Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 41
í BORGARSJUKRAHUSIÐ VAR EINGÖNGU NOTAÐ
THERMOPANE EINANGRUNARGLER
The/imöfi
ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA
@1 averbel's
EtifiEllT KRISTJÍNSSON A CO. BF.
SÍMI 11400
kyssti Margaret á kinnina. — Hvern-
ig er höfuðverkurinn?
— Alveg farinn, sagði Margaret.
— Komdu nú inn, ég skal blanda
handa þér drykk.
— Mér veitir ekki af því, sagði
Bernard. — Ef þú vissir hvaða fá-
vita maður hefur upp á kaup. Og
þetta kallar sig skrifstofufólk. Hann
snarþagnaði og benti á ferðatösk-
urnar. — Hver á þetta?
—■ Ég á aðra, sagði Margaret, —
og þú átt hina. Ég er búin að pakka
niður í þær því nauðsynlegasta fyrir
okkur í tvær vikur, meðan við leit-
um að annarri íbúð.
Rödd Bernards var eins og hálf-
kæft óp. — Nýja íbúð?
— Já, nýja íbúð handa okkur,
sagði Margaret. — Hérna, er þetta
ekki nógur ís.
— Til fjandans með allan fs,
sagði Bernard, en hann saup samt
hressilega á glasinu. — Hvað ertu
eiginlega að tala um, kona?
— Okkur, sagði Margaret, — og
staðinn sem við eigum að búa á
í framtíðinni. Ég get ekki búið leng-
ur hérna . . .
Það var tortryggni, jafnvel var-
kárni [ röddinni, þegar hann sagði
næstu tvö orð: — Hversvegna ekki?
— Þú þekkir Wendell? spurði
Margaret.
— Wendell?
— Já, lyftumanninn?
Það sléttist aðeins úr hrukkunum
á enni Bernards.
— Þú meinar Wendell, sem vinn-
ur hérna? sagði hann. — Hvað er
með hann?
— Þú manst að hann hefur lengi
verið veikur í bakinu?
— Já, ég man það, en hvað hef-
ur það með okkur að gera?
— Það virðist eitthvað hafa
skaddað í honum heilann, sagði
Margaret. — Ég veit að þetta hljóm-
ar asnalega, en þegar ég kom heim
úr sveitinni í, brá mér heldur betur,
þegar ég sá að Wendell var farinn.
Hann virðist vera kominn á sjúkra-
hús, og ef ég á að vera hreinskilin,
er mér sama þótt hann komi aldrei
þaðan. Ég veit að þér finnst það
hræðilegt að segja annað eins og
þetta um þennan gamla, vingjarn-
lega mann, en ég get sagt þér það
að hann er reglulegur skítakarakter,
það er alveg satt, Bernard. Ég
heyrði í gær sögur, sem hann hefur
breitt út um mig, þú skalt ekki
spyrja hvar ég heyrði þær.
— Elskan mfn góða, hvers kyns
sögur?
— Hann hefur sagt að ég fái
herraheimsóknir í löngum bunum
þegar þú sért farinn á skrifstofuna
á morgnana, og ég veit ekki hvers-
konar lygaþvælu.
Undrunarsvipurinn á andliti Bern-
ards var nú greinilegur, og Mar-
garet fannst ekki alveg laust við að
honum létti.
— Hversvegna? sagði Bernard,
en virtist svo gleyma því sem hann
ætlaði að spyrja um.
— Það getur vel verið, sagði
Margaret, — að hann sé bara gam-
all og veikur, ég meina andlega
veikur, en það er alveg sama, skað-
inn er skeður og ég get ekki búið
hérna áfram.
— Ég skil það, elskan, sagði
Bernard, en svo var eins og hann
hugsaði sig um. — Hversvegna get-
urðu það ekki?
— Vegna þess að þetta er komið
út um allt húsið, sagði Margaret.
— Jafnvel herra Trevor er að pískra
á bak við mig. Það þýðir ekkert að
vera að bera þetta til baka, það er
miklu betra að fara, og ég vil fara
strax.
— Núna?
— [ kvöld, ég vil ekki vera hér
eina einustu nótt í viðbót.
— En elskan mfn, það er ekki
hægt að skipta um íbúð með svona
litlum fyrirvara.
— Ég er búin að gera ráðstafanir,
sagði Margaret. — Ég fór f skrif-
stofuna til Joe Carmody í morgun
og hann sagði að við hefðum vel
ráð á að fá aðra fbúð, þótt við
værum ekki búin að selja þessa. Ég
meina að peningarnir sem ég fékk
eftir mömmu gera þetta kleift, svo
getum við sett peningana aftur í
bankann. Svo fór ég til Spencer
og Georg, sem seldi okkur þessa
íbúð, og ég sagði honum að ég vildi
losna við hana aftur, svo fór ég
yfir á Chrichton og leigði tveggja
herbergja fbúð fyrir okkur, þar sem
við getum verið, meðan þetta er
allt að komast f kring.
Það var andartaksþögn, svo
sagði Bernard rólega. — Auðvitað,
ég meina, ef þér finnst þetta svona
voðalegt.
— Mér finnst það, sagði Mar-
garet.
— Þá er ekkert annað að gera,
sagði maður hennar. — Það er bara
eitt.. .
— Eitt, hvað?
— Þettá er svo furðulegt að gamli
maðurinn skuli hafa fundið þetta
upp hjá sjálfum sér, sagði Bernard.
— Wendell, svona strangheiðarlegur
maður skuli gera þetta. Ég meina,
hvernig fékk hann hugmyndina?
Margaret yppti öxlum.
2. tbi. VIKAN 41