Vikan


Vikan - 12.01.1967, Page 28

Vikan - 12.01.1967, Page 28
—.*r*r'*.T’y T 4.•.=.'„ v j* ,. <> r ”;;: ■.... 5«»idpH 1« R t/ . -.. » 'Afri^Íá nr>,>6^ i’J.n.j Búr Kvendyr r> Skáli Karldyr Eldhús Skemma Gaulverjabær, teiknaður eftir úttektarlýsingu. Dæmigerður fyrir íslenzk höfuðból á tímabilinu frá lokum þjóðveldisaldar fram á miðja átjándu öld. Bærinn er langhús, að mestu hlaðinn úr torfi og grjóti, en bæjardyr og skemmur prýddar.þiljum, ef til vill steindum. Baðstofa, teiknuð eftir úttektarlýsingum. Á þeim tímum var bað- stofan enn ekki orðin aðalíveruhúsið á bænum. Stafgólfið í miðju er óþiljað, og þar var eldstæði. í öðrum enda eru bekkir og borð, en í hinum pallur, sem er hafður í nokkurri hæð frá gólfi, til að vinna hita. .. ' ............ ±r. ? .M&jjÉSSBjQk . . - ' . . 1« i.* «<* ío j|« V________________________________:___________________________________y r > Skáli, teiknaður eftir úttektarlýsingum. Þessi skáli er fjögur stafgólf, og eru tvö rúm í hverju, sitthvoru megin. Tveir menn hvíldu í hverri rekkju. Innst sést lokrekkja. Að lortfð skal hyggja el Ipumlegt skal byggja /---------------— — -N Veizlustofa, á íslenzku höfuðbóli, teiknuð eftir úttektarlýsingum. Húsgrindin öll er sýnileg að innan, en ekki hulin klæðningu eins og síðar varð. í veizlum sátu höfðingjar á pallinum, en alþýðan á hekkj- unum í fremri hluta stofunnar (samanber máltækið „að eiga ekki upp á pallborðið hjá einh.“) V__________________________________________________________________________r TEIKNINGAR: HÖRÐUR ÁGÚSTSSON. því þann eina kost, sem ég taldi vera fyrir hendi, hóf nám í verk- fræðideild Háskólans, fyrsta ár- ið, sem hún var starfrækt. Einn- ig nam ég húsagerðarlist í einka- tímum og vann á teiknistofu. Samhliða þessu stundaði ég myndliatarnám í Handíða- og myndlistarskólanum, hjá Kurt Zier og Þorvaldi Skúlasyni. — Voru þeir fyrstu kennarar þínir í myndlist? — Jú, að undanskildum Finni Jónssyni, sem var teiknikennari í Menntaskólanum á minni tíð þar og örvaði mig fyrstur til að mála. Núnú, þar kom að mér varð ljóst, að ég gæti ekki af efnahags- ástæðum numijð málaralist og arkitektúr samtímis, þótt ég hefði ætlað mér það fram að þessu. Og þar eð málaralistin átti um þess- ar mundir hug minn allan, varð það úr að ég valdi hana. Ég var í tvö ár í Handíða- og Myndlistar- skólanum og síðan í einkatímum hjá Gunnlaugi Scheving. Svo fór ég út þegar að stríðinu loknu, á Akademíið í Kaupmannahöfn, þaðan til Englands, þar sem ég tók kúrsus í listasögu. Þar var ég allur á kafi í gömlu meisturunum og þeirra verkum. Til Parísar fór ég 1947 og var þar að mestu til 1952, nema hvað ég skrapp tvisvar heim til að halda sýning- ar, jú, og svo fór ég einu sinni í langa námsför til ítalíu. I París nam ég málaralist í Academie de. la Grande Ghaumiere — það heiti myndi á íslenzku útleggjast Háskólinn í stóra kofanum. Þetta er æfagömul menntastofnun og nýtur mikillar virðingar. Ég var líka í læri hjá Marcel Gromaire, frægum málara, fór með myndir mínar til hans og lét hann dæma þær. Svo hafði ég sjálfur vinnu- stofu og málaði af kappi. — Hvenær fórstu til ítalíu? — Það var 1948. Þá vaknaði áhuginn á byggingalist hjá mér að nýju. — Hversvegna? — Nú, ítalía er öll einn há- skóli fyrir arkitekta. Rómaveldi, renessansinn og svo framvegis. Og merkustu minjarnar eru allar í nokkrum borgum, til dæmis og einkum í Róm og Flórens. — Hvað um Frakkland og gotíkina þar? — Það gegnir öðru máli. Gotn- esku kirkjunnar þar eru dreifðar út um allt land; í París sjálfri 4| verður maður lítið var við þann arkitektúr, sem merkastur er í landinu. Gotíkin var afkvæmi lénsþjóðfélags, sem átti sér marg- ar miðstöðvar og smáar. Reness- ansinn á ftalíu hvíldi hinsvegar á herðum auðvalds, sem hafði að- setur sitt í tiltölulega fáum borg- um. Nú, í framhaldi af þessu fór ég að kynna mér fremstu arkitekta nútímans, þá Gropius og Le Cor- busier, feður nútíma bygginga- listar, og varð gagntekinn af Framhald á bls. 29. 28 VIKAN 2’ tbl‘

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.