Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 11
Heiðurspeningurinn frá bæjarstjórninni Karlstad. Sven-Sngvars - vinsælasta hljómsveit Norðurlanda Það fer varla á milli mála, að vinsælasta hljóm- sveitin á Norðurlöndum er sænska hljómsveitin Svcr.-Ingvars. í tíu ár hefur þessi hljómsveit verið 1 sviJsljósinu 03 hljómplöturnar hafa selzt í nær mill- jón eintökum. Þeir eru fimm og kalla sig Sven- Ingvars vegna þess að þrír þeirra heita Sven og einn heitir Ingvar. Sá fimmti heitir Rune. Þeir eru vel- klæddir, velklipptir — og velkvæntir (utan höfuð- paurinn, Sven-Erik Magnusson) og þeir hafa sannað, að á því herrans ári 1936 er það ekki klæðaburður og liórvöxtur, sem skiptir máli, heldur múslkin sjálf. Það eru ekki síður hinir eldri en hinir yngri, sem kunna að meta músík Sven-Ingvars. Ilér á landi eru mörg laga þessarar hljómsveitar vel þekkt, t.d. ,,Frök- cn Fráken" (Litla sæta ljúfan gáða), „Kristina frán Vilhemina" og Ság inte nej". Lögin syngja þeir á sænsku, cn á þessum síðustu og verstu tímum þykir það heyra til undantekninga, ef skandinaviskar hljómsveitir syngja á móðurmálinu. Enskan er yfir- leitt allsráðandi, merkilegt nokk. Sven-Ingvars eru frá Karlstad á Vármlandi, en Vármlendingar tala sína eigin mállýzku, sem margir hafa gaman af. Margir muna eflaust eftir Snoddasi, vísnasöngvaranum, sem kom m.a. hingaö til lands, en hann talaði vármlenzku eins og hún gerist bezt. Bæjarstjórinn í Karlstad hefur nú sæmt Sven-Ingv- ars heiðursmerki, en hljómsveitin hefur óbeint stuðl- að að því að kynna Vármland — og með Vármlands- málýzku sinni hefur hljómsveitin gert meira fyrir Vármland en nokkur ferðamannaáróður. Sven-Erik Magnusson, 23 ára og höfuðpaurinn í hljcmsveitinni. Ókvæntur og býr hjá foreldrum sínum. Hefur miklar mætur á bílum. Sjötti bíllinn, sem hp.nn hefur eignazt er Mustang af nýjustu gerð. Fær bónorðsbréf á hverjuin degi en finnst ekki rétt starfsins vegna að festa ráð sitt. Safnar fyrir karl- mannafataverzlun. Fred syngur inn á plötu Fred Flintstone, góðkunningi okkar úr sjónvarpinu, hefur nú haslað sér völl sem dægurlagasöngvari, og “sungið inn á plötu. Fred hefur mikið álit á hæfileikum sínum á þessu sviði, en liann uppgötvaði það nýlega, að hann væri hreint ekki lakari söngvari en margir þessara vælukjóa, sem vinsælda njóta. Þess má geta, að þessi nýja hljóm- plata Fredda kom í Hljóöfærahúsið skömmu fyrir jól, en upplagið hvarf auðvitað á samri stundu eins og dögg fyrir sólu. Vonandi endurnýja forráðamenn verzlunarinnar birgðir sínar af þessari merkilegu plöu svo að hinir fjölinörgu aðdáendur Fredda geti cignazt hana. Þá hefur Freddi einnig lcikið í sinni fyrstu löngu kvikmynd en annað aðalhlutverkið leikur vinur hans, Barney. Kvikmyndin, sem nefnist „Yabba-dabba-doo“ eða „Our Man Fred Flintstone“ er í James Bond stíl og segja þeir sem séð hafa myndina, að nú megi Bond fara að vara sig, því að hann hafi eignazt skæðan keppinaut þar sem Freddi er. Kannski við fáum að sjá þessa kvikmynd í einhverju kvikmyndahúsanna áður en langt um líður? Fer giftingin út um þúfur? Svo vírðist sem giftingaráform Paul McCartney og Janc Asher hafi farið út um þúfur. Ungfrúin lýsti l>ví nýlega yfir, að hún mundi ekki festa ráð sitt næstu árin, þar scm hún ætlaði að helga sig leiklistinni. Hér sjáum við Janc ásamt hinum þekkta leikara Laurcncc Harvcy, en þau leika hæði í kvikmyndinni „The Winter's Tale“, sem nú er verið að taka í London. Enn hefur Nancy Si- natra sent frá sér lag, sem líklegt er til vin- sælda. Það er lagið „Sugartown“. sem fyrir skömmu var í níunda sæti banda- ríska vinsældalistans og á hraðri leið upp á við. Nancy var fyr- ir skömmu á ferð í Bretlandi og kom þá fram á hljómleikum. Hlaut hún yfirleitt góðar undirtektir. Meðan hún dvaldi í London söng hún inn á hæggenga hljóm- plötu, en þessi plata hefur til skamms tíma fengizt í Hljóð- færahúsinu. Platan nefnist einfaldlega „Nancy in London“.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.