Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 6

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 6
HÁEÞURRKA HEI|MILANNA I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. RFYKJAVÍK AMBÖGUÞÝÐINGAR Póstur góður Sá siður hefur nokkuð farið í vöxt hér upp á síðkastið að kvik- myndahúsin hafa sett íslenzkan texta skriflega inn á kvikmyndir sínar, og er það góðra gjalda vert, ef vel er gert. Á því verður þó nokkur misbrestur. Kannski kemur það ekki mikið að sök, þegar talið í myndinni er á frönsku eða öðru hrognamáli sem fáum skilst, en ef rangar þýðing- ar fylgja ensku tali sem flestir hér botna í, eru þær einungis til hins verra. Ég minnist til dæmis myndarinnar um Mary Poppins, sem Gamla Bíó sýndi í haust, það var ágæt ævintýramynd en text- inn í henni hrapallegur. Þar segir Mary á einum stað: I will now go to the children. En íslenzki textinn sem fylgir er á þessa leið: Ég vil nú fara til barnanna. Þetta er eins amböguleg rasshandar- þýðing og hugsazt getur, verður helzt ekki jafnað við neitt nema ef vera skyldi fílabeinið í rost- ungum sjónvarpsins. Úr því ég er byrjaður að skrifa um þetta, langar mig um leið að beina þeim tilmælum til forráðamanna kvik- myndahúsanna hér, að þeir hafi kvikmyndatextana heldur efst á myndunum en neðst. iðulega sést ekki neðan á tjaldið fyrir kollum þeirra sem sitja fyrir framan. Með kærri kveðju. Lingi. Við höfum áður bent á það hér í Póstinum, að ógerlegt er að láta íslenzku textana efst á mynd- ina. Kemur þar tvennt til: Þar er gjarnan heiður himinn, og myndu þá stafirnir ekki sjást, því þeir eru ævinlega ljósir. Ekki væri betra að hafa þá efst og svarta, því þá kæmu þeir þvert um ásjónur leikaranna oft á tíð- um, og skárra er að sjá textann illa heldur en missa af marghátt- uðum svipbrigðum, sem eru snar þáttur í leiklistinni. ÞJÓNUSTA LANDSSÍMANS Hr. ritstjóri. Hér er eitt lítið dæmi um einr- okun og ríkisrekstur- og þjón- ustuleysi, sem þar fylgir oftast með. Ég þurfti að hringja út á land og sagði bæjarnafnið og sveitina en vissi ekki hvað sím- stöðin hét. Því var harðneitað og það með vonzku, að landssím- inn annaðist það fyrir fólk að fletta upp á símstöðvum. Ef það vissi ekki um stöðvarnar, þá. gæti það látið vera að nota sím- ann. Er þetta ekki það sem koma skal, ríkisrekstur eða ríkisaf- skipti af sem flestum hlutum — með viðeigandi þjónustu lágt launaðs fólks, sem engan áhuga hefur, — og engan ábata, og stendur rétt á sama, hvort þjón- usatn er góð eða vond. I. Guðjónsdóttir, Reykjavík. HVER VAR SÍÐARI KONA LÆKNISINS? Kæra Vika. Þú sem leysir allra vanda. get- urðu hjálpað mér. Fyrir mörgum árum kom framhaldssaga í Vik- unni sem mig minnir að héti Seinni kona læknisins, en ég hef spurt eftir henni í bókabúðum og enginn vitað um hana, en nýskeð heyrði ég að það væri búið að skipta um nafn á henni og hún hefði fyrir nokkrum árum verið lesin sem framhaldssaga í Út- varpið. Hvað heitir hún og hvar fæst hún. Vonast eftir svari. Með kærri kveðju. Polly. 3 Svo mikið er víst, að þessi um- rædda saga hefur ekki verið í VIKUNNI síðastliðin átta árin, að minnsta kosti ekki undir þessu nafni. Hvaða sögur útvarpið kann áð hafa birt og undir hvaða nafn- giftum, vitum við ekki greinilega. Því miður, Pollý mín, ég get alls ekki hjálpað þér að hafa upp á læknisfrúnni. En ef einhver les- andi okkar skyldi kannast við hana, er honum meir en heimilt rúm í þessum dálkum til að koma fróðleiknum á framfæri. VATN Á VEGUM Kæri Póstur ! Um daginn, það var rétt fyrir jól, var ég að aka í myrkri inn á Suðurlandsbraut, og færðin eins og stundum hefur verið í vetur: Bleyta á götunum en hryggir til beggja handa og vatnstjarnir úti við hryggina. Rétt við Grensás- veg var eins tjörnin, og þegar ég !kom að henni, sá ég hvar kona :stóð við vatnsborðið hinum megin við pollinn. Ég reyndi eins og ég gat að stöðva án þess að fá bílarununa á eftir í bossann, en það kom fyrir ekki, að því leyti sjáðu að holskeflan úr pollinum skall yfir konuna frá hvirfli til ilja. Ég nam að sjálfsögðu staðar •og ætlaði að hjálpa konunni, en hún var þá viti sínu fjær og gerði 0 VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.