Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 45
afrek fram yfir eina eða tvær yfirsjónir á öðrum sviðum. Ég varð að berjast hreystilega til þess að Spijkerinn hlyti þann heiður, sem honum bar. Hann náði til Parísar, ekki aðeins án þess skift væri um nokkum veigamikinn hlut, heldur einnig án þess að nokkur vélamaður kæmi nærri því í 80 daga að fylgjast með gírkassanum eða herða ró. Bíllinn var ævinlega jafn áreiðanlegur, ending hans og orka var meiri en nokkurs hinna. Ég bjargaði Spijkernum undan svikráðum þeim, sem honum voru búin. En ég barðist árang- urslaust fyrir félaga mínum frá Góbíeyðimörkinni, sem sýndi meira óbugandi hugrekki en hægt er að lýsa. Ég gat ekkert gert, sem fengi forstjórann til að falla frá ákvörð- un sinni. Áfram þokaðist lestin, að mestu leyti fyrir tilstilli vélamanna de Dion, því de Dionarnir biluðu nú svo ört og svo hlálega, að það var líkast lélegri skrípamynd frá dög- um þöglu kvikmyndanna. Hvar- vetna var þeim tekið með mikl- um fögnuði, og ef handtaka God- ards hafði einhver áhrif á þá Cor- mier og Collignon, fóru þeir af- ar vel með það. Síðasti viðkomu- staðurinn fyrir París var smá- þorpið Enghien, um 13 kílómetr- um fyrir utan borgina. Þar höfðu verið gerðar ráðsafanir til að hópurinn gæti fengið að vera í næði, en það var útilokað öðru vísi en með sérstökum ujidirbún- ingi. Samt safnaðist að hópur for- vitinna áhorfenda, sem vissi raunar ekki almennilega hvað var á seiði. Þegar bílarnir voru í þann veg- inn að leggja af stað, Bizac, Collignon og Frijling höfðu tekið sér stöðu við startsveifamar, varð kurr meðal mannfjöldans í kring. Maður nokkur ruddist í gegn og þaut upp í ökumannssætið á Spijkernum. — Tilbúnir! hróp- aði Charles Godard. Bicac og Collignon tóku í sveif- arna rog bílarnir ruku í gang. Frijling hikaði, leit á víxl á God- ard og du Taillis. — Snúðu, hrópaði Godard óstyrkur, og Frijling gegndi. Godard sneri sér að du Taillis: — Ca va? Allt í lagi? Ca va! Godard hallaði sér áfram og klappaði á vélarhúsið á Spijkern- um eins og hestamaður klappar fáki sínum á makkann. — Gamli góði Spijkerinn minn, sagði hann. Svo rak hann upp þumalfingur- inn. Hann brosti, svo glampaði á tennumar: — Ca va! f sama bili stóðu tveir menn við hlið Spijkersins, Godards megin og fleiri nálguðust. — Út með þig, sagði annar. Svar Godards er óprenthæft. En maðurinn lét sig ekki. Enda Var hann á launum frá heiðurs- manninum Monsieur Jules Made- line, aðalforstjóra Le Matin. — Út, eða við drögum þig, sagði hann. — Látið manninn vera, sagði du Taillis. Godard kippti til sín hendinni, sem annar maðurinn hafði tekið í, og setti bílinn í gír. Aðkomumaðurinn sló snöggt með handarjaðrinum á úlnlið Godards. Svo hófust átökin við að ná God- ard út úr bílnum. Du Taillis tók af sér gullspangargleraugun og stökk út úr bílnum. Stór svoli kom aftan að honum, tók hann föstum tökum og sagði honum að láta ekki eins og fífl. Cormier sat undir sínu stýri og horfði á. Collingnon horfði í aðra átt, eins og hann vildi ekki sjá þetta. Godrad réði ekki við margnum. Hann var ofurliði borinn. Tveir lögreglumenn komu að, en vissu ekki hvað var að gerast. — Tak- ið hann, sagði einn svolanna. — Látið hann kólna. Hann er að reyna að eyðileggja síðasta hluta leiðangursins. Lögreglumönnun- um fannst það auðskilið. Þeir tóku Godard á milli sín. Það var froða í niðurdrégnum munnvik- unum — og — það var enginn vafi — maðurinn var að gráta. — Jean, hrópaði hann. — Charles, svaraði du Taillis. Du Taillis var enn haldið. Svol- inn reyndi að róa hann. — Láttu ekki eins og asni. Þetta kemur þér ekki við, kunningi. Þetta er ekki þinn bísnis. — Bísnis! hrópaði du Taillis. — Djöfullinn hirði þennan skíta- bíssnis. aHnn reif sig lausan og tók sér stöðu frammi fyrir God- ard. — Og ég vinn fyrir þessi svín, sagði hann loðmæltur. Svo sneri hann sér við og gekk í átt- ina út úr mannþvögunni. Það var eins og hann ætlaði að hverfa. Svo kom hann aftur. -— Godard, sagði hann. — Uh. — Annar hvor okkar verður að gera það. Úr því þér er meinað það, verð ég að gera það. Ég keyri hann á leiðarenda. — Hvað? — Ég ek Spijkernum inn í París. Hvernig eru gírarnir? Á 10 þúsund kílómetrum hefur mér ekki tekizt að læra það. Það bráði af Godard af áhuga fyrir því, sem du Taillis var að segja. — Ætlar þú að keyra Spijker- inn minn inn í París? — Já. Kenndu mér bara á gir- ana. — Þú snertir hann andskotann ekki! Ég fer ekki að láta þig klessukeyra bílinn minn. Hver fjandinn heldurðu að þú sért — bílstjóri? — Nei, svaraði du Taillis. Svo strauk hann tárin af augum God- ards með þumalfingrinum, steig upp í Spijkerinn og kinnkaði kolli til Frijlings. — Tilbúnir? hrópaði Cormier. Og bílarnir lögðu af stað, síð- asta spölinn til Parísar. — Ertu þú Godard? spurði ann- ar lögreglumannanna. Borghese prins naut sigursins heima á ítalíu og ítalan var sýnd á bílasýningum víða um heim, var til dæmis ásamt de Dionbíl- unum aðaluppistaðan í bílasýn- ingunni í London 1908. Síðar flæktist hún til Bandaríkjanna, en við heimkomuna slysaðist hún í höfnina í Genúa, og var um síð- ir náð upp hálfónýtri. 'Þá var hún látin grotna niður, en síðar skinn- uð upp aftur og er nú í Museo Nazionale dell ‘Automobile í Tórínó, þar sem hún er enn til sýnis. Kona fór frá prinsinum, án þess að um skilnað væri að ræða, og hvarf síðan án þess vitað væri til fulls með hverjum hætti, að- eins taska hennar og hanzkar fundust á vatnsbakka. Tveimur árum síðar kvæntist Borghese aftur, en lifði aðeins sjö mánuði eftir það. Barzini varð frægastur blaða- maður á Ítalíu, og barzinismo er nafn á ákveðnum stíl, sem hann er talinn höfundur að. 1922 fór hann frá II Corriere della Sera og fluttist til New York, þar sem hann stofnaði II Corriere d'Ame- rica. Sonur hans, Luigi, var líka frægur blaðamaður ,stofnaði ár- ið 1925 blaðið II Globo í Róm. Hann var enn á lífi til skamms tíma, rithöfundur og átti sæti á ítalska þinginu. Ettore Guizzardi dó í Róm 1963, 83 ára að aldri. Cormier fór á skytterí eftir komuna til Parísar og hélt síðan áfram að vinna hjá de Dion. Du Taillis tók sér fyi-st vænt frí með konu sinni, en hélt síðan áfram blaðamennsku — hjá öðru blaði. Charles Godard sat aldrei í fangelsi, heldur var dæmdur til að endurgreiða sendiráðsmönn- unum í Peking, sem hann hafði féflett .Til þess að afla nauðsyn- legs fjár, fékk hann bílaframleið- anda til að senda sig í annan kappakstur, sem Le Matin efndi til, Coupe du Monde, þar sem þátttakendum var gert að aka frá New York til Parísar — um Japan! Bíllinn var af gerðinni Motobloc, og með sér tók hann 19 ára kvikmyndatökumann. Godard lagði af stað jafn slælega undirbúinn og fyrri daginn, með kampavínskassa í farangrinum, en mótorinn hafði bilað áður en hann náði Kyrrahafsströnd Ame- ríku. Hann kom til San Fransisco með bílinn á járnbrautarlest, en var vísað frá keppni. Auguste Pons skráði sig einnig til þessar- ar keppni, en neyddist til að hætta við, áður en hann kæmist frá Ameríku. Hann settist um kyrrt, kvæntist og eignaðist eina dóttur, óperusöngkonuna Lily Pons. Þrátt fyrir frásagnir af afrek- um Spijkersins, sem du Taillis var ótrauður við að koma á fram- færi, var haldinn sérstakur stjórnarfundur hjá Spijkerverk- smiðjunum þrem vikum eftir innreiðina í París og Jacobusi Spijker velt úr stóli. Og hinn 1. apríl 1908 varð fyrirtækið gjald- þrota. Lánadrottnarnir fengu 25% af því, sem þeir áttu inni, en að því Ioknu var stofnuð ný Spijkerverksmiðja, sem sam- stundis varð öflug og fjárhags- lega sterk. f fyrra stríðinu var farið að framleiða þar flugvélar, en 1927 var verksmiðjan lögð niður fyrir fullt og allt. Bruno Stephan varð prófessor í Delft, auk þess sem hann varð forstjóri Fokker Aircraft og ráð- gjafi tyrkneska varnarmálaráðu- neytisins. Hann var enn á lífi fyrir skömmu. Aldrei síðan 1907 hefur verið UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ö A . HVAR E R ÖRKIN HANS N O A? Það er alltaf sami leikurlnn i henni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans N6a elnhvers staðar í blaðinu og hcitir góðum verðlaunum handa þeim. sem gctur fundið örkina. Verðlaunln cru stór 'kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn er auðvitað Sæigætisgcrð- in Nói. Örkln er á bls. vA Síðast er dregið var hlaut verðiaunin: Sveindís Sveinsdóttir, Lækjarkinn 2, Hafnarfirði. Vinningana má vitja í skrifstofu Vikunnar. 2. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.