Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 34

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 34
SÚTAÐAR GÆRUR TRIPPASKINN KÁLFSKINN * Mikið úrval * Hagkvæmt verð Sútunarverksmiðja SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250 Einnig Laugavegur 45 Sími 13061 34 VIKAN 2-tbl- aðalræðismaður Stóra-Bretlands í Levuka. Nú eða aldrei skyldu Fijieyj- ar verða brezkar, en ekki banda- rískar. Af einhverjum ástæðum hefur Fijimönnum líkaði betur við Breta en Bandaríkjamenn, því þegar árið 1958 hafði Chakom- bau boðið Englandi eyjar sínar, en gjöfin þá ekki verið þegin. En þegar hér var komið — á árunum upp úr 1870 — voru Bandaríkin orðin Bretlandi erf- iður keppinautur í verzlun og siglingum á Kyrrahafi. Áhrif Bandaríkjanna á Havaí fóru sí- vaxandi, og því tók Stóra-Bret- land tilboði Chakombaus í þetta sinn. Þar með var punktur settur aftan við blóðugasta kaflann í sögu þessara suðurhafseyja. Og Fijimenn nútímáns tala mjög ógjarnan um forfeður sína á nítjándu öldinni. Ferðamenn, sem til eyjanna koma, ættu helzt ekki að færa hina blóðugu for- sögu þeirra í tal við íbúana. Fijimenn kunna allir að lesa og skrifa — kannski þó að frá- töldu elzta fólkinu úti í þorpun- um — og allir eru þeir mjög vel kristnir, flestir Meþódistar, Angl- íkanar og kaþólikkar. Fijieyjar eru meðal hinna stærri eyjaklasa í Kyrrahafinu. Þær teljast til Melanesíu, en Tongaeyjar, sem tilheyra Pólý- nesíu, er á næstu grösum. í dag eru eyjarnar byggðar af 220.000 Indverjum (afkomendum plant- ekruverkamanna, sem farið var að flytja inn fyrir sjötíu árum), 180.000 Fijimönnum, það er að segja frumbyggjum eyjanna, og um 20.000 manns af öðrum þjóð- um — Asíumönnum öðrum en Indverjum, Evrópumönnum og kynblendingum. Nú eru Indverjarnir farnir að krefjast sjálfstæðis fyrir eyjarn- ar. Vilja þeir að meirihlutastjórn íbúanna taki þar við völdum, hvað myndi hafa í för með sér að þeir hefðu yfirhöndina, sem stærsta þjóðarbrotið. En þeir segja að þjóðernishlutanum skuli tryggð öll grundvallarréttindi. Þetta mega Fijimenn ekki heyra nefnt. Samkvæmt samningi þeim, er Chakombau konungur gerði við Breta 1874, skyldi allt jarðnæði í eyjunum verða áfram í eigu frumbyggjanna. Og nú segja Fijimenn, að engin þörf sé lengur fyrir Indverja þar á eyjunum. Nú megi þeir hypja sig. Rígurinn milli þjóðarbrot- anna tveggja hefur farið vaxandi og er nú orðinn að alvarlegu vandamáli. Að frádregnum Havaíeyjum eru Fijieyjar framþróaðasta samfélag í eyjaheimi Kyrrahafs- ins. Þar hafa verið blómlegar sykurplantekrur frá því á árirn- um fyrir aldamótin, ávaxtarækt er þýðingarmikill atvinnuvegur og námugröftur hefur verið haf- inn, þótt í smáum stíl sé. Plantekrurnar höfðu í för með sér stóraukna þörf fyrir vinnuafl, og þessvegna voru Indverjarnir fluttir inn. Fyrst var til þess ætlazt, að þeir yrðu sendir heim eftir að ráðningartími þeirra var útrunninn, en úr því varð ekki. Og nú eru Indverjar orðnir stærsta þjóðarbrot Fijieyja. Beinlínis öll verzlunarviðskipti eyjanna eru í þeirra höndum. Upprunalega voru þeir því sem næst þrælar hvítu mann- anna, en nú eru þeir orðnir at- hafnamenn af því tagi, sem hvert þróunarland hefur flestu fremur þörf fyrir. Það eru Indverjarnir, sem standa undir sykuriðnaðin- um. Það er ekki einungis, að verkamennirnir í'þessum iðnaði séu Indverjar, heldur stunda menn af þeirri þjóð einnig sykur rækt á jörðum, sem þeir taka á leigu. En þeir eru óvinsælir af öðr- um eyjaskeggjum. Sjálfir telja þeir sig ranglæti beitta og bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Meðan nýi tíminn hefur smátt og smátt verið að festa sig í sessi á eyjunum, hafa frumbyggjarnir lifað kyrrlátu lífi í þorpunum sínum, fiskað í soðið fyrir einn dag í einu, ræktað kókoshnetur og aðra ávexti og grafið svolítið upp af gulli þegar þörf hefur ver- ið á reiðufé. Tilvera þeirra hef- ur aldrei formyrkvazt af búk- sorgum og þenkingum út af morgundeginum. Það má segja að þeir hafi lifað þægilegu og áhyggjulitlu lífi; verið dæmi- gerð suðurhafseyjaþjóð. En nú hefur það runnið upp fyrir mörgum fyrirmannanna í þorpumnn, að fólkið hafi lifað alltof fyrirhyggjulausu lífi og látið hjá líða að koma mörgu nauðsynlegu í verk. Nú orðið sést þetta í næstum hverju fijiísku andliti; menn vilja fyrir hvern mun sýna og sanna að þeir standi Indverjum í engu að baki. Það er sem þessi þjóð, sem til skamms tíma var mjög frumstæð, hafi skyndilega vaknað til lífsins; hún vill nú láta til sín taka og hagnýta alla þá möguleika og þau réttindi, sem hún hefur. Og sennilega vilja Fijimenn öllu framar styrkja og leggja áherzlu á þá aðstöðu, sem þeir hafa sem frumbyggjar eyjanna og rétt- mætir eigendirr þeirra. Þær alvarlegu óeirðir, sem brutust út 1960, voru kannski fyrst og fremst afleiðingar þess- arar vakningar. Verkföll voru gerð, verzlanir voru rændar og fólk drepið. Hvor aðilinn um sig ásakaði Breta fyrir að taka svari hins. Fijimenn segja, að Indverj- arnir arðræni eyjarnar efnahags- lega, en Indverjarnir líta hins- vegar á frumbyggjana sem let- ingja, sem fyrst og fremst hugsi um að hafa sem mest gagn af striti Indverjanna. Og stjórnin í Suva á fullt í fangi með að leysa hlutverk sitt af hendi þannig, að báðum að- ilum líki. Frá báðum hliðum er farið fram á skilning og hófsemi, en hvorugir vilja gefa eftir. Hinir innfæddu Fijimenn eru nú í vaxandi mæli teknir að neita að endurnýja leigusamn- inga, sem gerðir hafa verið við Indverja um ræktun á sykur- plantekrum. Þetta er gert með því fororði, að nú þurfi Fiji- menn sjálfir við alls síns ræktar- lands. Margir indverskir smábændur eiga því ekki annars úrkosta, en að láta sér nægja einhvern magr- an jarðarskika uppi í fjöllum, þar sem þeir verða að leggja á sig margra ára strit áður en þeir geta átt von á fyrstu uppsker- unni. í borgum og bæjum eru það hinsvegar Indverjarnir, sem stjaka Fijimönnum til hliðar. Þar eiga frumbyggjarnir fárra kosta völ. Allar verzlanir eru reknar af Indverjum, að frátöld- um nokkrum stórum vöruhúsum, sem eru í eigu Ástralíumanna, allir leigubílstjórar eru Indverj- ar, sömuleiðis allir handverks- menn, götusóparar, strætisvagna- stjórar og skraddarar. Það er því orðið erfitt að brúa það djúp, sem myndazt hefur milli þjóðarbrotanna tveggja. Flestir Indverjanna eru fædd- ir á Fijieyjum og samfélag þeirra þar á sér þegar nokkurra kynslóða þróun að baki. Sú þró- un hefur skapað sérstaka lífs- hætti. Fiji-Indverjar eiga ekki lengur margt sameiginlegt með íbúum móðurlandsins. En þó hafa þeir ekki ennþá fullkomlega tekið upp siði og háttu Vesturlandamanna. Hvað þetta snertir eru þeir einhvers- staðar miðja vega á milli Vest- urlanda og Indlands. Þeir blanda lítið blóði við hvíta menn og frumbyggja og margir þeirra tala ekki ensku. Nú fer í hönd ráðstefna í Lun- dúnum, þar sem rædd verður framtíð þessara eyja. — Við getum slakað á kröfum okkar að vissu marki, segir einn af leiðtogum Fijimanna, Ratu T. T. Mara. — Við krefjumst sömu mögu- leika og réttinda og innfæddir Fijimenn hafa, segir áhrifamik- ill Indverji, A. D. Patel. — Báðir aðilar verða að láta vmdan, segir landsstjórinn á Fijieyjum, Sir Derek Jakeway. Hverjum ókunnum manni, sem kemur til einhvers þorpsins á Fijieyjum, þar sem frumbyggj- arnir hafa þjóðlegar venjur í heiðri, er fyrr eða síðar boðið upp á kava, og það er eitthvað áhrifamikið við þennan gamla sið, sem felur í sér að gestm-inn er boðinn velkominn. í stríði og friði, við hjónavígslur, fæðingar og jarðafarir voru kavaserimóní- urnar og kavadrykkjan þýðingar- meiri liður í lífi Fijimanna fyrri

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.