Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 33

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 33
Rafmagnsrakvélar i miklu urvali metf og án bartskera og h'arklippum Vlil ÓÐINSTORG stm1103a2 y komið í ljós, að íslendingar hafi skapaið byggingalist, sem þeir þurfi siður en svo að skammast sín fyrir, og sem er á stundum það stórbrotin og merkileg, að það er fullkomlega ástæðulaust að þegja um það. Ég lít svo á, að það hafi gætt of mikiUar ein- hæfni í íslenzkri menningar- geymd. Við höfum sýnt bók- menntunum mikinn sóma og er auðvitað ekki nema gott eitt um það að segja. En ég er á þeirri skoðun, að forfeður okkar hafi ekki unnið síðri verk í bygginga- list og tréskurði. Þessi einsýni í mati á menningu okkar er ófær og hefur skaðað okkur verulega. Það er að vísu skiljanlegt, að á verstu niðurlægindartímum þjóð- arinnar hafi hún ekki getað om- að sér við annað en bókmenntirn- ar, en nú á tímum, þegar öllu þarf að koma fyrir að hætti siðaðra manna, gengur þessháttar ekki lengur. Það nær engri átt að húsasmiðir og arkitektar séu út- skrifaðir hér á landi án þess að þeir viti eitthvað um þann arf, sem byggingamenning þjóðar þeirra hefur látið þeim eftir. En þetta er gert. í Iðnskólanum, sem útskrifar alla þá menn, sem móta hlutina sem við sjáum fyrir aug- um okkar í daglegu lífi, er ekki kennt eitt einasta orð í sögu arki- tektsúrs eða lista yfirleitt.. Þetta er ekki heldur gert í menntaskól- anum og ekki í háskólanum. — Ertu kominn langt áleiðis í rannsóknunum? — Ég hef þegar farið yfir allar úttektir frá tímanum framundir 1800 og ætla að fara yfir allar, sem til eru framundir miðja nítj- ándu öld. — Síðan hvenær eru elztu út- tektirnar? — Sú elzta er af Þykkvabæjar- klaustri og er frá 1340. — Svo við víkjum að ritverki þínu. Hvenær er útkoma þess fyr- irhuguð? — Um það er ekkert hægt að segja að svo stöddu; til þess á ég enn of margt óunnið. — Verður það í mörgum bind- um? í tveimur bindum. Hið fyrra verður um sögu og þróun ís- lenzkra sveitabæjarins, hið síðara um íslenzku kirkjuna. — Hvernig er þróunarsaga ís- lenzka sveitabæjarins, í stórum dráttum? — Sú gerð hans, sem lengst var við lýði, gangahúsið, var orð- in nokkurnveginn fastmótuð á fjórtándu öld. Fyrir þann tíma var bærinn langhús, í sinni upp- runalegustu gerð aðeins einn, langur skáli, sem í senn var setu- stofa, svefnhús og matsalur. Þetta var skáli landsnámsmanna. En fljótlega bætast við fleiri bæjar- hús, og er stofan merkasta nýj- ungin, skálinn verður fljótlega aðeins svefnhús. Baðstofan kem- ur líka fljótt til sögunnar, en ekki er vitað hvenær. í upphafi er hún líklegast laus frá bæ en er síðan höfð aftast húsa. Fyrst fer fólkið þangað einungis til að baða sig, eins og nafnið bendir til, en þeg- ar kemur fram á niðurlægingar- tímana og eldivið skortir tíl að hita upp öll hin stóru bæjarhús, fer fólkið að flýja inn í baðstof- una í kuldum, því að hún er lítil og þarf því lítið eldsneyti til að hita hana upp. Þessi þýðing bað- stofunnar sem íveruhúss fer sí- vaxandi; það er farið að hafa hana stæx-ri og að lokum varð hún aðalíveruhúsið í bæjarþorp- inu, svefnhús og matsalur, eins og tíðkaðist allt fram á þessa öld og eldra fólki að minnsta kosti er í fersku minni. Það er þó ekki fyrr en á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. að fólkið flytur rúmin úr skálanum inn í bað- stofuna. — Hvenær verður burstabær- inn til? — Hann verður til samstiga áðurnefndum flutningi á rúmun- imi inn í baðstofuna. Þá fer verzl- unarfrelsi vaxandi og merm höfðu nú efni og tök á því að kaupa timbur, en þau skilyrði höfðu ekki verið fyrir hendi öldum sam- an, eða ekki síðan um siðaskipti, er verzlunin við Noreg hætti, og kastaði þó fyrst tólfunum eftir að einokunarverzlunin hófst. Eftir því sem ég bezt fæ séð af úttektum frá átjándu öld og jafn- vel framundir miðja nítjándu öld, þá eru til dæmis baðstofur á öll- um meðaljörðum óþiljaðar. Það lætur að líkum að fólk, sem ekki hefur efni á að þilja eitt aðal íveruherbergi bæjarins, það fer ekki að eyða þessum fáu spýtum, sem það hefur til umráða, í þiljun stafnanna. Burstabærinn hefur því lengi framan af aðeins verið munaður efnuðustu bænda. Athyglisvert atriði í bygginga- sögu þessari er ónstofan. Hún var afhýsi, sem haft var til hliðar við baðstofuna. Inni í henni var ofn, ón, hlaðinn úr grjóti. Tilgangur- inn með því að hafa óninn í húsi sér mun hafa verið sá að losna við reykinn, því hann lagði upp um vindauga á þaki ónstofunnar, en hitann lagði hinsvegar inn í baðstofuna. Ónstofan mun hafa verið við lýði á tímabilinu frá fimmtándu öld og fram á seinni hluta 18. aldar. — Hvað viltu segja um hitt að- alviðfangsefnið, kirkjuna? — Hún er afbrigði af norsku stafkiríkjunni. Saga hennar er ekki síður merkileg en bæjarins, en hvað hana snertir á ég enn eftir margt órannsakað. — Gerirðu þér ef til vill vonir um, að rannsóknir þínar og rit- verk verði til þess, að til verði nýr þjóðlegur byggingastíll... — Nei nei. í guðanna bænum engan ungmennafélagastíl. — Hver er þá megintilgangur þinn með þessu umfangsmikla starfi? — Að hjálpa mönnum til að læra að þekkja sjálfa sig. Þeim mun betur sem menn þekkja for- tíð þjóðfélags síns og þjóðmenn- ingar, þeim mun færari eru þeir um að skilja sjálfa sig og nútíð- ina og að snúast á jákvæðan hátt við vandamálum framtíðarinnar. „Að fortíð skal byggja ef frum- legt skal byggja“. sagði skáldið. Því er það, að þótt þetta starf mitt snúi að foríðinni, þá er það unnið fyrir framtíðina. dþ. Fijieyjar Framhald af bls. 19. hún, hafði hinn gamli einvald- ur staðið í þrálátu stappi við Bandaríkj amenn. Framferði bandarískra sjó- manna og sjóliða hafði hvað eft- ir annað leitt til þess, að undir- höfðingjar Chakombaus gerðu blóðugar árásir á verzlunar- og kristniboðsstöðvar. Bandarískur sjóhðsforingi heimtaði að lokum af kóngi um 40.000 dollara í skaðabætvu-, og var það æðifé á þeirri tíð. Jafnframt hótaði foringi þessi að taka eyjarnar þegar í stað hernámi og leggja þær undir Bandaríkin. Á þessari örlagastundu kallaði konungur alla undirhöfðingja sína saman til skrafs og ráða- gerða í höfuðstaðnum Levuka á Ovalau. Fundurinn var haldinn í marz 1874. Viðstaddur fundinn var einnig 2. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.