Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 3
30. tölublað - 23. júlí 1970 - 32. árgangur í ÞESSARI VIKU Sá tónlistarviðburður nýliðinnar Listahátiðar í Reykjavík, sem flestir sóttu og mest veður var út af gert, voru hljómleikar pophljómsveitarinnar Led Zeppelin. Unglingarnir vöktu sumir heila nótt í biðröð til þess að fá miða og alls munu rúmlega 5000 manns hafa hlýtt á fjórmenningana. í þessu blaði birtum við skemmtilega myndaseríu frá þessum einstæðu hljómleikum. í síðasta blaði hófst athyglisverður greinaflokkur um mesta listaverkafalsara aldarinnar, Elmyr. í öðrum hlutanum segir m.a. frá þvi er Elmyr gekk á fund Pauls Rosenbergs, sem var Frakki og fulltrúi Picassos í New York. Hann þekkti snillinginn Picasso betur en nokkur annar, en samt lét hann blekkjast. „Faðir minn dó snemma að sunnudagsmorgni í júlí. Hann hafi legið lengi sjúkur og krafizt mikillar umönnunar. Við vorum öll við útförina, svartklædd. Ellen var róleg, drengirnir hnípnir og sjálf var ég dauðþreytt eftir að áralangri byrði hafði verið velt af herðum mínum .. ." Þannig hefst ný framhaldssaga, Arfur og örlög eftir Patricia Wentworth, en fyrsti kaflinn birtist nú. I NÆSTU VIKU í næsta blaði birtir Vikan sérstaka sumarsögu, íétta og skemmtilega, og munu fleiri slíkar fylgja á eftir. Þessi saga er eftir engan annan en sjálfan meistara smásagnanna, Guy de Maupassant. Hún heitir Marroca og fjallar um ástarævintýri höfundar í Afriku. „Hann er tákn þess sem koma skal í Ameríku. Sumir vilja líkja honum við John F. Kennedy. Hann hefur mikla persónutöfra til að bera, er víðsýnn og fær fólk til að hlusta á sig." Þannig hefst grein um blökkumanninn Carl B. Stokes, fyrsta þeldökka borgarstjórann í Bandaríkjunum. Hann stýrir stórborginni Cleveland í Ohio-fylki, og þvi er spáð að hann verði varaforsetaefni demókrata 1976. í júnimánuði siðastliðnum dvaldist hér á landi hárgreiðslumeistarinn Perry Wangsmo á vegum Hárgreiðslumeistarafélags íslands og fyrirtækisins Halldórs Jónssonar hf. Hann kom hingað til að kynna íslenzkum hárgreiðslukonum helztu nýjungar í klippingu, litun og hárgreiðslu. í næsta blaði birtum við margar myndir af Perry Wangsmo, þar sem hann er að greiða þekktum íslenzkum stúlkum frá Módelsamtökunum. F0RSÍÐAN Frá hljómleikum hinnar heimsfrægu pophljómsveitar Led Zeppelin í Laugardalshöllinni. Sján nánar inni í blaðinu. (Ljósmynd Egill Sigurðsson). í FULLRI ALVÖRU HÁTÍÐIR 0G VEÐRÁTTA Sjaldan hefur félagslif verið líflegra hér í höf- uðborginni en á þessu sumri. Fyrst kom Lista- hátíðin, og hefur ekki í annan tíma verið blóm- legra menningarlíf hér en þá daga, sem hún stóð yfir. Heimsfrægir erlendir listamenn gistu landið næstum daglega og kvöld eftir kvöld gafst borg- arbúum kostur á að vera viðstaddir listræna við- burði, eins og þeir gerast beztir úti i heimi. Og varla var Listahátíð lokið, þegar hófst umfangs- mesta íþróttahátíð sem hér hefur verið haldin. Hún einkenndist líka af heimsóknum erlendra gesta, sem ævinlega verka örvandi á íþróttalifið a!m?nnt. Draumurinn um listahátíð er ekki nýr af nálinni, þótt ekki hafi tekizt að gera hann að veruleika fyrr en nú. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem sum- ir hverjir voru ófyrirsjáanlegir, verður ekki annað sagt en þessi fyrsti alþjóðlega listahátíð okkar sagt en þessi fyrsta alþjóðlega listahátið okkar synlegt að taka til endurskoðunar að fenginni reynslu, og verður það væntanleqa gert áður en næsta hátið fer fram eftir tvö ár. Höfuðvandi slikrar hátiðar er sá að sameina svo að vel fari hið alþjóðlega og innlenda. Okkur nægir engan veginn að halda hátíð, sem frægir erlendir lista- menn bera uppi, heldur ber henni ekki síður að örfa innlenda listsköpun. Oneitanlega var hlutur erlenda listafólksins of áberandi að þessu sinni og okkar eigin framlagi var ekki gefinn gaumur sem skyldi. Hið eina sem skyggði á þessar hátíðir var veðr- áttan. Sæmilegt veður var reyndar dag og dag, meðan Listahátíð stóð yfir, en þegar að íþrótta- hátiðinni kom, spilltist það svo með eindæm- um hlýtur að teljast. íþróttamenn þurftu að keppa í kulda og roki og samtímis máttu innlendir og erlendir ferðalangar þola hríðarveður á fjöllum uppi — og það á miðju sumri! Löngum hefur verið valt að treysta veðrátt- unni hérlendis, en það er engu likara en hátta- lag veðurguðanna gerist undarlegra með hverju ári. Það er eins og sumar í eiginlegri merkingu sé hætt að koma hér, en með því var þó alltaf reiknað til skamms tíma. Arstiðaruglingurinn er crðinn svo alger, að starfsmenn Vegagerðarinnar þurfa að vinna að snjóruðningi á heiðavegum í miðium júlí og segjast aldrei hafa stundað þá iðiu á þessum tíma fyrr. G.Gr. VIKAN Utgeíandi: Hilmir hí. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson. Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigríSur Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsia og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 30. tbl. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.