Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 15
t>
Algeng sjón: Annar
de Dioninn í klípu.
Spijkerinn í Moskvu.
Godard við stýrið,
Bruno Stephan situr
á brettinu. Formaður
bílaklúbbsins í
Moskvu er farþegi.
O
O í betri fötunum fyrir matarveizlu í Varsjá. Collignon undir stýri á de Dion-
inum. Cormier stendur fyrir framan, en Bizac fyrir aftan. Godard stilli vélina
sína til að taka mynd af Spijkernum.
nnar: Peking - Paris 1907
SflGÐI DU TfllLLIS
svaf í Kansk. 27 júlí ók hann frá
klukkan 3 um nóttina til 11 um
kvöldið og náði til Atchinsk. Eftir
tæplega fjögra stunda hvíld lagði
hann aftur af stað, fór gegnum
Tomsk um fimm leytið um dag-
inn og áfram 100 km í viðbót, og
lagði að baki 630 km þann sólar-
hring.
Stephan hafði nú náð til Omsk,
og þar fór hann af lestinni. Hann
leigði sér hestvagn og kom hann
öllum sínum föggum og benti
kúskinum að aka til austurs. Þeg-
ar þeir komu út úr borginni, leit
hann spyrjandi á farþegann.
Stephan kunni enga rússnesku,
og kúskurinn hafði í upphafi gert
því skóna, að hann ætlaði á eitt-
hvert smáhótelið í útjaðri borg-
arinnar. En Stephan benti ákveð-
inn í austur. Kvöldið féll á, og
enn var engan bilbug á Stephan
að finna. Hann otaði enn fingri
fram eftir götuslóðanum.
29. júlí fór Godard yfir Obi hjá
Kolyvan og lagði út á steppumar.
f birtingu þann 30. nam hann
staðar í litlu sveitaþorpi til að
fá sér eitthvað í svanginn. For-
vitnir bændurnir komu fram úr
kofunum. Þeir þyrptust kring um
Spijkerihn, fyrsta bílinn, sem
þeir höfðu séð á ævi sinni. Eng-
inn veitti því athygli, að hestvagn
þokaðist í áttina til þeirra. Utan
"r mistrinu komu uppgefnir hest-
ar sem hnutu í hverju spori,
drógu á eftir sér vagn hlaðinn
af kössum, sofandi farþega og
ævareiðan, dauðsyfjaðan kúsk.
Þetta hlaut að vera Stephan.
Godard færðist í aukana, skip-
aði nokkrum þorparanna að
færa kassana yfir á bílinn.
Síðan heilsaði hann Bruno Step-
han með virktum og bauð hon-
um sæti í Spijkernum, en lagði
því næst formálalaust af stað til
Omsk. Þangað komu þeir klukk-
an átta næsta morgun. Á eftir var
reiknað, að á 29 klukkustunda
hvíldarlausum akstri hefði God-
ard farið um 865 kílómetra. Bæði
það og afrekið frá deginum áður
voru betri en metið sem hann
setti milli Urga og Kiaktha, sem
þótti gott þá.
í Omsk byrjuðu þeir á að hvíla
sig. En aðeins stutta stund. Step-
han átti verk fyrir höndum. Hann
skifti um afturhásingu, gírkassa
og gorma, og yfirfór bílinn af
mestu vandvirkni. Hann komst
fljótt að því, að hann var ekki
með eins mikið af varahlutum
og ástæða hefði verið til að nota,
en það varð þá að dugast við það
sem til var. Hann notaði alla
varahlutina, sem hann kom með,
nema magnetuna. Prófessorinn
í Tomsk hefði gert hana sem
nýja.
Godard var svo ær af gleði yf-
ir endurnýjun bílsins, að hann
gætti sín ekki og braut framgorm.
þegar þeir voru nýlagðir af stað.
Þeir urðu að fara fetið til Petro-
pavlovsk til að láta smíða sér
nýjan gorm. Þegar járnsmiður-
inn hafði loks lokið smíðinni,
settu þeir gorminn í og létu bíl-
inn síga. Tjakkurinn fór niður í
eðlilega hæð og hélt enn á full-
um þunga bílsins. Þeir létu síga
lengra þar til grindin hvíldi á
framöxlinum. Hestvagnastálið
var ekki nógu voldugt fyrir
Spijkerinn. Þeir tjökkuðu hann
upp aftur og brugðu spýtukubb
milli grindarinnar og öxulsins. Á
þessum kubb óku þeir til Moskvu.
Þetta kostaði þá næstum dag
og þeir komust aðeins 250 kíló-
metra. f dögun fyrsta ágúst voru
þeir aftur komnir á kreik og
Stephen fékk smjörþefinn af
þreki Godards, sem nam ekki
staðar fyrr en klukkan sjö næsta
morgun. Aftur lögðu þeir upp
undir kvöld og óku yfir álfu-
mörkin án þess að vita af því.
Þá nótt gekk karbíturinn í fram-
ljósin til þurrðar og Stephan varð
að ganga á undan með hvítan
dúk á bakinu vænan hluta af
Úralfjöllum. Loks fundu þeir
klaustur og létu þar fyrir berast
það sem eftir lifði nætur. í dög-
un var Godard aftur á fótum og
gaf Stephan enga miskun — af
stað skyldi haldið.
Þegar inn í Evrópu kom,
breyttist.framkoraa fólksins.1 Sí-
berarnir höfðu næstum fengið
flog af hlátri yfir þessum hest-
lausa sjálfhreyfivagni. Rússnesku
bændurnir voru ævareiðir yfir
hávaðanum, sem hann framleiddi.
Það kom fyrir, ef þeir festu bíl-
inn í mýri, að rússarnir nálguð-
ust ógnandi, og eina ráðið til að
halda þeim frá bílnum og hermd-
arverkum, var að skjóta í áttina
til þeirra. Verst var þó, þegar
þeim var meinað að aka í gegn
um þorp. Hvert þorp hafði sinn
páfa, og iðulega kom páfinn með
preláta sína út í þorpshliðið með
kross á lofti og vamaði fjanda
þessum inngöngu. Þá urðu þeir
að aka í kring, og það var oft
ærið torsótt.
Einu sinni kom Spijkerinn aft-
an að hestvagni á slóðanum með
þeim árangri, að hrossið fældist.
Það var enginn í vagninum, og
Godard flautaði og kallaði til að
draga athygli einhverra á akr-
inum að atburðinum. Enginn lét
svo lítið að líta upp. Eftir smá-
stund féll eitthvað út úr vagnin-
um og það var með naumindum,
að Godard komst hjá að aka yf-
ir þetta. Stephan stökk niður og
tók upp pinkilinn, í honum
reyndist vera háskælandi barn.
-— Hvað á ég að gera við þetta?
spurði hann.
— Þú ert vitlaust skapaður,
sagði Godard. — Þú getur ekkert
Framhald á bls. 43. -.
2. tw. VIKAN 15