Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 31
hafa alltaf verið manna opnastir fyrir nýjum viðhorfum og hug- myndum og fljótastir til að fram- kvæma þær, svo frami þeir hafi haft frið til þess fyrir einhverjum pólitískum einræðispoturum. Nú, við vorum að tala um Gropius. Hann stofnaði í Dessau hinn fræga Bauhaus-skóla, sem lagði ekki einungis grundvöllinn að nýrri stefnu í arkitektúr í sam- ræmi við breyttan tíma, heldur og gerbreytingu og nýsköpun í gerð húsgagna og húsbúnaðar. Á þennan hátt hafa Gropius og sam- ’ starfsmenn hans auðgað hver- dagslíf hvers nútímamanns. Stóll- inn. sem þú situr í, Ijósakúlan í baðherberginu, leslampinn á borðinu, mótun þessara litlu hluta og fjölmargra annarra í það form, er fellur inn í líf nútíma- mannsins, er frá Bauhaus komið. — Viltu nefna einhverja af helztu samstarfsmönnum Grop- iusar? — Þeir voru margir, því hann fékk marga af beztu listamönnum samtímans, það er að segja list- málara og arkitekta, til að vinna saman í Bauhaus. Meðal kennara þar voru til dæmis þeir Paul Klee og Kandinsky. Eitt af því, sem var einkennandi fyrir Gropius, var sú áherzla sem hann lagði á þetta samstarf málara og arki- tekta. — Hvert myndirðu segja að hefði verið aðalinntakið í hug- myndarbyltingu Gropiusar? — Það stórkostlegasta við Gropius er, að hann lætur form- mótunina fara fram í samræmi við vélina. Áður höfðu vélarnar verið látnar móta eftir formum, sem voru til fyrir þeirra daga. Gropius kom fram með nýjan skóla, nýjar kenningar, nýjar hugmyndir. — Viltu skýra þetta með dæmi, Hörður? — Fyrir daga Gropiusar var það siður, að ef það átti til dæmis að framleiða skálar í vél, þá var tekin einhver gömul skál, kann- ski frá renessanstímanum, mótuð eftir þeim skorðum, sem hand- iðninni voru settar. Þessa skál var svo vélin látin kópíera. En Gropius og hans menn teiknuðu nýja skál í samræmi við getu og eiginleika vélarinnar. Og áhrifin frá Bauhaus hafa náð langt út fyrir húsbúnaðinn. Þau hafa til dæmis haft gagnger áhrif á bíla- iðnaðinn. — Hvað er að segja um út- breiðslu áhrifanna frá Bauhaus utan Þýzkalands? — Þeirra gætti fljótlega víða. Norðurlönd urðu fljót til að taka við sér, strax kringum 1930. Þannig varð til húsgagnaiðnaður Dana, sem þeir eru nú frægir fyr- ir um víða veröld og er þýðingar- mikill liður í útflutningsfram- leiðslu þeirra. En sögu sjálfs Bau- haus-skólans lauk með valdatöku Hitlers í Þýzkalandi. Nazistum var svo illa við þennan skóla að þeir létu sér ekki nægja að leggja hann niður, heldur jöfnuðu þeir skólabyggingarnar við jörðu. Með þessu gerði Hitler mörgum öðr- um þjóðum stórgreiða, og þá einkum Bandaríkjamönnum og Bretum, því snilldarmenn þeir, er við skólann höfðu starfað, flýðu flestir á þeirrar náðir og hafa síð- an átt ómetanlegan þátt í að auðga menningu þessara þjóða. — Þú hefur vitaskuld fljótt fengið áhuga á því að koma Baus- haumenningunni hingað upp á landið? — Jú, ég leit svo á, að hvað hana snerti hefðum við allt að vinna en engu að tapa. Fram að þessum tíma höfðum við bænda- þjóðfélag; nú vorum við í einum hvelli að breytast í þéttbýlisþjóð. Þegar ég kom heim, stofnaði ég tímaritið Birting ásamt fleirum, og greinamar, sem ég skrifaði í hann voru fyrst og fremst um arkitektúr, en ekki myndlist. Á árunum 1954—60 skrifaði ég greinaflokk í tímaritið til að kynna hinar nýju hugmyndir. — En þú reyndir einnig að út- færa þær í verki? — í samræmi við það, sem við höfum verið að ræða um, hafði ég áhuga á að koma á fót sam- starfi myndlistarmanna og arki- tekta hérlendis. Ég vildi koma því til leiðar, að myndlistarmenn væru látnir skreyta opinberar byggingar með málverkum í anda samtímans. Til þess að fólk skilji nútímalist, þarf það að hafa hana fyrir augunum í sínu hverdags- lega umhverfi, til dæmis í skól- um og í bönkum, þar sem það kemur daglega. Þessi hugmynd um að kynna samtímalist er ekki ný; á renessanstímanum var farið eins að. Þessi viðleitni hjá mér bar nokkurn árangur; við Sverr- ir Haraldsson og Þorvaldur Skúlason urðum fyrstir manna hérlendis til að gera veggskreyt- ingar í nútímaanda. Þetta lagðist svo niður um nokkur ár, en nú er byrjað á því aftur sem betur fer, þar á ég við skreytingar þeirra Valtýs Péturssonar og Gunnlaugs Schevings á Kennara- skólanum. — Hafðirðu í huga í þessu. sambandi að skapa nýja þjóðlega list? — Að mínum dómi getur þjóð- leg list ekki orðið til vegna þess eins að menn segi: Nú ætla ég að skapa þjóðlega list. Og ég mæli ekki með því að stæld sé list frá. renessansi eða einhverju öðru löngu liðnu tímabili, heldur að listin mótist í samræmi við sam- tímann en einnig þær sérstöku aðstæður og umhverfi, sem hlut- aðeigandi land býður upp á. Ekk- ert er afkáralegra en að stæla útlenda tízku gagnrýnislaust, hvort heldur sem er í list eða annari menningu. Það er til dæm- is gráthlægilegt að sjá telpur hér úti á íslandi tipla í klakaslabbinu hér á veturna í fótabúnaði, sem gerður er fyrir Suðurlönd. Ég á ekki við að við eigum að taka upp klæðbúnað fyrri alda, en við verðum að klæða okkur í sam- ræmi við veðurfarið. Þar með er ekki sagt, að við getum ekki verið smart. Hið þjóðlega er í mínum augum að taka tillit til þeirra að- stæðna, sem við búum við. — En hvenær snerirðu þér að rannsóknum á íslenzkri bygginga- sögu? —- Þegar um það var að ræða að vekja nýsköpun í byggingalist eins lands, er frumskilyrði að þekkja eitthvað til fortíðar þess í þeim efnum. Ég fór því snemma að spyrja sjálfan mig sem svo: Hvað um íslenzka byggingalist? Hvað er orðið um hana? Hvað er þar við að styðjast? Og svarið varð auðvitað: Nákvæmlega ekki neitt. Þeim málum hafði ekki ver- ið sinnt. Ég fór þá að safna ljós- myndum að gömlum húsum til að átta mig á, hvað til væri af efni til rannsókna. Þá rakst ég í blaði á auglýsingu um styrk frá Vís- indasjóði, og þar eð mig langaði út á land til að athuga. hvað þar væri til af fornum minjum um þetta efni, þá sótti ég um styrk- inn. Nú, ég fékk hann og hóf svo rannsóknaferðir um landið, leit- aði og gerði athuganir og fór auk þess að skrifa nýjan greinaflokk í Birting um forna íslenzka bygg- ingalist. Fyrir velvilja Vísinda- sjóðs fékk ég styrkinn hækkað- an, svo að ég hef getað helgað mig rannsóknunum algerlega síð- ustu tvö árin. — f hverju hafa rannsóknir þínar einkum verið fólgnar? — Fyrst var að kanna þær byggingar, er uppistandandi eru, en þær eru naumast til eldri en frá síðastliðinni öld. Næst lá þá fyrir að athuga skráðar heimildir. Ég er búinn að sitja í meira en ár niðri á Þjóðskjalasafni, aðal- lega við lestur og uppskriftir á gömlum úttektum. Auk þess hef ég lesið mér til um forna bygg- ingalist nágrannalandanna. í þessu stend ég nú: samanburði á fornum húsum og þeim fornu minjum, sem þar eru geymdar, og hinum fornu úttektum, það er að segja skriflegum lýsingum á húsum og innbúi, sem geymdar eru á Þjóðskjalasafninu. Að þessu hef ég verið til að gera mér og öðrum grein fyrir hvaða byggingalist hafi verið til á fslandi og hvers virði hún sé, bæði fyrir okkur og eins fyrir umheiminn. Og mér finnst hafa 2. tbi. vncAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.