Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 5
„Au31egðarfuglinn“ kalla þesslr Ni'-
geríumenn þyrluna, sem nýlent er
fyrir framan þá. Þeir tiieinka sér vél-
tækni hvíta mannsins af mikilli hrifn-
ingu.
iinmatt; -wfflunuiMaa, n ■■■
innu
Hér er Þároddur ásamt frú Ainnu, sem
er stærsti skreiðarkaupandi í Lagos,
höfuðborg Nígeríu. Hún er af þjóð-
flokki Jorúba og vellrík.
Kæít við: É
Þórodil E. Jóusson
skrciðarút{|yt|anda, ■K" ^ s l!|
4i ui viðskipti hans við M { ' vN: , 11 |Jj
Nígferiiiiiieiiii o.fl.
Texti: Dagur Þorleifsson v i émm
meðan kuldarnir voru hvað
mestir hér norður frá, og tala
við karlana mína.
— Það hefur verið áður en
óeirðirnar hófust, sem sagt hef-
ur verið sagt frá í fréttum und-
anfarið. Hver heldurðu að verði
endirinn á þeim látum?
— Landið klofnar áreiðan-
lega í smærri ríki, að minnsta
kosti lítur ekki út fyrir annað
eins og er. Tríburnar, þjóðflokk-
arnir, koma sér ekki saman, að
minnsta kosti ekki Hásar og
íbóar. Ég hef stöðug bréfavið-
skipti við skreiðarkaupmennina
vini mína, sem flestir eru 1 íbó-
Nígeríu, en tmdanfarið hafa
bréfin verið miklu lengur á leið-
inni en þegar allt er með eðli-
legum hætti. Samgöngur innan-
lands hafa verið heldur þungar
í vöfum upp á síðkastið, því
járnbrautarlestir og önnur far-
artæki eru upptekin við að flytja
flóttafólk milli landshluta. Það
eru einkum íbóar, sem búsettir
voru í norðurhluta landsins, sem
flýja, því ofbeldismenn af þjóð-
flokki Hása hafa hleypt af stað
grimmilegum ofsóknum gegn
þeim og drepið fjölda þeirra.
— Eru þessir tveir þjóðflokk-
ar þeir fjölmennustu í landinu?
— Hásar munu vera fjölmenn-
astir. Þeir búa flestir í norður-
hluta landsins. Þar er ein helzta
borgin Kanó, sem er þúsund ára
gömul að minnsta kosti. Hún er
heitasta borg, sem ég hef komið
í. Gamli borgarhlutinn er ein-
göngu leirhús og allur hinn forn-
legasti. Við Kanó er nú flugvöll-
ur, sem er einhver mikil-
vægasta flugsamgöngumiðstöð í
Afríku. Hásar hafa frá fornu
fari verið ein mesta verzlunar-
þjóð í álfunni og handiðnaður
þeirra er frægur. í borgunum í
suðurhluta landsins eru þeir oft
á höttunum í kringum hótel, að
selja ferðamönnum handunna
muni, sem margir eru listavel
gerðir.
— Og ganga íbóar þeim næst
að mannfjölda og áhrifum?
— Nei, Jorúbar eru annar fjöl-
mennasti þjóðflokkurinn. Þeir
búa flestir í suðvesturhluta
landsins, í höfuðborginni Lagos
og þar um kring. Þriðji stærsti
þjóðflokkurinn eru svo íbóar og
í fjórða lagi eru það Fúlanar, sem
búa víðsvegar um norðaustur-
hluta landsins. Þeir eru sumir
hirðingjar og yfirleitt Múham-
eðstrúarmenn eins og Hásar. í
gamla daga voru þeir víða ráð-
andi stétt í landinu.
— Hvernig stendur á þessu
ósamkomulagi þjóðflokkanna?
Eru þeir mjög sundurleitir hvað
snertir útlit, menningu og ann-
að?
— Hvað útlitið snertir hef ég
aldrei getað séð neinn mun á
þeim. Menningarlegur munur er
vitaskuld einhver, því norðurfrá
er Múhameðstrúin ríkjandi, en
suður frá eru menn ýmist
kristnir, heiðnir eða Múhameðs-
trúar. En í Nígeríu þykir það
skipta heldur litlu máli, hverja
trú maður játar, en hitt er meg-
inatriðið, af hvaða þjóðfflokki
hann er.
— Hver telur þú að hafi ver-
ið undirrót óeirðanna undanfar-
ið?
— Það er margt, sem þeir
fundu sér til að rífast út af, sér-
staklega Hásar og íbóar. Hvor
þessara þjóðflokka um sig, og
einnig hinir, hafa hver sitt eigið
tungumál, sem hinir skilja yfir-
leitt ekki. Hinsvegar tala menn
og skilja ensku mjög almennt,
enda var landið brezk nýlenda til
skamms tíma. Enskan e!r því
helzta opinbera málið í landinu
og langmikilvægasta viðskipta-
málið. En Hásar hafa viljað
gera sitt mál að fyrsta opinbera
máli í landinu, því það er mik-
ið viðskiptamál frá fornu fari
og skilst allvíða í Vestur-Afríku."
Þetta hafa hinir þjóðflokkarn-
ir ekki tekið í mál. íbóarnir
hafa líka lengst af tileinkað sér
mjög sjálfstæða afstöðu gagn-
vart alríkisstjórninni í Lagos og
jafnan stjórnað í sínum lands-
hluta eins og þeim bezt líkaði
sjálfum. Það hafe hinir ekki
þolað.
— Af hverju stafar einkum
þessi sérstaða íbóanna?
— Olían á trúlega mikinn þátt
í því, þeir finna til máttar síns
vegna hennar. Það eru ekki
nema fáein ár síðan olía fannst
í jörðu í landi þeirra, skammt
frá ósum Nígerfljóts. Þarna er
nú farið að dæla upp olíu í stór-
um stíl, og voru fengnir til þess
hvítir sérfræðingar, þar á með-
al margir, sem flæmst höfðu frá
Indónesíu undan Súkarnó. Olían
er nú orðin einn þýðingarmestu
liðanna í atvinnulífi og útflutn-
ingi landsmanna, og skammt frá
borsvæðunum hefur risið upp
heil hafnarborg, Port Harcourt.
— Það eru íbóarnir, sem kaupa
Framhald á bls. 8.
2. tbi. VIKAN 5