Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 4
Sjaldan er túfa tryyg, þótt
tekin sé af lienni rófa.
Islenzkur málsháttur.
Fæddi tveggja metra
háan son
Það er fátítt að sjá gíraffa
fæða, en þessar myndir voru
teknar í dýragarði einum í Bret-
landi í vor. Starfsmenn dýra-
garðsins fylgdust með þessum
atburði af miklum spenningi og
gerðu allt sem þeir gátu til að
fæðingin gengi að óskum. Gír-
affamóðirin var rúmlega fjóra
klukkutíma að fæða, en að þeim
tíma liðnum stóð tveggja metra
hár gíraffaungi við hlið henni.
Hann reyndist vera karlkyns og
var skírður Alexander.
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Hlekkir hjónabandsins
eru svo þungir, að það
þarf tvo til að bera þá
— og stundum þrjá . . .
Er dóttir Nixons
ástfangin af Charles
Bretaprins?
Sá orðrómur gengur nú í
Washington, að hin 24 ára gamla
dóttir Nixons forseta, Patricia,
sé ástfangin af Charles Breta-
prins og væntanlegum erfingja
krúnunnar — og hann sé jafn
hrifinn af henni.
Þau hittust í fyrsta sinn í júlí-
mánuði í fyrra, þegar Patricia
fór með föður sínum til að vera
viðstödd dansleik, sem haldinn
var til heiðurs hinum unga
Bretaprins. Prinsinn dansaði allt
kvöldið við forsetadótturina, og
um leið og Patricia var komin
aftur í Hvíta húsið settist hún
niður og skrifaði prinsinum bréf.
Síðan hafa þau skrifast á.
Vinir Nixons-fjölskyldunnar
segja, að Patricia sé alveg bál-
skotin í prinsinum og geti vart
um annað hugsað en hann. Þau
Charles prins og Anna prinsessa,
systir hans, hafa boðið Patriciu
að koma í heimsókn til Englands
nú í sumar — og hún hefur þeg-
ar þegið boðið og endurgoldið
heimsóknina og boðið prinsin-
um að koma til Hvíta hússins í
haust.
Spurningin er aðeins, hvort
Bretaprins fær leyfi til að eiga
Patriciu, jafnvel þótt hún sé
dóttir Bandaríkjaforseta. Það
kemur væntanlega á daginn, ef
samband þeirra varir og reynist
annað og meira en stundarhrifn-
ing.
Kanarífugl erfði
milljónir
Þegar 83 ára gömul ekkja ríks
fiskikaupmanns lézt ekki alls
fyrir löngu, kom í Ijós, að hún
hafði látið eftir sig erfðaskrá,
sem er áreiðanlega einstæð í
sinni röð í allri veraldarsögunni.
Öll auðæfi ekkjunnar eiga að
renna til kanarífuglsins hennar,
sem heitir Jimmy. Það stóð í
erfðaskránni, að fuglinn hefði
verið eini vinur eiganda síns síð-
ustu ár ævinnar.
En gamla konan var vel ern
allt til síðustu stundar og vissi
upp á hár hvað hún var að gera.
Kanarífuglinn Jimmy er aðeins
eins konar táknrænn erfingi
miljónanna, því að þeim á að
verja til að hjálpa sjávarfuglum,
sem hafa skaðazt vegna olíu í
sjó.
Síðustu ár ævi sinnar sá ekkj-
an, sem heitir frú Pellgrouth,
næstum daglega út um gluggana
á einmanalega húsinu sínu olíu-
mengaða sjávarfugla berjast við
dauðann á ströndinni. Henni
rann þetta svo til rifja, að hún
ákvað að verja öllum fjármun-
um sínum til að hjálpa fuglun-
um, þessum bágstöddu „ættingj-
um“ Jimmys — sem hún taldi
tryggasta vin sinn í einveru ell-
innar.
4 VIKAN
30. tbl.