Vikan


Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 25

Vikan - 12.01.1967, Blaðsíða 25
— Hringdu ( mig hingað, ef þú færð eitthvað, sagði hann. Candlish las símanúmerið hægt ( hljóði og bærði varirnar um leið, svo henti hann pappírsmiðanum. — Þú átt góðan strák hérna, sagði hann við Loomis. — Ég veiddi í gamla daga með pabba hans. Ef þú þarft einhvern tíma á einhverju að halda, komdu þá bara og talaðu um það. Ég er ekki ódýr — en ég er áreiðanlegur. — Ég er þér þakklátur, sagði Loomis, og tæmdi rommglasið. Það var ósvikið. — Ekkert að þakka, sagði Cand- lish og tæmdi líka. Loomis hreyfði sig ekki. — Þetta er algjörlega trúnaðar- mál, sagði hann. — Við John höfum fyrr átt við- skipti saman. Það hefur alltaf verið trúnaðarmál, sagði Candlish. Loom- is stóð þá upp. Tuttugasti kafli. Þau vantaði peninga. Sherif hafði leitað að Craig í sfmaskránni. Þar voru margir Craig, þar á meðal sjö John og tólf J. Sherif hafði hringt f þá alla og um miðnættið höfðu allir svarað. Hann ávarpaði hvern um sig á arabisku, en enginn hafði skilið, enginn var sá Craig, sem hann leitaði að. Svo höfðu þau tal- að um lögregluna, en Selina minnt- ist lögreglunnar í Zaarb. Sherif var hræddur um, að Schiebel frétti af honum. Að lokum flaug honum f hug að auglýsa í dagblaði og hún samþykkti það. Til þess þörfnuðust þau peninga. Þau skiptust á um að sofa og vera á verði og næsta morgun fór Sherif út til að skipta peningum. Á vissan hátt dó Sherif af ó- heppni. Schiebel hafði farið í gegn- um farangur Selinu og komst að því að hálsfestin var horfin. Hann hafði einnig spurzt fyrir við neðan- jarðarbrautarstöðina og afgreiðslu- maðurinn mundi eftir Selinu og miðunum til Wapping. Schiebel sendi menn til að fylgjast með veð- lánabúðunum og spyrja spuninga. Einn þeirra sá Sherif, þegar hann var að koma út frá einum veðlán- aranum, og Sherif sá hann. Að dómi Sherifs var aðeins ein undan- komuvon. Hann varð að ráðast á manninn og slá hann niður, meðan hann gæti falið sig á ný. Hann réðst á hann undir eins og hópur af áhugamönnum fylgdis með, í von um að engir lögreglumenn kæmu til að eyðileggja þetta. Það hefði enginn þeirra séð tvo Araba slást áður. Sherif barðist af hörku, bætti það upp með viljanum sem hann skorti á fimina og í undrun sló maðurinn frá sér, eins og honum hafði verið kennt. Sherif féll í áttina til hans snerist á hæl og tók til fótanna og maðurinn sló aftur, tvö heljar- liögg, annað á höfuðið, hitt á hjart- að; Sherif féll þá og maðurinn snerist á hæl og tók til fótanna og hvernig hann hljóp var eins hættu- legt og hvernig hann slóst. Enginn reyndi að hindra hann. Sherif hafði verið myrtur — það leyndi sér ekki. Brotið rif hafði gengið gegnum hjartað og hann var dauður, fimmtíu pund ultu upp úr vasa hans. Craig eyddi löngum tlma í að tala um Selinu, lýsa henni, gera athugasemdir um hvern drátt f and- liti hennar, Grierson hlustaði og tók stundum fram í og listamaðurinn, sem Loomis hafði útvegað, dró upp skissur og kastaði þeim, dró upp fleiri og kastaði þeim Ifka. Að lokum lagði hann frá sér viðarkolið og sagði ákveðinn f bragði við Craig. — Ég er ekki Graham Suther- land að gera andlitsmynd Maug- hams, ekki á því kaupi, sem deild þín borgar mér. Það eina, sem ég vil fá, er persónuleg lýsing. Craig byrjaði aftur, og að þessu sinni reyndi hann að gleyma, hve mjög honum hafði geðjazt að Sel- inu, hugrekki hennar, fegurð og furðulegri einurð. Listamaðurinn sem var feitur, skeggjaður og ieik- inn, teiknaði áfram, fyrst kom nef- ið rétt, svo hakan, munnurinn, aug- un, og viðarkolið umlukti þau ást- úðlega með fullkomnum ávala þeirra, mótaði myrkrið í hári henn- ar. Þetta var áttugusta og sjöunda skissan, og það var Selina. Loomis kom og leit á það sem listamaðurnn hafði gert, og gaut hornauga til Craigs. — Að vera tilfinninganæmur hef- ur líka sínar góðu hliðar, sagði hann. — Reyndu að finna hana á undan Schiebel. — Hvað um þig? spurði Grierson. — Ég fer aftur á hjúkrunarheim- ilið, sagði Loomis. — Eg verð að hafa auga með frú Naxos. Vertu hér og hafðu auga með Craig. Of margar vinstúlkur, það er hans vandamál. Hann gaut aftur hornauga til Craigs og yfirgaf þá, og Grierson sagði: — Hvar byrjum við? — Það er aðeins ein leið, sagði Craig. — Við fáum myndirnar okkar, förum út og spyrjum spurninga. Grierson andvarpaði. — Ég óttast, að þú hafir rétt fyrir þér. — Við neyðumst sennilega til þess að ganga mikið. Loomis kom aftur inn. — Þú verður að vinna upp á eigin spýtur um hrfð, sagði hann. — Ég þarf á Craig að halda til að fara með Swyven til fundar við mömmu sína. Sjúkrabíllinn ók upp að hjúkrun- arheimilinu og hjúkrunarmennirnir báru Ijóshærða tuskubrúðu út á bör- um með þó nokkrum fyrirgangi. Tveir menn fóru inn í bílinn með brúðunni, sá þriðji sat hjá ökumann- inum. Allir fjórir voru vopnaðir. Sjúkrabíllinn ók burt, varnaðarljósið logandi, og Craig beið. Hálfri klukkustund síðar hringdi félagi ökumannsins og sagði, að þeir væru komnir inn í London, en það væri ekkert að segja. Craig tók fram Colt Woodsman í mjúku leðurhulstri, spennti hana á sig og fór í frakk- ann. Við eldhúsdyrnar beið bfll með áletruninni: Phee matvæli. Beztu hlutirnir i lífinu eru Phee. Inni í bílnum var Swyven. Hann var í bleikum kjól og hvítri blússu. bleik- um háhæluðum skóm og nælonsokk- um, Hvftur skýluklútur var bundinn yfir Ijósa hárkolluna. í kjöltunni var handtaska með stöfunum P.N. Craig sat á kassa af þurrmjólkur- dufti og sagði ekkert. Hann hafði ekkert að segja. Hver sem hefði dubbað Swyven upp, hafði unnið vel; mjúk, löng augnahár, nautna- legur, áhyggjufullur munnur,- jafn- vel fingur hans höfðu verið snyrtir, neglurnar málaðar. Bíllinn lagði af stað. — Allt í lagi horfðu á mig, hreytti Swyven út úr sér. — Ég býst við, að þetta sé kímnigáfa þessa andstyggilega, feita hlunks. Og ég hélt að hann ætlaði að vera al- mennilegur við mig. Craig sagði ekkert honum datt ekkert í hug. — Ég sagði honum allt, sagði Swyven. — Og hann hét þvf, að ég skyldi fá að hitta mömmu. Og nú sendir hann mig til hennar — svona. Hann hélt áfram að kvarta með hárri, kvenlegri röddu og Craig sagði ekkert, vegna þess, að ef hann tæki að tala, myndi Philippa flækjast í málið og Swyven var ekki nógu mikilsverður til þess. Sendiferðabíllinn nam staðar og Craig beið þar til ökumaðurinn bankaði í þilið milli stýrishússins og farangurshússins, þá fór hann strax út. Þeir voru á auðum sveitavegi og fyrir aftan sendiferðabílinn var Jagúar Mark 10. Craig hjálpaði Swyven niður — þrátt fyrir mót- mæli hans, hann átti f erfiðleikum með háu hælana — og inn í bílinn. Hann dró fram lykla, startaði og vélin tók þegar f stað við sér. Hann ók framhjá sendiferðabílnum, út á sveitaveg og hélt áfram. Hann náði aðkeyrslubraut að þjóðveginum til London, svínaði inn á framan við vörubíl, svo Swyven greip andann á lofti og þagnaði undir eins, síðan yfir á framúrakstursakreinina og sté fast á bensínið. Bíllinn var með nýja 4.2 lítra vél og snillingur hafði stillt hana. Hraðamælisnálin fór hærra og hærra og alitaf hélt Craig fætinum stöðugum, síðan skipti hann í „over- drive" og það var eins og bíllinn tæki stökk áfram og umferðin á eftir færi í hina áttina. Craig hélt hraðanum í fimm mílur í viðbót, lækkaði síðan niður f nítíu, áttatfu, sjötíu og fimm. Swyven engdist í sætinu. — Meiri refsing býst ég við, sagði hann. — Hverju gæti það svo sem skipt, þótt nokkur sæi þig? Craig hægði ferðina ofurlítið meir. — Hættu að argast í mér, sagði hann. — Mundu að þú ert dama. Swyven sagði ekkert meira næstu sjö mílurnar. Þá nam Craig staðar fyrir framan gamla bensínstöð og talaði við manninn, sem þar réði húsum, og hann setti þegar upp skilti, sem á stóð „lokað" og hvarf. Craig beið andartak, síðan benti hann Swyven að koma og fór með hann inn í hrörlega fbúðina á bak við og fann baðherbergið. Þar var skyrta, föt, sokkar, bindi, skór, allt, sem Swyven átti. — Hafðu fataskipti, sagði Craig. — Hér á að vera allt. Þú færð fimm mfnútur. Hann settist með gamalt eintak af Autocar. Þetta hafði verið gott ár Lagondunum, las hann. Hann yrði að kaupa sér Lagondu. Swyven kom fram eftir fjórar mín- útur, angandi af lakkeyði og rak- spíritus. Craig reis strax upp og leit inn í baðherbergið. Kvenfötin voru eins og hráviðri út um allt; blússan illskulega rifin. Það var svo að sjá, sem Swyven væri ekki ham- ingjusamur. Hann nöldraði alla leið- ina til Kensington, en sagði ekkert meðan Craig lagði bflnum, sté út og læsti honum. Það var ekki fyrr en Craig gekk við hlið hans heim að húsi móður hans, að hann tók til máls. — Ætlarðu að koma inn með mér? spurði hann. Craig kinkaði kolli. — En þú getur það ekki — þú mátt það ekki, sagði Swyven. — Ég á engra kosta völ, sagði Craig. — Heldur ekki þú. Komdu. Swyven leit á hann í örvæntingu, svo hringdi hann bjöllunni. Amparo, spánska ráðskonan, opnnaði undir eins, og þeir fóru í gegnum forsalinn og inn í litlu setu- stofuna, sem móðir hans gerði svo hlýlega og aðlaðandi og Amparo sagði ekkert — vafalaust af því að hin skepnan var þarna. Venjulega fann hún sitt af hverju til að jagast í honum út af. Og svo varð honum allt Ijóst. Að sjálfsögðu áttu þau von á honum. Þessi hræðilegi fitu- hlunkur hafði hringt og sagt sitt af hverju. Svo voru þau komin að dyr- um setustofunnar og Amparo bank- aði, vék síðan til hliðar, þegar þeir gengu inn. Það fyrsta, sem hann sá, var faðir hans og — drottinn minn — faðir hans var svo gamall, svo gamall, og svo var það móðir hans, sem kom til hans, með útrétta handleggina og sagði: — Mark, elskan mín, og Swyven varð ham- ingjusamur í faðmlagi hennar. Craig sagði við gamla manninn, og lét hann sjá framan í sig eins og Loom- is hafði sagt honum: — Ég held, að við ættum að tala saman f einrúmi, Sir, og Lord Swyven svaraði: — Já, auðvitað, og vísaði veginn inn í vinnustofu, sem var krök af dýr- mætu ruslasafni heillar ævi. Kort og silfuröskubakkar, sem voru heið- ursgjafir, samuraisverð, kfnverskir og indverskir koparmunir, myndir af Fiji-eyjum, Sydney Harbour, Cape Town, New York, Bombay og eyja- hafi. Hof, kirkjur, vogar og Mið- jarðarhafsfleytur undir akkerum, skipalest undir árás, og allt f einu mundi Craig eftir Swyven lávarði og óskaði þess, að af öllum þeim skítverkum, sem hann hafði lent f, hefði honum verið hlfft við þessu. — Ég vona að þú afsakir óreið- Framhald á bls. 48. 2. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.