Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 4
Þóroddur, hvítklæddur og meó sól- lijálm í hendinni, í skreiðarbúð í Lagos. Skreiðin er seld í stykkjatali til neyt- enda. Konan til vinstri við Þórodd er eigandi búðaðinnar, en til hægri við hann standa tveir nígerískir skreiðar- innflytjendur. Lengst til vinstri skima nokkur innfædd ungmenni fremur tor- tryggnislega móti myndavélinni. e> Til hægri á myndinni er kona I»ór- odds, frú Sigríöur Júlíusdóttir, sem tvívegis hefur farið með manni sínum til Nígeríu. Iljá henni standa nígerískir skreiðarkaupmenn. Myndin er tekin framan við skreiðarbúð í Aba, en til vinstri sést önnur búð, þar sem seld eru notuð föt. Mikið af slíkum fatn- aði er flutt inn til Nígeríu, einkum frá Bandaríkjunum. Skreiðarbúð í Aba, Nígeríu. Pokunum liefur verið flett niður til hálfs, svo- neytendur geti séð vöruna. TAKTU IIG HEÐ ÞÉR TIU KOLDU EWRÓPU SVO ÉO VERÐI HVÍT 1 i \ | i Múrskreyting húsa í Norður-Níger- íu. Sá hluti landsins hefur öldum saman búið að menningaráhrifum frá Norður-Afríku, er síazt hafa eftir verzlunarleiðum suður yfir Sahara. Uppbygging hefur verið geysileg í Nígeríu síðustu árin. Hér sést ný- tízku hótel í Kaduna, sem er ein af helztu borgum Norður-Nígeríu. 4 ViKAN 2 tbI Nígería er eitt þeirra mörgu ríkja, sem orðið hafa til í Afríku á síðustu árum, eftir að nýlendu- veldi Evrópumanna þar tóku að leysast upp. Hún er langt frá því að vera stærst þeirra að flatar- máli -— þótt hún sé að vísu víð- lendari en nokkurt Evrópuland að Rússlandi undanskildu, en hins vegar er hún þeirra miklu fólkflest (íbúar um 50 millj.) og líklega auðugust af náttúr- unnar gæðum. Hún hefur því verið talin eiga meiri framtíð fyrir sér en flest önnur hinna nýju ríkja. Margt sem gerðist fyrstu árin lofaði líka góðu; í landinu var allfjölmenn yfir- stétt, sem hlotið hafði evrópska menntun í trúboðsstöðvum og brezkum háskólum og sýndi óvenjulegan dug til að samhæfa hin framandi evrópsku áhrif að- stæðunum heima fyrir. Nígería var meira að segja kölluð eina lýðræðisríkið í Afríku. En svo fór allt i bál og brand milli tveggja af helztu þjóðflokkum landsins; Hásanna norður frá, sem flestir eru Múhameðstrúar og búa að æfagömlum íslömsk- um menningaráhrifum, sem í mörg hundruð ár hafa seytlazt suður yfir Sahara, og íbóa í suð- austurhluta landsins, sem margir eru kristnir og mótaðir af brezkum og evrópskum menn- ingaráhrifum. Nígería hefur um árabil verið í röð mikilvægari viðskiptalanda okkar íslendinga; þangað selj- um við stærsta hlutann af skreiðarframleiðslu okkar. Sá ís- lendingur, sem líklega hefur unnið mest og bezt að því að koma þessum viðskiptum á og: halda þeim gangandi, er Þórodd- ur E. Jónsson, sem um áratuga skeið hefur rekið umboðs- og heildverzlun í Reykjavík, og flestir, sem eitthvað þekkja til í viðskiptaheimi okkar, munu kannast vel við. Vikan leit ný- lega inn til Þórodds í Hafnar- stræti 15, þar sem skrifstofur fyrirtækisins eru, og leitaði nokkurs fróðleiks af kynnum hans af meginlandinu myrka og viðskiptasamböndum okkar þar. — Ég hef farið sjö sinnum alls til Nígeríu, sagði Þóroddur. — 1 fyxsta sinnið kom ég þar í janú- ar 1955, en nú síðast skömmu: eftir síðastliðin áramót, var þar þá í hálfan mánuð. Ég var ekki í beinum viðskiptaerindum í þeirri heimsókn, heldur aðeins að sóla mig þarna í hitanum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.