Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 43
saumaði breitt, tvöfalt belti, þar. sem hún kom skartgripum sínum fyrir. Þetta voru mikil auðævi, og aleiga þeirra, því að „St. Mar- garet“ var veðsett upp í mastur. Milly bar alltaf þetta belti, sem betur fór, eins og síðar átti eftir að koma í ljós ... En nú var andrúmsloftið ekki skemmtilegt lengur. Það urðu líka breytingar á veðrinu, loft- vogin féll stöðugt. Sjórinn varð úfinn og himininn grár og skýjaður. Það var svo dimmt að ljós varð helzt að loga allan daginn. Kuldinn varð líka stöðugt meiri. Það braut á borðstokknum, svo þilfarið var oftast undir vatni. Það brakaði og brast í öllum samskeytum. Nú var lífið ekki leikur. Milly batt sig við brúarriðið með leðuról. Hún hélt það ekki út að vera undir þiljum, hún vildi vera hjá Gianni. Þótt hún væri klædd loðfeldi og hlýjum fötum, var henni samt kalt. Hún var orðin föl og þreytuleg, þegar hún var að reyna að sjá einhverja glóru gegnum brimlöðrið. Það eina sem hún sá var bugspjótið, sem við og við kom í ljós yfir öldútoppana. Þau voru ekki komin að Horn- höfða ennþá, svo þau áttu eftir að ganga í gegnum ennþá meiri erfiðleika. Jafnvel Jan Dekker, sem var öllu vanur, hristi höfuð- ið. — Ég hefi aldrei upplifað neitt þessu líkt, skipstjóri, öskr- aði hann til Giannis, gegnum há- vaðann. — Höfðinn verður hreint helvíti. Ef við eigum að komast klakklaust fyrir hann, verður Guð að gera kraftaverk. Jan Dekker var nú stöðugt undir áhrifum áfengis. Hann bölvaði og ragnaði og lét höggin dynia á mönnunum frá La Plata. Skipshöfnin var í aumu ástandi. Vatnið var hnédjúpt í vistarverum þeirra og kojur og rúmföt rennandi blautt. Það var engin von til að fá hvíld eða svefn. Sjöundu nóttina keyrði allt um þverbak. Það varð upphaf endalokanna. Gianni var rétt búinn að koma Milly í rúmið. Hann hafði hlað- ið koddum í kringum hana, svo hún meiddi sig ekki, og gefið henni svefntöflur, svo hún féll strax í þungan svefn. Hann fann sárt til ábyrgðar- innar, á ungu konunni, sem hann hafði tekið með sér út í þetta hættulega ævintýri. Hann var innilega hrærður og kyssti blíð- lega þurrar, hvalar varirnar. Þá hejmði hann skothvell. Hann hrökk við og staulaðist upp járn- stigann, annar stýrimaður kom á móti honum, löðrandi í blóði, með gapandi sár á höfðinu. — Dekker er orðinn briálaður! Þeir eru allir brjálaðir! Þeir heimtuðu að við sigldum inn til Staten Island — og þá varð allt vitlaust. Á votu, ísuðu þilfarinu, í ljós- inu, sem féll frá sjúkraklefanum, voru nokkrir menn í slagsmálum. Þeir börðust með hömrum og öxum, La Plata mennirnir á móti þeim frá Dalmatíu, sem stóðu kringum Dekker. Risinn stóð með bakið við stór- sigluna, hann var búinn með öll skotin úr byssunni, og hann lamdi hvern sem hann náði í með skeftinu. Og hann öskraðl orð, sem enginn skildi, svipur hans var ekki mannlegur. Líkamir utlu um koll og voru traðkaðir niður og veltust um þilfarið, sem gekk upp og niður í ólgusjónum. Þetta var sem ógulegt víti. Gianni var gripinn ísköldum ótta. Þeir tortíma hver öðrum, hugs- aði hann örvílnaður. Hann var óvopnaður sjálfur. „St. Margaret“ hallaðist stöð- ugt meira, fór stöðugt í hringi. — Slavik, stýrið, öskraði Gi- anni. En Slavik stóð ekki við hlið hans, það var enginn maður við stýrið! Gianni batt stýrið fast með skjálfandi höndum. Því næst hljóp hann niður til Millyar og reif hana upp af svefninum. — Flýttu þér á fætur, ástin mín, við erum í hættu! Hann hafði ekki brjóst í sér til að segja henni allan sannleikann. Hann vissi að endalokin voru ná- lægt, „St. Margaret" dansaði eins og fiðrildi á ægilegum öldunum. Milly hlýddi. Hún var rugluð af svefnlyfinu og skildi ekki hvað um var að vera, leit á hann og brosti. Hann kyssti hana, lagði arm- inn utan um hana og hjálpaði henni upp járnstigann. Þau voru rétt komin upp á þilfarið, þegar stórsiglan brotnaði með ógurlegu braki og féll yfir framskipið. Skipið rykktist ógurlega til; brúin reis upp í loftið og fram- skipið Sökk. Þilfarið var skyndi- lega alautt, stórseglið hafði hreinsað allt fyrir borð. — Gianni! öskraði Milly. Hún var nú glaðvakandi og fannst þetta allt vera óhugnanleg mar- tröð. — Guð hjálpi okkur, við erum að sökkva ... Gianni reif tvö björgunarbelti af veggnum. — Já, við þurfum á hans hjálp að halda, sagði hann. Þegar St. Margaret" hafði seinkað um þrjá mánuði, var ekki lengur nokkurt vafamál að skip- ið hefði sokkið og allir drukknað. Einu sinni ennþá var nafn Jó- hanns Salvator skráð með stóru letri á forsíður heimsblaðanna. Það var talað um hann sem prinsinn, sem ekki fékk leyfi til að kvænast unnustu sinni, vegna þess að hún var af borgaralegum 30. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.