Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 43
— Ég veit það ekki, það getur verið vegna þess að Molly Parson kemur stundum hingað, með þessa óendanlegu kavalera sína. Nú varð Bernard steini lostinn. — Jæja, koma þau stundum hingað, ég meina, kemur hún með karl- menn hingað? — Jó, við og við, sagði Margaret. — Hún kemur með þá til að láta mig líta á þá fyrir sig, ég á að vera ráðgjafi hennar. — Furðulegt, sagði Bernard. — Þú hefur aldrei sagt mér frá þessu. — Mér fannst þetta svo bjálfa- legt, sagði Margaret, og hún varð að hafa sig alla við, til að láta hann ekki heyra ánægjuna í rödd sinni. Nú vissi hún að allt myndi verða í lagi. Auðvitað var hún ekki hamingjusöm lengur, en allt var samt í lagi. Erfiði hennar ætlaði að bera árangur. Eftir þetta myndi eiginmaður hennar ekki þora að setja allt á annan endann, með því að fara að skrifta fyrir henni. Hún sá það á svipnum í augum hans, að hann var að velta því fyrir sér, hvort ekki gæti verið eitthvað í sögum gamla mannsins......... ☆ Og ég vinn fyrir þessi svín Framhald af bls. 15. gert. Haltu bara á því. Vagninn var nú gersamlega horfinn. Fólkið á ökrunum hafði einnig tekið á rás. Godard stundi. — Ég þori að veðja að þetta hef- ur Borghese skilið eftir, sagði hann. •— Við skulum skilja það eftir í næsta þorpi. — Hægar — hægar! hrópaði Stephan, en það var of seint. Strætið tæmdist, þegar hávað- inn af Spijkernum bergmálaði um það, og fólkið faldi sig inni í húsunum. — Skildu það eftir á dyraþrepi, sagði Godard. Það er ekki hægt, svaraði Stephan. — Það verður drepið. Fólkið heldur, að það sé púki, sem við höfum magnað. — Þú ert heybrók, sagði God- ard. — Jæja, komdu þá uppí. Við reynum annars staðar. Hann ók varlega að næsta þorpi og nam staðar utan við hliðið. Stephan gekk inn á þorps- götuna með barnið í fanginu. Kona kom á móti honum. Hún fór í sveig til að forðast hann, en Hollendingurinn hljóp til henn- ar, rétti fram barnið og brosti. Konan tók ofsalegt viðbragð. — Njet, njet, hrópaði hún, eins og henni hefði verið sýnd opinber svívirðing. Stephan nam staðar í örvæntingu, og önnur kona kom út úr húsi að sjá hvað væri á seyði. Stephan bauð henni bamið, mjög kurteislega. Hún hristi höf- uðið og hljóp aftur inn. Gatan var alauð, en tugir augna fylgdu unga, Ijóshærða manninum. God- ard setti aftur í gang og ók að & ST'flHREIN FRAMLEIÐANDl: SÓLÓHÉ8GÖGN HF. HRINGBRAUT121 SÍMC21832 kirkjunni við hinn enda þorps- götunnar. Stephan fór aftur á kreik með barnið. Hann var að laumast upp kirkjutröppumar, þegar þorpspáfinn kom út úr kirkjunni .Stephan brá hart við og slengdi barninu í fangið á hon- um, þaut til baka, hentist upp í bílinn og Godard reif af stáð. Hendur Godards voru nú orðn- ar skinnlausar og sollnar, af við- stöðulausum akstri, enda voru stýri þessara tíma ekki eins var- in fyrir höggum eins og nú tíðk- ast. Stephan varð þessu feginn, því nú neyddist Godard til að stanza og hvíla sig við og við. En það voru engin veruleg grið gefin. Godard þrælaðist áfram. Þeir lentu í ýmsum vandræðum, meðal annars þrengdi sér upp á þá greifafrú ein í Úralfjöllum, sem hafði strengt þess heit að snúa ekki aftur heim, fyrr en Godard hefði leyft henni að sitja í svolítinn spotta. Hún var draug- full og þeir ætluðu að reyna að 2. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.