Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 49
Fimm dagar í Madrid Framhald af bls. 17. verulega fá hann aftur? Heilu og höldnu, á ég við. Kay reyndi að segja eitthvað, en gat það ekki. Þetta var hræði- legt. Þetta var of hræðilegt til að geta verið að undirlagi Trasks. Það var óhugsandi. í stað þess að svara stundi hún aðeins. — Ungfrú Taylor! Hank kom þjótandi yfir herbergið. — Hvað er þetta? — Hlustaðu Kay, sagði rödd- in í símanum. — Hlustaðu vel. Randall á skítnóg af peningum og við eigum þennan Charles hans, svo þú skalt setja þig í samband við hann strax, hvar sem hann er, svo við getum byrjað að semja. — Svona, sagði Hank. — Láttu mig fá hann. Hann tók símtólið úr tilfinningalausum höndum hennar. — Þeir hafa náð Charles, hvíslaði hún. —■ Þetta er barns- rán. — Ó drottinn minn, sagði Hank. Hann dró andann djúpt og sagði inn í símatólið: — Þetta er Bruce Randall. — Gaman að heyra í þér, Randall. Charles verður ánægð»- ur að frétta að þú hefur loksins skilað þér. Hann hefur töluvert háar hugmyndir um þig. — Hvað viltu? spurði Hank hörkulega. — Ákveðna fjárhæð, sem við komum okkur saman um, og mér liggur á að fá hana. Því fyrr sem þú getur skrapað sam- an peningana, þeim mun minna skal það kosta þig. — Hvernig get ég vitað, að þið hafið Charles? spurði Hank. — Leyfið mér að tala við hann. — Það vill svo til að Charles er ekki við hendina sem stendur. — Ég vil fá sönnun þess, að þið hafið hann. — Sjálfsagt Randall. Undir þessum kringumstæðum er það ekki nema réttmætt. Við skulum koma því í kring. — Þú ert amerískur? er það ekki, spurði Hank. — Hverju máli skiptir það? Engu, býst ég við, svaraði Hank. — Nei, engu. — Af því þú og strákurinn eruð Ameríkanar líka? Við erum allir hundrað prósent Ameríkan- ar, svo ég ætti að senda þér strákinn gratis, fyrir ekkert? þetta er óskynsamleg afstaða, Randall. Ég held þeir kalli þetta þjóðernishroka. En sleppum því. En varðandi sönnun þess, að við höfum Charles. Við höfum þeg- ar talað lengi saman á þessari línu. Ef til vill er ungfrú Tay- lor sem stendur að reyna að rekja, hvaðan ég hringi. Ég sting upp á því Randall, að þú og hún farið niður og fáið ykkur sæti í stóra salnum, þar sem hljómsveitin er að leika. Fáið ykkur í glas, rétt eins og ekk- ert óvenjulegt sé á seyði. Sitjið bara róleg og við munum koma til ykkar boðum um, hvað þið eigið að gera næst. Gaman að tala við þig, Randall. Já meðan ég man, ef þú hringir á lögregl- una eða reynir að fá þér einka- spæjara eða láta ameríska sendiráðið vita um þetta — jæja, vesalings strákurinn þinn. Bless, Randall. Kay fylgdist með Hank, þeg- ar hann lét símann hægt niður á borðið og nú beið hún í von um, eitthvert leynimerki um, að þetta væri ekki raunverulega að gerast. Charles hefði ekki verið rænt; þetta var aðferð Trasks til að sigrast á morðætlun óvin- arins. Það hlaut að vera þann- ig. Ef þetta væri raunverulegt barnsrán, hvernig ætlaði Hank þá að fara að því að halda á- fram að látast vera faðir Charl- es? Samt gaf hann henni ekkert merki. — Ég hefði aldrei trúað, að mannlegar verur gætu lagt sig niður við svona nokkuð, sagði hann. Svo var eins og hann hressti sig við. — Við eigum að fara niður og bíða eftir frekari fyrirmælum. Hann sagði að þú- ættir að koma líka, en ef þú vildir heldur..... — Ég kem, sagði Kay. — Gott. Við ættum að gera nákvæmlega eins og þeir segja. í stóra salnum sátu þau og dreyptu á drykkjum sínum og hlustuðu á hávaðasama tónlist í átta manna strengjahljómsveit, meðan þau biðu frekari fyrir- mæla. Salurinn var troðfullur. Borðið þeirra var nokkurn veg- inn í miðjunni. Það var ómögu- legt að tala saman, án þess að eiga það á hættu að til þeirra heyrðist. Kay tók við sígarett- unni, sem Hank bauð henni. Hann herpti varirnar ofurlítið, þegar hann sá að hún átti erfitt með að halda henni stöðugt með- an hann kveikti í fyrir hana. — Þessi rödd, sagði hún. — Ég get ekki hætt að hugsa um þessa hræðilegu rödd. — Ég skil, sagði hann, og í sama bili tók hann eftir ungum vikadreng, sem var á hringferð um salinn. Kay sá að hann var á svipuðum aidri og Charles. Hann kallaði upp eitthvert nafn, var að leita að gesti. Þegar hann kom nær og rödd hans bar yfir tónlistina, vissu þau að það var senor Bruce Randall, sem dreng- urinn var að reyna að hafa upp á. Hank gaf drengnum merki. Vikadrengurinn dró fram fer- kantað, blátt umslag, og sýndi honum nafn skrifað með blý- anti. Hank kinkaði kolli og gaf drengnum þjórfé í skiptum fyrir bréfið. Svo opnaði hann það og hélt því þannig, að Kay gæti les- ið það með honinn. Með venjulegum prentstöfum, eins og glæpamenn tíðast nota, var þeim ókurteislega skipað að koma til Posada del Mar klukk- an nákvæmlega tíu mínútur fyrir ellefu, taka sér borð á gangstéttarkaffihúsinu úti við götuna og panta café con leche fyrir tvö, einn créme de menthe og einn koníak. Hank braut saman miðann og stakk honum í vasann. — Ég veit hvar þessi staður er, sagði hann. — Þetta er bar á Gran Via. Hann leit á úrið sitt. — Klukkan er næstum tíu, sagði hann. — Ef við förum ekki beint og göngum hægt, náum við þang- að nokkurnveginn í tæka tíð. Þau fóru út úr hótelinu o<? beygðu til hægri, gengu til Plaza de Canovas og að gos- brunninum á miðju torginu, gos- brunninum, sem Kay sá ofanúr gluggunum sínum. Þau gengu í kringum brunninn og inn í garð- inn Plaza de Lealtad, gegnum hann og áfram upp á Paseo del Prado. Þau gengu yfir að gang- stéttinni sem lá eftir miðju stræt- inu. Þar námu þau stundarkorn staðar meðan Hank hjálpaði henni að leggja stuttjakkann yfir axlirnar. Hún sá að það var enginn það nærri, að hann gæti með nokkru móti heyrt til þeirra. — Við getum talað saman núna, er það ekki? spurði hún lágt. — Jú, svaraði hann. — Það er Trask, sagði Kay, — Charles hefur ekki verið rænt, er það? Þetta er allt hluti af áætlunum Trasks. — Ég býst við því, sagði Hank. Hún greip andann á lofti. — Ertu ekki viss? — Ég veit ekkert, sem þú veizt ekki, Kay, en — jú, jú, auðvitað er ég viss. Rétt í svip þorði ég ekki annað en að hafa vaðið fyrir neðan mig. Ég vildi ekki vera allt of öruggur, ef það væri einn möguleiki á móti milljón, að ég hefði rangt fyrir mér. Drottinn minn, ef þetta er ekki að undirlagi Trasks, ef þessi brjálæðingur í símanum er raunverulegur — ne, þetta er örugglega Trask. Blýanturinn, Kay, mannstu ekki eftir honum? Hversvegna hafði hann annars viljað fá hann hjá þér? — Skrúfblýanturinn hans Charles? spurði hún. — Auð- vitað! Þessvegna vildi hann fá hann. Til þess að láta barnsræn- ingjann sanna, að hann hefði Charles. En sú ófreskja sem þessi Trask er! Að gera okkur þetta! Ég vona til guðs, að ekkert svona hræði- legt eigi eftir að henda mig aft- ur. — En það hreif, sagði hann. — Þú áttir alls ekki von á þessari símhringingu. Áfallið var full- komlega eðlilegt í eyrum þeirra, sem hlustuðu. Og það var það sem Trask ætlaðist til. Framhald í næsta blaði. LILUU LILUU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búS LOXENE - og flasan fer 2. tbi. VIKAN49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.