Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 17
Með Kay sér við hlið fékk Hank Wallace sér herbergi á hótelinu, afhenti vegabréfið • sitt, sem leit eðlilega og sakleysis- lega út, en var samt að fullu og öllu falsað. Hann áritaði með nafni Bruce Randall nokkrar ferðaávísanir og gjaldkerinn lét hann hafa búnt af pesetum og handfylli af smámynt. Enn, með Kay við hlið sér, sendi hann sím- skeyti til Aþenu og útskýrði fyr- ir unnustu Bruce Randall, án þess að nokkuð gæti vakið henni ótta, að hann og Charles myndu tefjast nokkuð í Madrid. Hann undirritaði skeytið með nafni Bruce Randall. Hann sagði við Kay, ekki of hátt, en nógu greinilega til þess að alJir, sem legðu eyrun við, gætu heyrt: — Ég veit ekki, hvort ég ætti að senda móður Charles í Mexícó skeyti. Ég vildi síður gera hana hrædda, en ef hún frétti af þessu, ætti það að vera frá mér. Kay kæfði niður löngun til að grandskoða andlitin í kringum sig og komast að því, hvort ein- hver væri að hlusta, hefði á- huga fyrir þeim, en svaraði: — Geturðu ekki beðið einn eða tvo klukkutíma, áður en þú ákveður það? — Ég býst við því, sagði hann. — Það væri leiðinlegt að gera móður hans óttaslegna að á- stæðulausu. Vikadrengur hafði komið töskunum hans tveimur fyrir í herberginu, hinum megin við ganginn, gengt herbergjum Kay, og var nú önnum kafinn að bíða eftir þjórfénu. Hann stakk því í vasann, þakkaði fyrir sig og fór. Hank tók lykla Kay af henni, opnaði dyrnar og gekk á eftir henni inn í setustofuna. Hún vissi, að herbergið var hlerað, og það vakti með henni undar- lega kuldatilfinningu. Hún yrði að muna að tala eins og Hank hafði gert niðri í forsalnum, greinilega, en án óeðlilegrar á- herzlu, eins og hún væri ekki að tala fyrir áheyrendur. Og raunar varð hún að losa sig við þá tilhugsun, að nokkur væri að hlusta á hana, en það myndi að sjálfsögðu vera ógerningur. Hún velti því fyrir sér, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að þeir gætu einnig séð til þeirra? — Ungfrú Taylor, sagði Hank, — klukkuna vantar tuttugu mín- útur í níu. Þetta hefur verið erf- iður dagur hjá þér, og mér líka. Ég sting upp á, að við hvílum okkur stundarkorn, og svo kveð ég dyra hjá þér, eftir klukku- stund eða svo. Við skulum fá okkur drykk niðri. Þetta er einn af mínum uppáhaldsbörum í heiminum, og ef Charles verður ekki kominn aftur klukkan tíu, fáum við okkur kvöldmat án hans. —i Kakkteill og kvöldmatur, sagði Kay. — Mér þykir það leitt Randall, en ég er ekki viss .... — Ekki viss um, að þú sért í skapi til þess? Ungfrú Taylor hlustaðu á mig. Hann talaði með stríðnislegri alvöru. — Iliminn- inn er ekki að hrynja. Heimurinn er ekki að farast. Drengur hefur strokið. Straukst þú aldrei heim- an frá þér, þegar þú varst krakki? — Ja — jú, raunar tvisvar. Með allt úr sparibauknum. Ég komst út í sjoppuna á horninu og sneri svo h'eim aftur, félaus og með ógleði. — Stúlkur kunna ekki að hlaupast á brott, sagði Hank. — Ég þori að veðja, að foreldrar þínir hafa varla orðið smeykir. Þegar ég var strákur — jæja, Charles hefur strokuhæfileikana frá mér. Ég skal segja þér frá því, meðan við fáum okkur kokk- teilinn. Talaði ég of óljóst. Vertu kát, þetta er ekki alvarlegt. Charles er sérfræðingur í því að hlaupast á brott. Láttu ekki strákinn spilla fyrir þér ánægj- unni af því að vera í Madrid. Það var hluti af samningnurí, mundu það. Farðu í bezta kjól- inn þinn, settu upp bezta bros- ið, hresstu þig upp! Þetta er skipun, ungfrú Taylor. — Já Randall, þakka þér fyr- ir. — Svo sjáumst við bráðum. — Ég skal vera tilbúin, sagði hún, brosandi. Hún stóð langa lengi við gluggann í setustofunni, horfði niður á fallegan, upplýstan gos- brunninn fyrir neðan sig, hvern- ig vatnið ýrðist eins og gull um- hverfis styttuna af Neptúnusi með þríforkinn á lofti, og stóra steinhesta. Með kvöldinu hafði heitur sveljandi síðdegisins breytzt í svala og hressandi golu. Kvöldið var friðsælt og rólegt, jafnvel umferðin á torginu var lágværari en yfir daginn. Svo sló stór klukka níu hljómmikil högg. Kay setti úrið sitt eftir henni, henni flaug í hug, hvort þeir myndu einnig vera að setja úrin sín. Hún hafði tekið einn kvöld- kjól með sér. Fölbláan chiffon- kjól með stuttu, víðu pilsi, og blússu með hundrað litlum fell- ingum og hlírum úr tvinnuðu silki. Hún hafði séð þennan kjól í búðarglugga á Madison Avenue og fallið fyrir honum. Hann var dýr; hún át ekki ríkulega í næsta mánuði. Meðan hún smeygði sér í kjól- inn minntist hún þess, að henni hafði ekki flogið í hug fyrr en í gær að taka hann með sér. Að- eins í gær? Þetta var ekki kjóll handa kvenlegum varðengli fyr- ir lítinn dreng, né einmana ferðalangi í framandi landi. Hún gat aðeins farið í hann, ef hún skyldi rekast á einhvern karl- mann. Hver og einn sómasam- legur maður myndi svo sem nægja, en betra væri að hann væri ungur og aðlaðandi; að hann byði henni út að borða og hefði efni á að fara í það ríkulega umhverfi, sem kjóllinn átti skil- ið. Hún vissi svo sem að það var afar lítill möguleiki að það gerð- ist á þessum fáu dögum hennar í Madrid, en hún hafði stungið honum niður engu að síður. Hann var svo léttur og það fór svo lítið fyrir honum. Það skipti ekki máli, þótt hann færi með. Hún setti upp perlueyrnalokka hálsfesti úr iitlum, fallegum perlum, renndi á sig þremur mjó- um gullarmböndum. Hún mál- aði sig vandlega, setti ofurlítið dökkblátt á augnahárin, lilla- bláa augnskugga, fölbleikan varalit. Svo tók hún með sér kvöldjakka úr mjúkri, hvítri ull. Hún leit í stóra spegilinn til að sjá, hvort hún hefði sómasam- lega „fest sig upp.“ Hún var ánægð með árangurinn. Ef þetta hefði verið á öðrum tíma og öðrum stað, hefði hún ef til vill tekið eftir því að sniðið á kjólnum kom henni til að sýn- ast hærri og grennri, spengilegri, en hún var eða þurfti að vera. Að yfir bláum kjólnum virtist hárið silfurljósara og hörundið útiteknara, augun ofurlítið djúp- blárri, en nú sá hún aðeins, að allt var í lagi og kjóllinn fór henni vel, hárið var eins og það átti að vera, það glampaði ekki á nefnið, varaliturinn sat rétt. Hann bankaði á dyrnar. Kay opnaði og Hank Wallace kom inn og lokaði á eftir sér. Hann leit á hana frá hvirfli til ilja, eins og hann nyti þess reglu- lega vel, en röddin var nákvæm- lega eins og vera bar, rödd manns, sem átti undurfagra unnustu, sem beið hans í Grikklandi. — Ljómandi, sagði hann. — Þú lítur ljómandi vel út, ungfrú Taylor. — Þakka þér fyrir. Ekkert frétt af Charles? — Nei, ekkert frétt af Charles, sagði hann. — Ég heiti þér því, að þú verður sú fyrsta, sem fær að vita um það þegar það gerist. Síminn hringdi og hún stökk á fætur með ofurlitlu ópi hún sagði glaðlega um leið og hún gekk yfir herbergið í áttina að rósaviðarborðinu: — Þarna sérðu, ég er ekki lengur tauga- óstyrk né full af áhyggjum. Og ég verS sú fyrsta til að vita það. Þetta hlýtur að vera Charles — eða um Charles. Hún lyfti sím- tólinu. — Halló, sagði hún. — Ungfrú Taylor? i — Já, svaraði hún. — Ungfrú Kathryn Taylor? Kölluð Kay? — Já, svaraði hún. — Setztu Kay, það er kannski bezt fyrir þig að setjast. — Hver er þetta? spurði hún. Þetta var amerísk rödd, þýð rödd; ósvífnin var hrollvekjandi. Hún minnti hana á aðra rödd, sem hún hafði einu sinni þekkt. F.yrstu ár hennar í New York hafði klámfenginn aðdáandi hringt til hennar á hverju kvöldi. Lögreglan hafði aldrei getað haft upp á honum. Kay hafði flutt laumulega í aðra íbúð og símanúmer hennar var ekki í skránni. Eftir um það bil hálf- an mánuð án þess að hafa heyrt röddina, gat hún aftur sofið um nætur. Það var mjög svipað rödd þessari, bjó yfir sömu und- irförulu mannvonzkunni. Hún ætlaði að fara að skella á, en um leið minntist hún orðanna, sem Trask hafði látið út úr sér: — Þú átt að búast við öllu, en ekki vera búin undir neitt. Hún hélt tólinu aftur að eyranu. — Hver ert þú? spurði hún. — Setztu Kay og við skulum tala saman. Það er um strákinn, sem þú ert að leita að, strák, sem heitir Charles Randall.... — Þú hefur fundið hann! Þú veizt, hvar hann er? Hvað ertu að gera? Hvað ertu að reyna að gera? Hvar er hann? — Þetta, Kay, er of mikið. -— Hvað? Hvað ertu að segja? — Ég sagði þú spyrð of margs. Þú vilt fá þennan Charles aftur? Heldurðu, að pabbi hans, þessi auðugi pabbi hans, vilji raun- Framhald á bls. 49. FRAMHALBSSAGAN 5. HLUTI EFTIR WILLIAM OG AIIDRY ROOS 2. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.