Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 32

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 32
STANZIÐ í TÍMAI Gerið þér yður Ijóst hve mikil ábyrgð hvílir á yður í umferðinni? Akið þér samkvæmt því? Ökumenn, sem þekkja ábyrgð sína og taka ekki ó- þarfar áhættur í umferðinni, eru velkomnir ! trygg- ingu til ÁBYRGÐAR. Ábyrgir tryggingartakar stuðla að bættri umferð og lægri tryggingarkostnaði. ATHUGIÐ, að segja þarf upp eldri tryggingu fyrir 1. febrúar, ef flytja skal tryggingu milli félaga. ABYRGÐ tryggir aðeins bindindisfólk og býður þess- vegna lægri iðgjöld. ÁBYRGÐ kappkostar að veita góða þjónustu. ÁBYRGDP TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDI&FÓLK. Skúlagötu 63. — Símar 17455 og 1 7947. n Hrútsmerkið (21. marz — 20. apr(l); Ættingi, sem þú vissir ekki um eða hafðir gleymt, gæti skotið upp kollinum í þessari viku. Ef til vill hættirðu við að fara í ferðalag, sem þú hafðir fyrir- hugað eða ferð annað en þú ætlaðir. Wf Nautsmerkið (21. aprd — 21. maf): Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða í fjár- málum. Þú skalt ekki leita á þau mið sem þú hafðir helst hugsað þér, af því hefurðu aðeins angur. Heilla- vænlegasti dagur vikunnar er laugardagur. ff Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú átt órætt deilumál við einhvern þér nákominn. Láttu nú til skarar skríða að ræða um málið og það mun fá þann endi, sem báðir aðilar geta vel sætt sig við. Þú færð óvænta heimsókn einhverja nóttina. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlf); Þú lendir í vandræðum með mann, sem kemur til þín á vinnustað. Reyndu að beita lempni en ekki hörku. Á sunnudaginn ferðu í stutt ferðalag, sem verður mjög ánægjulegt. Heillatala B. fir Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Ef til vill verður þú fyrir nokkru áfalli síðari hluta vikunnar. Kona, sem þú hafðir mikið álrt á, gerir það sem sizt skyldi. Fjármálin verða þér hagstæð í vikunni. Gættu þín á miðvikudaginn. 'Wmr Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú hefur verið beðinn að fara á ákveðna skemmti- samkomu. Þú skalt verða við beiðninni. Amor verður nokkuð á ferðinni um helgina en hætt við, að það verði nokkuð endasleppt ævintýri. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú lendir í nokkrum hrakningum vegna veðurs en nærð þó heilu og höldnu í höfn. Nokkrir erfiðleikar geta skotið upp kollinum varðandi vinnuna, en fæstir þeirra verða alvarlegs eðlis. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú skalt nota þessa viku til að sækja skemmtanir meira en þú hefur gert og sleppa fram af þér beizl- inu. Fjármálin hafa ef til vill verið nokkuð þröng, en það rætist úr því þegar kemur fram 1 vikuna. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Vinur þinn, sem þú átt eftir að umgangast meira en þú kannski kærir þig um, biður þig að gera sér greiða, og þú skalt gera það. FjármáUn verða erfið viðureignar, en allt hefst með þolinmæðinni. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Gættu þess að láta ekki sjálfsálitið hlaupa með þig í gönur. Ekkert getur blessast nema hæfileg sjálfs- gagnrýni sé með í spilinu. Roskinn maður kemur þér í slæma klípu sem þú átt erfitt með að komast úr. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Óvenjuleg næturheimsókn verður til þess, að þú breytir nokkuð afstöðu þinni til sambýlismannanna. Kona, sem þú hefur aldrei séð, gerir þér gramt í geði. Heilsan verður kannski ekki upp á það allra bezta. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Dragðu nú ekki lengur að greiða gamla skuld, þótt annars vegar sé þolinmóður vinur þinn. Of mikið samneyti við Bakkus gamla gæti haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér. Heillatala er 2. 32 VIKAN 2. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.