Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 48
ekið milli Peking og Parísar. Á
50 ára afmæli leiðangursins
reyndi Luigi Barzini að skipu-
leggja afmælileiðangur, en það
reyndist ókleift. Það er ekki
lengur rétt, að „svo lengi sem
maðurinn á bíl, getur hann gert
allt og komizt allt — allt!“
☆
Hann vill ekki
stásslega hirð
Framhald af bls. 23.
stuðnings fjálmálaáætlun lands-
ins.
Með þessum 500.000 dollurum á
hann að standa straum af öllum
kostnaði við konungsembættið.
„Þetta bjargast", segir konung-
urinn, sem verður að standa
straum af öllum kostnaði við
uppihald og ferðalög konungs-
fjölskyldunnar, sjá um viðhald
á bústöðum fjölskyldunnar, all-
ar veizlur og laun 200 manna
starfsliðs, þar af fatnað handa
150 starfsmönnum, eins og t.d.
bílstjórum fjölskyldunnar. Hann
verður líka að sjá um rekstur
og viðhald á öllum farartækjum
sem fjölskyldan notar.
Hann hefur skorið niður, eftir
því sem hann frekast getur, ó-
þarfa íburð og hefðbundna hirð-
siði.
— Jafnvel þótt ég hefði ráð
á því, myndi ég aldrei vilja hafa
stásslega hirð í kringum mig,
segir hann, — ég gæti hreinlega
ekki þolað það. Ég er ánægður
með þennan litla hóp hæfra
embættismanna, sem aðstoða mig
við störfin í þágu ríkisins og í
einkalífinu. Frístundunum vil ég
fá að eyða með konu minni og
því fólki sem við kjósum að hafa
í kringum okkur.
Venjulegur dagur hjá Kon-
stantin konungi byrjar klukkan
7.30—8 á morgnana. Þá borðar
hann einfaldan morgunverð
(kaffi, soðið egg, ristað brauð og
marmelaði), les dagblöðin og
reykir fyrstu sígarettu dagsins.
Hann reykir 10—15 sígarettur
daglega, þó nokkuð meira, ef
hann þarf að vinna fram eftir
kvöldi. Ef hann þarf ekki að
sinna opinberum móttökum,
klæðist hann í þunnar buxur og
peysu. Klukkan 9 hefur hann
venjulega fund með starfsmönn-
um sínum og fer yfir ríkisskjöl,
í skrifstofu sinni í konungshöll-
inni. Fyrri hluta dagsins hefur
hann móttökur, situr fundi og
sinnir þeim störfum sem liggja
fyrir, hverju sinni; þá er hann
venjulega klæddur jakkafötum
eða hentugum einkennisbúning-
um.
Þótt matmálstími konungsins
sé klukkan 1.30, er hann sjaldn-
ast kominn heim fyrr en klukk-
an tvö. Seinni hluta dags reyn-
ir hann að stunda einhverjar í-
þróttir í eina eða tvær klukku-
stundir, t.d. sigla, sem er uppá-
haldsíþrótt hans. Svo snýr hann
aftur til skrifstofunnar, eða sinn-
ir einhverju hinna mýmörgu
skyldustarfa, sem fylgja kon-
ungsembættinu. Hann kemur
venjulega heim klukkan 9.30,
smeygir sér í neysu og þægilegar
buxur og borðar kvöldverð með
drottningunni. Þau eru vfirleit.t
ein við þá máltíð. Þegar þau hafa
ekki neinum skyldustörfum að
gegna á kvöldin, sitja þau við
lestur, hlusta á klassiska tón-
list eða horfa á kvikmyndir, í
litlum sal. sem faðir hans lét inn-
rátta í kíallara hallarinnar.
- Fiölskvldulíf er mjög mikil-
vægt, segir konungurinn. — f
fyrsta lagi finnst mér það ner-
sónulega og í öðru lagi er bað
frrundvöllurinn undir upneldi
Grikkip, sem meta fjölskyldulíf-
ið framar öllu öðru.
Hann hefur miög ákveðnar
skoðanir á því hvað honum er
að skapi og hvað ekki.
— Mér þykir gott að lesa
njósna- og leynilögreglusögur.
þegar ég er þreyttur, les þær til
að slanna af, segir hann. — Und-
anfarið hefi ég lesið nokkrar
bækur um hinn látna Kennedy
forseta. Stundum les ég grísku
klassikerana. Mér finnst and-
styggilegt að horfa á ruddalegar
kvikmyndir, sem því miður er of
mikið framleitt af nú á dögum,
mér bvkir gaman að James
Bond kvikmyndum. Ég hef yndi
af klassiskri músik, og þar tek
ég Handel, Mozart, Bach og
Beethoven fram yfir aðra, en
Wagner finnst mér heldur þung-
ur. Mér þykir líka gaman að
notalegum dægurlögum, en ég
hef andstyggð á háværri rokk
músik, hún meiðir mig hrein-
lega í eyrun.
Konstantin konungur hefur
mikla ldmnigáfu og hefur svör
á reiðum höndum. Nýlega spurði
einn vinur hans hvað honum
fyndist um ummæli bítilsins
John Lennon, þegar hann lét
hafa það eftir sér að bítlarnir
væru þekktari en Jesús Kristur.
Konungurinn svaraði því með
því að segja gamansögu af sinni
eigin fjölskyldu:
— Einu sinni var langafi minn
á skemmtigöngu um hallargarð-
inn við konungshöllina í Kaup-
mannahöfn, með skyldfólki sínu,
þegar maður nokkur stöðvaði'
hann og bað hann að vísa sér
veginn út úr garðinum. Langafi
minn tók því vel og vísaði mann-
inum á hliðið. Maðurinn þakkaði
fyrir með virktum og spurði
hann að heiti.
— Ég er konungur Hellena,
sagði langafi minn, — og þetta
er mágur minn, keisari Rússa og
þessi þarna er annar mágur minn,
prinsinn af Wales. Maðurinn
horfði undrandi á hann og sagði
svo brosandi:
— Já, og ég er Jesús Kristur.
*
Dey ríkur, dey glaður
Framhald af bls. 25.
una, sagði S\f/yven. — Eg var í
sjóhernum. Eg byrjaði með að flytja
heim eitt og annað, handa Jane —
konunni minni. Það lítur út fyrir, að
það hafi allt dagað uppi hér inni.
Hann bandaði hendinni vandræða-
lega fró sér. — Viltu eitthvað að
drekka?
— Jó takk, sir, sagði Craig og
vonaði að gamli maðurinn myndi
fá sér líka í glas, slappa ofurlítið
af. Swyven hellti viskíi í tvö glös
og ýtti sódakönnunni til Craigs. Svo
kinkuðu þeir kolli hvor til annars
og og drukku. Swyven tók á öllum
sínum sjálfsaga og sagði að lokum:
— Jæja þá, hvað hefur sonur
minn gert af sér að þessu sinni?
Craig svaraði: — Það er slæmt.
— Eg hélt varla, að þið mynduð
gera konu mína að þjófi til þess
aðeins að handtaka son minn fyrir
einhverja smámuni.
— Kæran hefur verið dregin til
baka, sir.
— Ég skyldi nú ætla það, en það
bætir ekki um. Konan mín verður
samt að fara út, láta fólk sjá sig.
— Við urðum að ná í hann, sir.
Það var ekki um aðra kosti að ræða.
— Hvað hefur hann gert?
— Hann vinnur fyrir Zaarb, sagði
Craig. — Og Zaarb vinnur fyrir
Rauða-Kína. Hann ætlar að senda
kobalt til Peking.
— Ertu viss?
— Handviss, sir. Við fundum sýn-
ishorn af þessu á grískri eyju, hjá
Dyton-Blease. Gamli maðurinn kink-
aði kolli. — Það er engu öðru kobalti
í heiminum líkt, sir, Ofsafengið —
auðugt, kalla efnafræðingarnir það.
Það þýðir ofsalegar sprengingar (
litlum hleðslum og það þarf ekki
mikið til að hleypa þeim af. Kín-
verjar hafa þegar sprengt sprengju,
sem gæti komið þessari af stað.
— En hversvegna í ósköpunum.
.....?
— Hann vonast til, að við lendum
í vandræðum í Zaarb innan fárra
ára, Og ef til þess kæmi, gætu Kín-
verjarnir lánað Zaarbistum þessa
sprengju. Ef við yrðum að láta þar
til skarar skríða, yrði það flotinn.
Honum geðjaðist ekki að okkur, sir,
en hann hatar flotann. Hann álítur
að ein svona sprengja sé það sem
heimsvaldasinnarnir þarfnast.
— Auðvitað er það rétt hjá hon-
um. Það myndi reka ameríska
fimmta flotann beint út úr Miðjarð-
arhafi. Hann hikaði andartak: —
Heldurðu raunverulega, að þeir
myndu nota hana?
— Þeir yrðu, sir — ef Zaarb hefði
Kína á bak við sig, og ef við neydd-
umst til þess að ráðast á þá fyrr.
— Hafið þið — hindrað hann þá?
— Við höldum það, sir.
— Verður hann dreginn fyrir
dóm?
— Nei, sagði Craig. — Hann hef-
ur ekkert gert, sem við getum sann-
að — samkvæmt lögunum.
— Hvað um frænda hans? Dyton-
Blease?
Craig svaraði varfærnislega: —
Hann varð fyrir óhappi. Mér skilst
að hann sé fársjúkur.
— Óhappi, sagði Swyven. — Auð-
vitað. Það varð að vera, hann
drakk. Svo, sagði hann. — Vand-
ræði ykkar eru þá úr sögunni? Craig
yppti öxlum.
— Hvað verður um son minn?
— Hann getur farið aftur til Fen-
eyja, svaraði Craig. — Ef hann gerir
eitthvað barnalegt — vitum við
hvernig við náum honum heim.
— Já, sagði gamli maðurinn. —
Þetta er andstyggðarstarf, sem þú
hefur. Craig drakk viskíið sitt. —
Þið búið til lognar sakir, sem leggja
líf gamallar konu ( rúst, svo þið
getið þvingað heimskan, en þó
slunginn, kynvilltan son hennar upp
í klærnar í ykkur. Þetta er það eina,
sem nokkuð kveður að, sem vesa-
lings Mark hefur nokkru sinni gert.
Og til hvers hafið þið stöðvað það?
— Til að koma í veg fyrir fjölda-
morð, sagði Craig.
Swyven andvarpaði. — Aldrei að
deila við leyniþjónustuna, sagði
hann. — Hún hefur alltaf síðasta
orðið.
— Heyrðu — ah — hér — það er
Kklega tilgangslaust að spyrja þig.
nafni.
— Ég myndi ekki segja þér satt.
— Nei. Þá það. Má hann vera
fáeina daga hjá okkur — hjá móður
sinni?
— Já, svaraði Craig. — Það má
hann. Hann má ekki fara út úr
húsinu.
— Ég skal ábyrgjast það, sagði
Swyven.
— Já, sir, sagði Craig. — En það
verður fylgzt með honum hvort sem
er. Ég get engu um það ráðið.
— Ég trúi þér, sagði Swyven. —
Viltu tala við móður hans?
Craig svaraði strax: — Nei. Þér
getið sagt henni það.
— Ég skal gera það, sagði Swy-
ven og síðan bætti hann við og
gleði gamals manns yfir góðu minni
ýtti öllu öðru til hliðar. — Ég man
eftir þér.
— Ég efast um það, sagði Craig.
— Þú gerðir árás á Andraki. Þú
áttir að skjóta skólastjórann — hann
var foringi andspyrnuhreyfingarinn-
ar, þar til Gestapo náði í hann. Þú
drapst marga Þjóðverja þá nótt. Ég
efast um, að þú hafir verið orðinn
nítján ára.
— Ég held að þér vaðið reyk, sir,
sagði Craig. Gamli maðurinn hik-
aði.
—Auðvitað veð ég reyk, sagði
hann. — Ekkert er lengur eins og
það sýnist. Ég skal vfsa þér út.
Hann leiddi Craig framhjá setu-
stofunni og Craig sá ( svip mann
krjúpa við stól, grátandi, og gamla
konu, sem strauk hár hans. Hann
hélt áfram. Útifyrir voru nokkrir af
mönnunum úr sérdeildinni, menn
Lintons leynilögregluforingja. Hann
steig inn í Jagúarinn og lagði af
stað til Regents Park.
Framh. í næsta blaði.
48 VIKAN 2-tbl-