Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 8
Þriggja sæla söfi
Verð kr. 14.500.00
Barninu líður vel í húðinni!
Barninu líður vel-pegar notað er Nivea babyfein.
Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur
babyfein handa barni sím: Þessar samstilku fram-
leiðsluvörur - krem, olía, púður, sdpa - innihalda
allt, sem húðlœknirinn álílur nauðsýnlegt hinni
viakvcemu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein,
fá bvörki scerindi, ne' rauða og bólgna húð.
Q
NIVEA
tóyföíi"
Taktu mig með
tii köldu Evrópu
Framhald af bls. 5
skreiðina fyrst og fremst, er
ekki svo?
— Jú, og ef það verður úr þv£
að landið klofni, má búast við
að markaðsmöguleikarnir hjá
þeim aukist. Þeir hafa keypt
mikið af kjöti frá norðurhluta
landsins, en nú hafa Hásarnir
stöðvað þau viðskipti, og þá
vantar matvæli í staðinn. Ann-
ars er þróunin sú eins og er, að
kaupendum fer fækkandi, en
heimafiskur vaxandi, sérstak-
lega í Vestur-Nígeríu.
— Fiska þeir mikið sjálfir?
— Já, þeir veiða talsvert við
ströndina og svo í ám og vötn-
um. Fiskibátarnir eru að vísu
aðallega eintrjánungar, en það
er að furða hvað þeir fá á þá. Þeir
veiða í net og í meðferðinni á
þessum veiðarfærum slá þeir
hvíta manninum heldur en ekki
við. Hvenær sem þeir koma í
land, breiða þeir netin á þar til
ætlaðar grindur, svo að þau
þorna í sólarhitanum. Þetta er
eitthvað annað en að láta þau
liggja einhversstaðar blaut í
hrúgu og fúna, eins og maður
sér því miður oft hér á norður-
slóðum.
— Hvaða fisktegundir fá þeir
helzt?
— Ég sá margar tegundir, sem
ég þekkti hvorki á haus né sporð,
en af þeim sem ég kannaðist við,
var mest af flatfiski og einskonar
síld. í fljótunum er líka eins-
konar karfi. En það er annað,
sem hefur valdið aukningu
heimafiskjarins. Þeir hafa byggt
allmörg frystihús í hafnarborg-
unum undanfarið, og þar leggja
upp erlendir togarar, sem fiska
þar úti fyrir. Þetta eru aðallega
Rússar og Japanir og skelfilegir
ryðkláfar, en þeir draga tals-
vert á land.
— Hefurðu smakkað þessar
afrísku fisktegundir?
— Nei, sem betur fer, því þetta
verður ekki lystugt lengi í þessu
loftslagi, í 30—35 stiga hita, allt
morandi í flugum og maðki. Þeir
hafa þann sið að reykja nýjan
fisk yfir báli, þangað til komin
er á hann skel, sem ver hann
fyrir flugunum. Þeir veiða líka
mikið af flatfiski í Chadvatni,
sem er við norðurlandamærin,
og flytja hann á markað í hafn-
arborgunum. Hann er seldur þar
í stykkjum, sem hafa verið svið-
in eins og kindahausar.
— Varst þú fyrsti íslending-
urinn, sem fór þama suður til
að tengja þessi viðskiptasam-
bönd?
— Nei, Páll Melsted var þarna
að minnsta kosti ári á undan.
— Fóruð þið á vegum ríkis-
ins og með þess stuðningi?
— Nei, ég hef aldrei tekið
eyrisvirði í styrk frá ríkinu til
þessara ferða.
— En hér er þó um að ræða
viðskipti, sem eru mikilvæg fyrir
þjóðarbúið í heild.
— Það er sama. Það eru nógu
margir á ríkisjötunni, þótt ég
lafi þar ekki líka.
— Hvaða aðilar sjá um flutn-
inginn á skreiðinni suðureftir?
— Eimskip flytur hana til
meginlandsins, til Hamborgar,
Rotterdam og Antwerpen. Þar
tekur evrópsk skipafélagasam-
stæða, Conference Line, við
henni og flytur hana á áfanga-
stað. Þegar við byrjuðum á þess-
um viðskiptum, einokaði þessi
hringur alla flutninga þarna
suðureftir og hélt farmgjöldun-
um óhæfilega háum. Þá var það
að við, G. Helgason & Melsted
og ég, tókum saman skip á leigu
og tókst þannig að rjúfa einok-
unina og lækka þar með frakt-
ina.
— Síðan hefur þú verið með
annan fótinn þarna suðurfrá.
— Já, ég er búinn að fara
þvers og kruss um alla Nígeríu
og um alla Afríkuströnd frá
Dakar í Senegal til Duala í
Kamerún, berandi með mér sýn-
ishorn af skreið, ræða við fisk-
kaupmenn og kynna þeim vör-
una. Þessar ferðir voru hálfgert
slark framan af, gististaðir fáir
og sóðalegir og samgöngur í
ólestri, en nú er orðin mikil
breyting á til batnaðar. Nígeríska
stjórnin hefur látið byggja fjölda
gistihúsa víðsvegar um landið,
þar sem fyllsta hreinlætis er
gætt, matur er sæmilegur og
verði stillt í hóf.
— Seljum við skreið til margra
Vestur-Afríkulanda annarra en
Nígeríu?
— Aðeins lítilsháttar til Kame-
rún, sem er nágrannaríki
Nígeríu að suðaustan. fbúarnir
þar eru náskyldir íbóum. Áður
seldum við talsvert til Gana. Það
land stóð áður að vissu leyti
framar en Nígería, en nú er þar
allt á hausnum. Nkrumah sá um
það.
— Þú hefur ekki mikið álit á
honum?
— Nei, þetta var fífl. Hann
byggði flott hallir handa gæð--
ingum sínum og lagði óhemju
fé í að leggja steypta breiðvegi,
þött umferðin í landinu væri
hvergi nærri komin á það stig,
að hún þyrfti á slíku að halda.
ZSnda er Gana nú á hausnum og
getur ekkert keypt.
— Seljum við ekki skreið til
annarra heimshluta en Afríku?
— Jú, við seljum talsvert til
Ítalíu, en þeir kaupa aðeins það
bezta. Þessvegna er Afríkumark-
aðurinn okkur svo mikilvægur.
Ef við hittum illa á ár, það er
að segja ef mikið er um rign-
ingar og skreiðin blotnar, þá
kaupa hana varla aðrir en þeir
í Nígeríu. Og þessvegna megum
við ekki hækka verðið nema að
vissu marki. Það væri hreina
8 VIKAN 2-tbl-