Vikan


Vikan - 12.01.1967, Page 21

Vikan - 12.01.1967, Page 21
hefur setið að völdum, hefur hann sýnt festu, sem gömlum stjórnmálarefum kom algerlega á óvart. Eins og er virðist allt með kyrrum kjörum í Grikklandi og Konstantin hefur tekizt að halda frið við kommúnistaríkin sem liggja að landa- mærum Grikklands. Konungurinn er sjálfur stefnufastur og gerir mik- ið til að fá grískt æskufólk til að vinna að hug- sjónum sínum. - Ég kenni í brjósti um stefnulausa unglinga, segir hann, - því að þeir hafa ekkert ákveðið takmark til að beina andlegri og líkamlegri orku sinni að. Þegar Konstantin, einkasonur Páls Grikkjakonungs og Friðriku drottningar tók við völdum, eftir að faðir hans hafði látizt skyndi- lega, vantaði hann þrjá mán- uði upp á tuttugasta og fjórða árið. En í næstum því tuttugu ár hafði hann verið búinn undir það hlutverk að verða Konstant- in konungur. Árið 1946, þegar tími var kominn til þess að senda hinn unga konungsson í skóla, stofnaði faðir hans einka- skóla, í húsi sem hann átti í Psychico, sem er ein af útborg- um Aþenu. Konstantin var í bekk með níu öðrum drengjum; þar á meðal voru synir skipaeig- anda, bakara og betlara. Eftir fyrirskipun konungsins var hann kallaður Ypsilotatos í skólanum; það er grískt orð og þýðir „kon- ungleg tign.“ „Ypsilotatos“ var í þessum skóla í þrjú ár, þá var hann fluttur í annan skóla, Anavryta, sem rekinn var á spartanskan hátt, á svipuðmn grundvelli og Gordonstoun í Englandi, þar sem brezki ríkiserfinginn stundar nám. í bóklegum fræðum var Konstantin aðeins í meðallagi, en hann var hátt skrifaður vegna persónuleika síns og allrar hegð- unar, var fljótur að læra ensku og þýzku og hafði mikinn áhuga á músík og allskonar íþróttum. Þegar hann var 16 ára byrjaði þjálfun hans innan hersins, und- ir leiðsögn ungs liðsforingja, Michaels Arnaboutis, sem nú er einkaritari hans. Arnaboutis minnist þess að „Hans Konung- lega Tign, óbreyttur Konstantin hafi verið mjög hraustur og dug- legur ungur maður, sofið í svefn- skálum með öðrum óbreyttum hermönnum, unnið sömu skyldu- störf, meðal annars hreinsað sal- ernin. Tveim árum síðar, þegar hann var orðinn liðsforingi, var hert á skyldustörfum hans, eftir skipun Páls konungs.“ — Við lét- um hann skríða, ganga og hlaupa oft í 18 klukkutíma í einu. Hann var sendur fram og aftur, eftir erfiðum fjallavegum og yfirleitt var honum þrælað áfram, jafn- meira en öðrum óbreyttum her- mönnum. Ef hann væri ekki kon- ungur, væri hann eflaust dugleg- ur liðsforingi enn þann dag í dag.“ segir Arnaboutis. Árið 1959 innritaðist Konstant- in í lagadeild háskólans í Aþenu, og tók auk þess þátt í námskeiðum í stjórnlagarétti, hagfræði og kjarnorkufræði, sér- stakan áhuga hafði hann á sam- göngumálum í Grikklandi. Menntun hans var mjög alhliða, ekki eingöngu sniðin eftir stöðu hans. „Við ólum ekki son okkar upp til að verða konungur á einhvern sérstakan hátt“, segir móðir hans, Friðrika drottning, „vegna þess að við álitum að hann ætti að öðlast þekkingu og þroska á eðlilegan hátt. Allur hinn svokallaði „undirbúningur“ fór fram við venjuleg skilyrði. Við höfðum aldrei neina hirð um okkur í daglegu lífi, hvorki við máltíðir eða aðrar daglegar at- hafnir, og Tino vandist því að heyra okkur foreldj-ana ræða saman um það sem efst var á baugi, hverju sinni. En það var eitt grundvallaratriði, sem við lögðum mikið upp úr, og það var að hann fengi ríka ábyrgðartil- finningu, bæði gagnvart öðrum og fyrir sínum eigin gjörðum. Það sem veitti mér mesta ánægju, var það hve sambandið var inni- legt á milli feðganna, þeir voru eins og einn maður. Þegar Tino tók við konungdómi, var hann með sorg í hjarta, hann missti ekki eingöngu föður sinn, heldur líka bezta vin sinn. En konungur verður að leyna sorg sinni.“ Konstantin hugsar með sökn- uði til þeirra stunda, þegar hann fékk að sitja inni á ráðuneytis- fundum með föður sínum. „Faðir minn áleit að það væri gott fyrir mig að hlusta á um- ræður, sem hann hafði við ráðu- neyti sitt og ríkisstarfsmenn um landsins gagn og nauðsynjar“, segir hann. „Frá því að ég var 2. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.