Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 29

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 29
Taktu mig með til köldu Evrópu Framhald af bls. 9. setja sig fyrst, taka meðal gegn malaríu daglega meðan þeir eru í landinu og í viku eftir heim- komuna, ef þeir skyldu hafa verið bitnir af flugum. — Hverjir eru helztu keppi- nautar okkar í skreiðarbiss- nissnum? — Það eru Norðmenn. Þeir selja mikið til Nígeríu, sérstak- lega til vesturlandsins, Lagos og þar um kring. — Þar búa Jorúbar. Hvernig fólk er það? — Þeir eru stórum verra fólk við að eiga en íbóar, brögðótt- ir og svikulir. Það er óhætt að segja, að þeir kunni alla þá klæki, sem búnir hafa verið til í þessum synduga heimi. Einn af siðum þeirra er sá, að rista upp á sér kinnarnar. Eru rist- urnar mismargar eftir því, frá hvaða héraði þeir eru. — Ef þetta væri siður hér- lendis, myndu þá t.d. Þingey- ingar rista á sig eina ristu, Hún- vetningar tvær, Austfirðingar þrjár o.s.frv. — Jú, líklega. — Segðu okkur fleira af landsins siðum. — Þeir ástunda fjölkvæni, nema þeir, sem kristnir eru. Einn helzti viðskiptavinur minn, sem á heima í borginni Kalabar, á þannig tíu konur og eitthvað um þrjátíu börn; hann er ekki alveg viss í tölunni. — Er Lagos myndarleg borg? — Hún er nýtízkulegasta borg- in í landinu. Þar hefur imdan- farið verið byggt geysimikið af stórhýsum, sem í engu gefa eftir byggingum í Evrópu og Ameríku. Uppbyggingin er ekki minni þar en hér. — Hvernig er menntunar- ástandið í landinu? — Það fer stórbatnandi. Al- menn skólaskylda hefur komið til framkvæmda, í borgum að minnsta kosti. Það er stór há- skóli í Ibadan, og auk þess er fjöldi nígerískra stúdenta við nám erlendis. — Hverjar eru helztu útflutn- ingsvörur landsins, auk olíimn’- ar? — Þeir flytja út kókó, kaffi, jarðhnetur, gúmmí, timbur og margt fleira. Á innflutningslist- anum er stærsti liðurinn vélar og allskyns iðnvarningur. — Hvernig eru lífskjör al- mennings? — Vinnulaun eru mjög lág, en verðlag á mörgum matvörum er það líka. Um hungur er ekki að ræða í þessu landi, því ávextir spretta þarna eins og arfinn í görðunum hjá okkur. En bæti- efnaskortur er algengur, það er auðséð á því, hvað maður sér þarna marga kræklótta. Þeir FALLEGT . . . ELEGANT . . . SÉRSTÆTT . . . NÝICAMEO TÍZKU- LITURINN FRÁ AVON Ennþá ein nýjung frá AVON Gimsteinn í varalitum, kvenlegur og fóséður [ sinni sígildu einfeldni. Hvítt hylki á gylltum grunni með smekklegu „Cameo" mynstri. Avon varalitur er mjúkur og léttur í notkun. Velj- ið úr 27 tízkulitum í þessum glæsilegu „Cameo" hylkjum. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON • PARIS EX7-66-EA. vita sjálfir að þá vantar meiri fjölbreytni í fæðið, að þeir þurfa að borða meira af fiski og kjöti. Þetta hefur greitt fyrir skreið- arviðskiptunum við þá, og eng- inn vafi er á því, að þeim sam- böndum er hægt að halda, ef við leggjum áherzlu á að spilla þeim ekki. Skreiðarmarkaðurinn í Nígeríu er sérstaklega mikilvæg- ur vegna þess, að önnur ríki á þeim slóðum eru of fátæk og fámenn til að þar sé grundvöllur fyrir verulegum markaði, og ítalir kaupa aðeins það bezta, eins og ég gat um áðan. Það yrði því annað en gaman að fá einhverja til að kaupa okkar „svörtu skreið", ef Nígeríumenn hættu því. dþ. Að fortíð skal hyggja Framhald af bls. 28. þeirra hugmyndum og stefnu, funktionalismanum. — Hvert er aðalinntalc þeirrar stefnu? — Það er erfitt að skýra í fá- um orðum. En látum okkur sjá: Nútíma byggingalist er afsprengi iðnvæðingarinnar. Með henni koma til sögunriar ný efni: stein- steypa, stálgrindurnar, sem gáfu möguleika til að opna húsin fyrir birtu og skapa form, sem tilheyra fyrst og fremst okkar tíma og eru uppreisn gegn þeirri stefnu sem fyrir var og komin var í ó- göngur. f þeirri stefnu kom ekki fram nein tilraun til að skilja hinn nýja tíma og hún birtist í ofhlæði og eftiröpun. Við höfum þó nokkur dæmi um slíkt hér í Reykjavík, svo sem Landsbank- ann í renessansstíl og Landakots- kirkju í gotneskum stíl. í sambandi við hina nýju stefnu í arkitektúr varð að taka tillit til þess, að gagngerð bylting hafði orðið á efnhag almennings. Fyrr meir var aðeins byggt fyrir ríka fólkið, og byggingastílar miðuðust því við efni og þarfir þess. En nú orðið hefur almenn- ingur einnig efni á því að búa í mannsæmandi húsum. Þeir Le Corbusier og Gropius urðu fyrstir manna til að teikna fjölbýlishús og ráðhús, sem eru fyrst og frmst eru ætluð milli- og lág- stéttum. Það var því fólgin í funktionalismanum félagsleg bylting. Og áhrif þessarar stefnu hafa náð langt út fyrir arkitekt- úrinn, fyrst og fremst fyrir til- verknað Gropiusar og Þjóðverja, sem hafa haft forystuna í þessari nýsköpun frá upphafi. Frakkar voru miklu áhugaminni og að- gerðarlausari um þessi mál; Le Corbusier gerði lengi vel ekki annað en skrifa bækur, enda sköpuðu landar hans honum ekki skilyrði til annars. — En hvað um Englendinga? Hjá þeim hófst þó iðnvæðingin. — Hún hófst í Englandi með iðnbyltingunni, en Þjóðverjar móderníseruðu hana. Þjóðverjar 2. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.