Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 12

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 12
,w :» r Margaret Turner Hodge var mjög hamingjusöm kona. Allir sögðu svo og Margaret var sammála. Þangað til þriðja mánu- daginn í september klukkan 1.38 um eftirmiðdaginn, þegar ham- ingja hennar rann út í sandinn. Margaret vissi það ekki á þeirri stunduy en hún komst mjög fljótt að því. Og um leið og það rann upp fyrir henni, gat hún, með því að loka augunum, séð allan þennan atburð fyrir sér, rétt eins og henni hefði verið sýndur hann á kvikmyndatjaldi, og hún vissi upp á mínútu hvenær hvað hafði skeð. Þetta var ekkert nýtt fyrir Margaret, að vera svona nákvæm, hún hafði verið mínútumanneskja alla ævi og mjög minnisgóð. Sem barn hafði Margaret verið mjög snyrtileg og reglusöm, og hún hafði haldið því áfram, sem eiginkona Bernards Hodge, og vissi ekki betur en að hann væri alsæll með það. Hann hafði andstyggð á allri smámunasemi, en Margaret var afskaplega nákvæm og vildi hafa alla hluti, ekki aðeins upp á mínútu, heldur jafnvel sekúndur. Henni þótti gaman að stjórna og ráðsk- ast, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Sumir vina hennar hlógu að henni fyrir þetta, aðrir bakbitu hana fyrir það. Margaret var ekki heimsk, henni var Ijóst að hún var spottuð, en hún skipti sér ekki af því. Það var meginmálið hjá Margaret að hagræða smáu hlutun- um jafnt og þeim stóru, með útsjónarsemi, og sjá svo hvernig útkoman yrði. Henni fannst þetta skapa sér öryggi í veröld, sem hún vissi að var í mestu óreiðu. Hún vildi hafa það á tilfinning- unni að það væri hún sjálf sem stjórnaði lífi sínu, en léti ekki reka á reiðanum, eins og því miður var svo algengt nú á tímum. Það voru ekki svo fáir, sem hún þekkti til, sem létu draga sig út í svall og drykkjuskap, og svo endaði það venjulega á einn veg, með hjónaskilnuðum og alls kyns vandræðum. Margaret var mjög ánægð með sjálfa sig og stjórnunarhæfi- leika sína, þegar hún stöðvaði station-bílinn, við hliðina á íbúð- arblokkinni á átttugustu og annari götu. Hún steig út úr bílnum og lokaði hurðinni. Svo gekk hún í kringum bílinn og athugaði nákvæmlega hvort allar hurðirnar og gluggarnir væru vel lok- aðir. Svo gekk hún fyrir hornið að aðalinngangi hússins, við Park Avenue. Carl, dyravörðurinn, snerti derið á húfunni sinni með hvítglófaðri hönd. — Góðan morgun, frú Hodges. — Það er kominn eftirmiðdagur, Carl. Hann horfði á armbandsúrið sitt, svo drundi hláturinn í hon- um. A síðasta hluthafafundi, hafði herra Trevor, sá sem sá um rekstur hússins fyrir eigendurna, sagt að Carl og annar lyftu- vörðurinn bakdyramegin, væru komnir á aldurstakmark á næsta f járhagsári. — Drottinn minn, sagði Carl, — klukkan er orðin eitt þrjátíu, drottinn minn er orðið svona framorðið? Margaret leit á sitt úr. — Eitt þrjátíu og átta, sagði hún. — Hérna eru lyklarnir að bílnum, Carl. Hann stendur rétt fyrir utan dyrnar á vörulyftunni, heyrirðu hvað ég er að segja? — Hvert einasta orð, frú Hodge. Vissulega hvert orð. Það er bara það að ég er að reyna að muna eitthvað sem herra Hodge sagði við mig, þegar hann fór á skrifstofuna í morgun. — Hann sagði að frú Hodge kæmi heim úr sveitinni seinni- partinn í dag, sagði Margaret og reyndi að vera þolinmóð. Hún hafði ekkert á móti því að endurtaka og árétta hlutina, sérstak- lega ekki við þjónustufólk. Það kom því bara til að fara ná- kvæmlega eftir fyrirmælum hennar. — Herra Hodge hefur líka sagt þér að hann hafi sjálfur komið á föstudaginn, til þess að vera ekki í vegi, þegar ég gerði hreint í sumarhúsinu og gengi frá fyrir veturinn . . . Aftur hló gamli maðurinn, skemmtilegum karlahlátri. — Heilagi Georg, það var einmitt þetta sem hann sagði, sagði gamli maðurinn. — Herra Hodge sagði að þegar eitthvað þyrfti að gera, eins og þetta, þá væri hann með fjóra þumalfingur á hvorri hendi, og að hann þvældist bara fyrir, þessvegna hjálpaði hann bezt með því að koma sér sem lengst í burtu. — Hann sagði líka, að þegar ég kæmi til borgarinnar, sagði Margaret, með samskonar rómi, eins og hún væri að lesa fyrir bréf, og væri hrædd um að ritarinn heyrði ekki of vel, — að þá væri ég með fullan bíl af dóti, sem ég þyrfti að láta hjálpa mér við að koma upp í íbúðina. Hérna eru lyklarnir að bílnum. — Já, frú. — Og heyrðu Carl. — Já, frú. Smásaga efftlr JEROME WIDEMAN EIGIN- MADURINN VAR HENNI fiTRÚR HANN KYNNTI ASTMEY SlNA SEM FRÚ HODGE, EN DATT EKKI I HUG AÐ KON- AN HANS KÆMIST AÐ ÞVI, ÞVl SIÐUR HVAÐA AÐFERÐ HÚN HEFÐI TIL AÐ KOMA A HEFNDUM. 12 VIKAN 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.