Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 19

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 19
 ' , ; o- MarkaSssvœoi fyrir utan Suva. Hingað koma þeir innfæddu til að selja mottur og klæði, sem gert er úr berki og basti. {l Hinum innfæddu Fijimönnum þykir sem Indverjarnir stjaki þeim til hliðar. Hér sjást tveir inn- fæddir lögreglumenn í Suva. O Þorpin sín byggja frumbyggjarnir á sama hátt og þeir gcrðu fyrlr hundrað árum. Húsin eru gerð úr grasi, laufi og pálmablöðum. Lengst til vinstri er fórnarsteinn, sem mikið hefur sjálfsagt verið notaður í gamla daga, en er nú aðeins til minja. 3 Indvcrjarnir á Fijieyjum bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Þeir óttast innfæddu íbúana. Og þó eru þær efnahagslegu framfarir, sem orðið hafa á eyj- unum, að verulegu leyti Indverjunum að þakka. með tíð og tíma eins konar höfðingi í gamla höfuðstaðnum Mbau, sem er á austurströnd Viti Levu, stærstu eyjunnar. En svo einn góðan veðurdag urðuhinir höfðingjarnir óánægð- ir með hann. Þeir börðu hann í höfuðið með einhverju áhaldi, mjög hörðu viðkomu, og svo átu þeir hann upp til agna. Úr fót- beinum hans voru gerðar nálar, sem notaðar voru við seglasaum. Já, það var nú meðan það var. En hernaðurinn, manndrápin og mannátin héldu áfram um langt skeið eftir að Ovalau-búar átu Villta-Kalla. Þegar hinum stóru, fagurlega gerðu stríðskanónum — draus — var ýtt á flot, var mannslíköm- um, bæði dauðum og lifandi, raðað niður eftir fjörunni og þeir notaðir fyrir hlunna. Þetta mun þó ekki fyrst og fremst hafa verið hugsað sem aftöku- aðferð, heldur til að gera kjötið meirara og betra til átu. Hollendingurinn Abel Tasman fann Fijieyjarnar fyrstur Evrópumanna 1643. Hinn mikli enski sæfari, kapteinn James Cook, kom þangað hundrað tutt- ugu og fimm árum síðar, 1768— 69. En hann komst ekki í sam- band við Fijimenn. Frá þeirri tíð vita menn ekkert um þá, nema það sem Cook var sagt frá þeim á Tongaeyjum, sem eru þar ekki allfjarri: . að Fijimenn stæðu mjög framarlega í bátasmíði og væru mjög gefnir fyrir hernað og mannát . . . . “ Á einu torganna í Suva er minnismerki um fyrstu kristni- boðana, sem til eyjanna komu. Þetta voru tveir hugrakkir og stefnufastir menn, sem hétu William Cross og David Cargill, báðir Meþódistar. Þeir gengu á land á Viti Levu árið 1836. Þannig gekk það þá fyrir sig: Fyrst tók Drottinn vor að sér eyjarnar og villimennina þar, og á hæla honum komu Englending- arnir. Fleiri kristniboðar komu, þar á meðal hópur innfæddra pré- dikara frá Tahiti. Af þálifandi Fijimönnum hafði Chakombau gamli kóngur trú- lega mest á samvizkunni. Til marks um geðslag hans er sagt, a ðhann hafi átt það til að slíta tunguna úr mönnum, sem honum var sérstaklega í nöp við, og éta hann svo hráa í augsýn þeirra. Engu að síður tók hann sinna- skiptum á gamals aldri, gerðist kristinn og var þaðan í frá ein- staklega bljúgt og auðmjúkt guðsbarn. Þegar svo var komið, afhenti hann Stóra-Bretlandi eyjarnar. En um langt skeið áður en Union Jack var dreginn þar að Framhald á bls. 33. 2. tbi. VTTCAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.