áfram að lækka sig, sagði rad- armaðurinn með sinni óhagganlegu rósemi. — Átta hundruð fet, sjö hundruð og fimmtíu, sjö hundruð . . Turner kipptist við. — Ég sagði að þér ættuð að fara rólega, Spencer. Nú tapið þér hæð- inni allt of ört! Gefið meira bensín! Gefið bensín . . . Þér verðið að halda henni í kringum þúsund fet. Við hlið George hélt Janet áfram að fylgjast með lofthraðanum. — Hundrað, hundrað og tuttugu, hundrað og tuttugu, hundrað og tíu, hundrað og tuttugu, stöðugt íhundr- að og tuttugu. Hafðu hana svona, George. — Ég skal reyna, muldraði Ge- orge milli samanbitinna tannanna. Hann reif og togaði í stýrið. Skelf- ing var þessi braggi lengi að svara öllu. Flugvélin svaraði ekki stýrishreyf- ingum hans. — Hún svarar alls ekki, sagði hann. — Hún stígur upp í níu hundruð fet, sagði radarmaðurinn. — Nú er hann í þúsund. Láttu hann halda henni þar. — Já, haltu henni þarna! æpti Turner. Svo sneri hann sér að flugum- ferðastjóranum. — Nú er lokakaflinn. Slökkvið öll lendingarljós, nema á núll átta. Þá byrjar lokakaflinn, sagði hann ( hljóðnemann. — Og í guðs nafni hafið auga bæði með hraðanum og hæðinni. — Ég hef nú bara tvö augu, muldraðl George. — Og ég hef aldrei beðið um þetta, þér skulið minnast þess Turner! — Allt í lagi, allt í lagi . . . Turn- er rak upp einhver hljóð, sem áttu að líkjast hlátri. — Ég vona að þér séuð ekki reiður út í mig, gamli vinur! Yður þykir ég sjálfsagt ein- um of harður. En ég er hræddur um að ég megi til. Nú eruð þér svo að segja kominn niður á jörð- ina, og þá er hættan afstaðin . . . — Þér eruð mesti bjartsýnismað- ur, sem ég hefi nokkurntíman stað- ið ( sambandi við. — Jæja, þetta er nóg kjaftæði í bili, sagði Turner með sinni venju- legu rödd. — Haldið ykkur í þús- und fetum, þar til ég segi ykkur til. Úti á flugvellinum var slökkt á hverjum hópnum á fætur öðrum af lendingarljósunum. Að lokum voru aðeins eftir tvær raðir, sfn hvorum megin við lendingarbraut- ina. — Reynið nú að koma f beina línu á lendingarbrautina, sem er beint fyrir framan yður. Sjáið þér Ijósin? spurði Turner. Nýtt útlit Ný tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. /jjj MALMGLUGGAR ’/c LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 50022 Framhald í næsta blaði. VIKAN 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.