Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 9

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 9
sjálfsmorðið af okkur að hækka skreiðina svo mikið, að þeir geti ekki keypt hana, karlagreyin. Þar liggur hundurinn grafinn; við megum ekki spenna verðið of hátt. — Er hætta á að til þess komi? — Það er ekki laust við það. Ég held að hækkandi verð á skreið hafi þegar valdið nokk- urri fækkun kaupenda. Sérstak- lega lít ég svo á, að skreiðar- framleiðendur hérlendis hafi of hátt verð á lægstu gæðaflokk- unum. — Fúlsa íbóarnir við þeim? — Fiskkaupmenn þeirra reyna ekki að selja það lélegasta í borgimum. Þeir fara með það inn í frumskógana og selja það í þorpunum þar. — Hrapar skreiðin mjög að gæðum ef eitthvað vöknar í henni? — Hún verður strax dekkri og ókræsilegri útlits, en ef bleytan er ekki þeim mun meiri, þá þarf hún ekki að versna svo mjög mikið. Hún var áður seld í úr- gangsflokki, en ég bjargaði því við. Ég fór suður með sýnis- horn, talaði við vini mína, fisk- kaupmennina, og sagði við þá: Svona strákar, þessi skreið er ekkert lakari en önnur, þótt hún sé dálítið dekkri yfirlitum, þið verðið ekkert sviknir á henni. Þeir þekktu mig og höfðu sann- reynt, að ég hafði aldrei logið að þeim. Það er þannig með svertingjana, að fari þeir á annað borð að treysta manni, þá treysta þeir honum tak- markalaust. Nú, ég kom þessari skreið strax í meðalgott verð, og nú er hún seld á litlu lægra verði en bezta skreiðin. Þessi skreið er stundum kölluð „svört skreið“, en þar eð svartur er bannorð í Afríku, kallaði ég hana „blackish-yellish.“ — Ber að skilja þetta sem svo, að negrarnir skammist sín fyrir litarháttinn? — Svo er að heyra. Þarna má ekki kalla nokkurn hlut svartan. Þegar ég einu sinni kom í þorp eitt inni í skógunum, sögðu ungu stúlkurnar þar við mig: „Taktu mig með þér til hennar köldu Evrópu, svo ég geti orðið hvít.“ — Já, og þeir vilja ekki heldur láta kalla sig negra eða svertingja, heldur aðeins Afríku- menn. — Verður þá ekki vart við óvild í garð hvítra manna? — Þess hef ég aldrei orðið var. Mér virðist þvert á móti sem mörgum liggi vel orð til Evrópumanna. Við höfum lært margt af hvíta manninum; hann kom með vélarnar og margt annað, heyrir maður oft sagt. Hinsvegar varð ég vaf við, að japanskir sjómenn, sem komu í land í hafnarborgum, urðu fyrir stríðni. Það var æpt að þeim: „Yellish! Yellish!“ — Éta Nígeríumenn ekkert úr dýraríkinu annað en fisk? Hafa þeir enga gripi? — Ekki að ráði sunnan til. Þar er ekki hægt að halda líf- inu í nokkrum búpeningi fyrir hitasvækju og rigningum. Þarna er allt landið þakið skógi, nema þar sem það hefur verið rutt til ræktunar og búsetu. Þó sá ég þarna strjáling af geitum og nautpeningi, sem ég veit ekki til hvers þeir hafa, því þetta er grindhorað, ekkert nema horn- in. í norðurhéruðunum er kvikfjárrækt meiri, því þar er þurrviðrasamara og minni skóg- ur. En þeir fara illa með skepn- urnar í því landi. Einu sinni sá ég þá skipa lifandi nautgripum um borð í skip á þann hátt, að þeir slógu reipi um hornin á nokkrum í einu og hífðu þá svo um borð í kippum. Norðlend- ingarnir selja mikið af kjöti til borganna á suðurströndinni. Gripirnir eru fluttir lifandi í járnbrautarlestum suðureftir; þar er þeim slátrað og kjötið síðan selt daglangt á markaðs- torgum, sem eru ógurlega sóða- leg, flugnagerið hræðilegt og kjötið verður á svipstundu mor- andi í maðki. En kjötið rennur greiðlega út með flugum og maðki og öllu saman; menn kippa sér ekki mikið upp við svoleiðis smámuni. — Er rrjargt hvítra manna í Nígeríu? — Það er talsvert af tækni- fræðingum, verkfræðingum og öðrum sérmenntuðum mönnum. Áður voru þeir flestir í Lagos, en síðan olían fannst, eru þeir orðn- ir fleiri í fbó-Nígeríu. Túrist- ar sækja lítið til landsins, enda er ekkert að sjá nema frumskóg. — Þola hvítir menn ekki illa loftslagið í þessum löndum? — Sú var tíðin, að Vestur- Afríka var kölluð gröf hvíta mannsins. Þeir þoldu hitann og rakann illa og pestirnar, sem þarna liggja í landi, strádrápu þá. Til skamms tíma var líka fátt þarna um þau lífsþægindi, sem í menningarlöndum eru tal- in sjálfsögð; fyrstu árin, sem ég var þarna á ferð, voru flestir hvítir menn, sem ég hitti, með uppgjafarsvip og kjörorð þeirra var: I will go home. En nú hef- ur þetta breytzt stórlega til batn- aðar. Stjórnarvöldin gera mik- ið til að hvítum mönnum, sem vilja dvelja og starfa í landinu, geti liðið sem þægilegast. Það er farið að byggja hús með inn- byggðum kæli, og hótelin í Lagos og víðar standa ekkert að baki þeim í Evrópu. — Eru skordýrin ekki plága? — Jú, þarna eru allskonar helvítis flugur, sem bera með sér malaríu og djöfulskap. Sjúk- dómarnir þarna eru hræðilegir og margir útbreiddir, svo sem holdsveiki, gula, bólusótt og fleira. Hvítir menn, sem fara til landsins, láta allir margbólu- Framhald á bls. 29 HEILSAN FYRIR ÖLLU! íva LAGFREYÐANDI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.