Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 27
Á eftirstríðsárunum stundaði
hann listnám í Akademíu Stóra
Kofans og: málaði á Montparn-
asse. Síðan kynnti hann sér Grop-
ius og nýsköpun Bauhaus-skólans
og gerðist boðberi hennar hér-
lendis. Og undanfarin ár hefur
hann helgað sig því merka braut-
ryðjendastarfi að safna heimild-
um um mótun og þróun íslenzkrar
byggingalistar, sem lítt hefur ver-
ið hirt um af nútímamönnum,
þótt hér sé um að ræða einn
merkasta þáttinn í menningar-
sögu þjóðarinnar, þátt, sem við
þurfum varla að skammast okkar
fyrir frekar en hókmenntimar.
Trúlega er fátt eða ekkert
hugverk jafn vonlaust til
árangurs og að reyna að
komast til skilnings á sjálf-
um sér, umhverfi sínu og
samtíð án þekkingar á fortíðinni,
sögunni. Að týna sögu sinni er
óbætanlegt stórslys fyrir hverja
þjóð, sem fyrir slíku óhappi verð-
ur, er líkt ástatt og mann, sem
misst hefur minnið. Nú má ef til
vill segja að við íslendingar, sem
sportum okkur með titla eins og
söguþjóðin, þurfum ekki að óttast
neitt þessháttar. En það er öðru
nær.
Sú gagngerða bylting í atvinnu-
og þjóðfélagsmálum, sem átt hef-
ur sér stað á þessar öld, varð
með svo ruddalega snöggum
hætti að heita má, að tengslin
milli elztu kynslóðar og þeirrar
yngstu hafj méð ölfu slitnað.
Gamalt fólk, sem fætt er um
aldamót eða fyrir þau, skilur bet-
ur hugsunarhátt forfeðra sinna á
tímum Brynjólfs biskups og Hall-
gríms sálmaskálds, en barna-
barna sinna. Og barnabörnin
botna varla miklu meira í hugar-
heimi afa og ömmu en þeirra
Brynjólfs og Hallgríms.
Slík tengslaslit hafa auðvitað
áhrif í þá átt, að unga fólkið
missi áhuga á sögu þjóðarinnar
og þeim margvíslegu þáttum
menningar, sem sköpuðust og
þróuðust í þúsund fátæktarár,
áður en bíllinn tók við af hest-
inum og togarinn af þilskipinu
og árabátunum. Og þeim mun
meiri nauðsyn er að halda þeim
áhuga við, hlúa að honum og
glæða hann eins og loga í hlóð-
um. Til þess að það megi takast,
er vel til fallið að vekja athygli
á þeim þáttum menningar okkar,
sem til þessa hefur verið gefinn
minni gaumur en öðrum. Það er
á flestra vitorði, að hvað bók-
menntir snertir þurfum við ekki
að vera feimnir við að bera okkur
saman við hvaða aðra þjóð sem
er, að hitt munu færri vita, að
við eigum stórkostlegan auð þjóð-
laga, sem furðulítið hefur verið
sinnt og merkilega og sér-
stæða fortíð í byggingalist, svo
eitthvað sé nefnt.
Virkasti áhugamaður um arki-
tektúr hérlendis mun vera Hörð-
ur Ágústsson, listmálari. Tvö
síðustu árin hefur hann helg-
að sig eingöngu rannsóknum
á íslenzkri byggingasögu, en
miklu lengra er síðan hann fór
að gefa þessu merka menningar-
máli gaum. í þeim erindagerðum
hefur hann farið um landið þvert
og endilangt, kannað gömul tóft-
arbrot og fjósbaðstofur og tínt
upp úr gleymskunnar djúpi
marga merkilega muni, allt frá
báshellum og upp í fjalir með
útskurði frá víkingaöld. Hann
hefur skrifað fjölda greina um
efni þessara rannsókna sinna í
tímaritið Birting, sem hann er
meðritstjóri að. Og um þessar
mundir vinnur hann að miklu
ritverki um þróun íslenzks arki-
tektúrs frá landnámstíð.
Vikan leit fyrir skömmu inn til
Harðar að Laugaveg 135, þar sem
hann býr ásamt konu sinni, Sig-
ríði Björnsdóttur, menntaskóla-
kennara, og þremur börnum
þeirra. Var erndið að leita frétta
af rannsóknum Harðar og áður-
nefndu ritverki. Víð spurðum
fyrst, hvenær áhugi Harðar á
þessu efni hefði vaknað.
— Áhuginn vaknaði strax þeg-
ar ég var mjög ungur að árum,
sagði Hörður. — Frá því ég fyrst
man eftir mér, hafði ég verið
fastráðinn í að vera arkitekt fyrir
hádegi og málari eftir hádegi.
— Byrjaðirðu snemma að
mennta þig í þessum greinum
báðum?
— Ég varð stúdent 1941, úr
Menntaskólanum í Reykjavík. Ég
ætlaði þá utan til náms, en það
var nú aldeilis ekki hlaupið að
því á þeim árum, þegar stríðið
stóð sem hæst. Það var ekkert
hægt að fara, nema þá til Ame-
ríku. En þá voru margir haldnir
þeirri tilhneigingu að afskrifá
Ameríku sem menningarlega
eyðimörk; þú veizt nú hvernig
ungir menn eru stundum. Ég tók
Fiskbyrgi á Gufuskálum, Snæfellsnesi, talið vera frá fjórtándu öld. Byrgið er grjót-
hjallur, sem er haíður svo gisinn ?.ð það vindi í gegnum veggina. Fiskþurrkun að
fornu var þann veg háttað, að fiskurinn var fyrst lp.gður blautur á fiskgarða, en
síðan tekinn af þeim og lagður í byrgin, þar sem hann fullþornaði. Byggingaformið
á byrgjum þessum er mjög fornt. Ljósm. Hörður Ágústsson.
Þríása hlaða í Skaftafelli í Öræfum. Dæmi um elztu uppbyggingu húsa á Islandi.
Þannig munu hinir fornu skálar hafa verið uppbyggðir, í stórum dráttum. Á
myndinni sjást súlurnar eða stoðirnar, og ofan á þeim sést í enda hliðar- eða
brúnaásanna, sem liggja eftir húsinu endilöngu. (Það Var brúnaás. sem féll á
Skarphéðin í brennunni.) Efst sést í enda mæniássins, en þverbitinn, sem
tengir saman stoðirnar og brúnaásana, heitir vaglbiti. Kubburinn, sem tyllt er
á vaglbitann og heldur uppi enda mæniássins, heitir dvergur. Birkiraftar eru í
þekjunni frá veggnum og upp á brúnaásinn, og ofan á þeim má greina skaraðar
hellurnar. Hellur voru mikið noaðar í þök sunnanlands og austan, en norðan-
lands var hrís haft í þeirra stað. Byggingarstíllinn er afargamall og mun hafa
verið tíðkaður víða í Norður-Evrópu þegar á þjóðflutningatímum og líklega
enn fyrr. Ljósm. Skarphéðinn Haraldsson.