Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 36

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 36
Ég þarf ekki að líta á vigtina því ég stjórna matarlystinni með Trimmers Nýja Trimmetts Trimmers kexiö hjálpar yður að grennast á nýjan hátt. Það stjórnar matarlystinni. — Þér njótið máltíðanna áhyggjulaust því að þér þarfnist minna magns fæðunnar en áður. Borðið tvær til þrjár kökur af Trimmers — með mjólk eða tei — hálftíma fyrir mat, yður er óhætt að nota örlítið smjör með, matar- lystin minnkar og þér neytið nægju yðar á máltíðum án þess að hugsa til vigtarinnar. Haldið yður unglegum og látið Trimmetts Trimmers kexið gæta út- Iínanna. Trimmers kexiO milli málu er lausnin. Fæst i Apótekum. Heildsölubirgðir: G. ÓLAFSSON H.F. Sími 24418. tíðar en nokkuð annað í menn- ingu þeirra. Og þessi erfðavenja hefur haldizt óbreytt til okkar daga. Kavaveizlurnar fara fram á sama hátt og áður, þótt ástæðurnar til þeirra séu nú oft aðrar en fyrr. Drykkur þessi inniheldur ekki alkóhól. Hinsvegar er hann örv- andi og hefur jafnvel verið tal- inn til eiturlyfja. Hann er aðeins hæfur til drykkjar í nokkrar klukkustundir eftir að bruggun hans er lokið. Kavajurtin tilheyrir piparætt- inni. í stilknum er einskonar svefnlyf, Manindinim. Margir iæknar hafa látið hafa eftir sér, að stöðug kavadrykkja geti leitt af sér ólæknandi augnsjúkdóma, en ekki hefur það örugglega sannazt. Þegar blöndun drykkjarins er lokið, er hann með óskýrum gul- um lit og minnir einna helzt í útliti á uppþvottavatn. Mjöður þessi er tilreiddur þannig, að þurrkaðar, maíaðar kavarætur eru sigtaðar gegnum trefjadúk í tréskál, sem á máli innfæddra heitir tanoa, og er til að sjá eins og skjöldur á hvolfi. Síðan er drykkurinn borinn fram í litlum bikurum, sem gerðir eru úr sköfnum kókos- hnetuhelmingum. Drykkurinn er boðinn fram með hneigingum og klappi og auk þess hóglátlegum hrópum sem minna á andvörp. Að kavadrykkjunni lokinni er oft stiginn meke, sem er eins- konar dans. Hann er látinn túlka einhverja forna sögu, og er leik- ið undir á lalitrumbu. Eins og hvarvetna á Suður- hafseyjum hefur kristindómur- inn mikil ítök í lífi Fijimanna, þrátt fyrir það að karlmennirn- ir stíga forna stríðsdansa sér til gamans eða þá öðrum — þar á meðal túristum — til skemmt- unar. Sé maður staddur úti í ein- hverju frumbyggjaþorpinu, hvar sem er á eyjunum, fer ekki hjá því að við hver ijósaskipti drynji við harður, næstum því óhugnanlegur sónn lalitrumb- unnar. Þá er hún barin til að kalla fólk til aftansöngs eða bæn- ar. Fyrir aðeins fáum áratugum voru þessar eyjar svo fjarlægar í augum flestra manna, að næst- um ómögulegt virtist að komast þangað. En nú er þetta breytt. Flugtæknin á mestan þátt í þessu. Einangrun Fijieyja heyr- ir fortíðinni til. Túristarnir eru líka farnir að uppgötva þennan eyjaheim. Merkasti liðurinn í þessari þró- un er líklega flugleiðin sem ástralska flugfélagið QANTAS opnaði nýlega. Flugvélarnar leggja af stað frá Lundúnum og koma við á svo mörgum þeirra staða, sem fjölsóttastir eru af túristum í sumarleyfum, að leiðin hefur verið kölluð Fiesta-leiðin. Það er komið við á Bermúdaeyjum í Nassau á Bah- amaeyjum, Mexíkóborg, Acapul- co, Thaiti og leiðarlokin eru í Nandi á Viti Levu. Öll ferðin tekur ekki nema nítján klukku- stundir. Hótelin eru líka farin að spretta upp eins og gorkúlur — bæði á Fijieyjum og mörgum öðrum Suðurhafseyjum. Það getur því vel verið. að Fiji- eyjar verði orðnar ný Mallorca eftir nokkur ár. Þó því aðeins að aðalþjóðarbrotin tvö á eyjun- um slíti ekki friðinn hvort við annað. Við segjum meira frá Fijieyj- um í næstu blöðum Vikunnar. EiginmaSurinn var henni ótrúr Framhald af bls. 13. inn, — rétt óður en ég fór af vakt- inni. . . . ÞaS var á þessu augnabliki, þótt hún gerði sér þaS ekki Ijóst fyrr en síðar, að Margaret leit á úrið sitt. Hún gerði það til að forðast að líta á manninn. Það var einhver svipur á andliti hans, sem Margaret ekki skildi, eitthvað sem gerði hana hrædda og hún skildi það ekki. En við það að Ifta á úrið náði hún aftur jafnvæginu. — Fyrirgefið, sagði hún kulda- lega og gekk út úr lyftunni. Það voru ekki nema tuttugu skref að aðalinnganginum, en áður en Mar- garet var komin hálfa leið, hafði hún skipt um skoðun. Að fara út og ná í Carl til að láta hann stað- festa hver hún væri, væri misráðið, ekki eingöngu vegna þess að karl- inn gæti sleppt því út úr sér við einhvern, og líka vegna þess að þá var enginn til að líta eftir bflnum, meðan hann væri tæmdur. Það sem hafði gert hana hrædda, var Ifk- lega fyrst og fremst að eitthvað hafði ruglazt í daglegri stundatöflu hennar, og það væri kjánalegt að gera veður út úr því. Margaret sneri sér þessvegna við og gekk að skrifstofu herra Trevors. Hún ýtti á dyrabjölluhnappinn og fram- kvæmdastjóri hússins kom sjálfur til dyra. — O, frú Hodge, sagði hann, — góðan daginn. Ég sé að þér eruð komin heim úr sveitinni. — Já, sagði Margaret og hún gerði eitt, sem var algerlega óþekkt í fari hennar; hún þagnaði, til að hugsa sig um hvernig hún ætti að haga næstu orðum sínum. Herra Trevor virtist vera á verði, eins og venjulega. — Er það nokkuð sem ég get gert fyrir yður, sagði hann, — til dæmis að láta taka dótið úr bflnum? — Nei, þakka yður fyrir, Carl og Charles sjá um það, sagði Margaret. — Ég hringdi hjá yður vegna þess að ég sé að það er búið að ráða nýjan lyftumann við A-B lyftuna. — Ó, já, Clarence. Hann heitir Clarence Heintz. Hann var ráðinn f síðustu viku, meðan þér voruð f sveitinni. Wendell var aftur veikur f bakinu, og læknarnir sögðu að hann yrði að gangast undir aðgerð. Vesalings maðurinn, það getur ver- ið að hann verði aldrei fær um að vinna framar. — Það er leiðinlegt að heyra, sagði Margaret. — Þér sögðuð að hann héti Heintz? — Já, Clarence Heintz. Herra Tre- vor hikaði andartak, eins og hann væri að hugsa hvort hann gæti bætt nokkru við lífshlaup mannsins, en allt í einu birti yfir andliti hans, eins og að honum hefði dottið eitthvað sniðugt f hug. — Viljið þér að ég kynni hann fyrir yður? — Já, það væri ágætt, sagði Margaret og var ánægð með það hve háttvís herra Trevor var. — Fylgið mér þá, sagði herra Trevor og gekk á undan út úr skrif- stofunni, og að A-B lyftunni. Nýi maðurinn stóð í opnum dyrunum. Margaret fannst svipur hans bera það með sér að hann byggist við að heyra einhvern brandara. 36 VIKAN 2-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.