Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 44
brún á einni nóttu með QT... Q.T. gerir yður eðlilega sólbrún, meðan þér sofið. Notið Q.T. inni sem úti, í regni sem sól og á 3 til 5 tímum verðið þér eðlilega sólbrún. Q.T. er framleitt af COPPERTONE. Heildsölubirgðir: HEILDVERZLUNIN ÝMIR S.F. sími 14191 og HARALDUR ÁRNASON HEILDVERZLUN H.F. Hamarshúsinu, sími 15583. Þér sparifl mefl áskrift VIKAN Skflpholti 33 - Sími 35320 ættum, og hann vildi heldur af- sala sér tign, en að skilja við stúlkuna, sem hann elskaði. ÁST FRAM í ANDLÁTIÐ, skrif- uðu blöðin, og RAUNALEG ENDALOK ELSKENDANNA, og þar fram eftir götunum. Það stóð heldur ekki á því að ásaka hirðklíkuna í Vín og þann ósveigjanleika, sem varð orsök að dauða Jóhanns Salvator. Franz Josef sá sér ekki annað fært en að gera út tvo leiðangra til að leita að „St. Margaret", en það var árangurslaust. Það fannst ekki einu sinni nokkuð sem gaéti gefið til kynna hvað hefði skeð. Aranka Stubel var örvænting- arfull. Hún var búin að opna vín- stofu sína í New York, og það jók mjög aðsóknina hjá henni, þegar það fréttist að hún væri móðir Millyar. En hún hafði enga gleði af því. Hún varð ellilegri, sorgbitin og lífsleið. En það tók breytingum einn daginn, þá fékk hún bréf sem breytti öllu. Fyrst varð hún skelfingu lost- in. Þetta var rithönd Millyar. Bréfið hlaut því að vera skrifað í La Plata, áður en hún fór í hina örlagaríku ferð, og hafði verið svona lengi á leiðinni. Bréf frá öðrum heimi. En allt í einu breyttist svipur- inn á móður Millyar. Stimpill- inn á argentíska frímerkinu var frá Vera Cruz og var aðeins tveggja vikna gamall: Sendandi var Emilia Orten . . . Hún var hálf rugluð, þegar hún reif bréfið upp. „Elsku mamma", stóð þar, „fyrst af öllu bið ég þig fyrir alla muni að láta ekki nokkurn mann vita að við erum á lífi! Við erum búin að ganga gegnum þær skelf- ingar, að við viljum ekki fyrir nokkurn mun missa þann frið, sem við höfum nú hlotið. Það veit enginn hér, hver við erum. Gi- anni hefir fórnað skegginu, og fólkið hér heldur að við séum frá Bayern, og það er yfirleitt ekki spurt um skilríki hér. 'Fyrir skartgripina, sem Gianni gaf mér og sem betur fór, voru þeir bundnir við mig, þegar við lent- um í sjónum, höfum við keypt dásamlegan búgarð og þúsund kindur... Aranka.varð að þurrka augun, hún sá varla til að lesa. Milly og Gianni voru lifandi. Það var hreint kraftaverk að þau höfðu bjargazt. Geysileg alda hafði slengt þeim á land við klettótta strönd Eldlands. Þau voru illa haldin, en höfðu á ein- hvern hátt klórað sig áfram und- an öldusoginu. En að lokum gafst Milly upp, hún missti meðvitund og fékk háan hita. Gianni bar hana á öxlunum, tíu kílómetra inn í landið. Þá gafst hann líka upp. Innfæddir menn fundu þau og komu þeim til gamals Englend- ings, sem lengi hafði búið við jaðar frumskógarins. Þau fengu aldrei að vita hvað hann hét. — Ég vil ekki að ég finnist hér, sagði hann. Og það vildu Milly og Gianni ekki heldur, þau köll- uðu sig Juan og Emiliu Orten. Sólin hvarf bak við fjöllin. Loftið var ferskt og svalt í kvöld- golunni. Þau riðu hægt, hlið við hlið, heim að húsinu. Milly reið tví- vega í stuttu skinnpilsi, Gianni var í rauðköflóttri skyrtu. Líf þeirra hafði verið viðburða- ríkt. Þeim fannst langt síðan þau hittust í fyrsta sinn, kvöldið góða, í vinnustofu Hans Makarts. Þau voru langt frá heimsins glaumi, hann kom þeim ekki við. Þeirra heimur var hér, þau ein, búgarðurinn þeirra og sauðirnir. — Á morgun byrjum við að rýja, sagði Gianni. — Eg veit það, ástin mín, sagði hún. ■—- Þetta verður stutt nótt, ég verð að fara á fætur klukkan þrjú. — Já, ég veit það. Hestarnir töltu heim að hús- inu. Sjóndeildarhringurinn glóði í rauðum og gullnum litum. Suð- ið í engisprettunum fyllti loftið. — Við borðum morgunverð kl. hálf fiögur, sagði Gianni. — Eg veit það, vinur minn. Þau litu bæði við í einu og horfðu hvort á annað. Vindurinn lék um gullna lokka Millyar. Gianni rétti fram höndina og hún lagði hönd sína í lófa hans. — Til hvers er ég eiginlega að tala, sagði hann brosandi, -— þeg- ar þú veizt allt fyTÍrfram? — Ég veit það ekki, Yðar há- göfgi, sagði hún, og augu hennar Ijómuðu glettnislega, full af ást.. ENDIR,- Led Zeppelin Framhald af bls. 31. ekki er hægt að gera nema að áheyrendum viðstöddum. Það hef- ur komiS til tals aS viS tökum eitthvað upp á „Bath-hátíSinni", sem haldin verSur innan skamms, en héSan förum viS beint til Eng- lands, oq æfum fyrir bá hljóm- leika. (Þar verður m.a. John Mayall). — Nú hafið þið heyrt í einni af okkar hljómsveitum, Trúbrot; hvern- ig fannst ykkur? — Sú sem var í klúbbnum? Já, mér fannst hún mjög góS, og reyndar mun betri en flestar hljóm- sveitir á meginlandinu — og með- taliS er þá England. Eg hef trú á að þeir gætu náð langt meS sitt eigið efni, en af því heyrSum við því miður lítiS sem ekkert. — Hvernig fannst ykkur þau fara með ykkar lög, t.d. ,,A Whole Lotta Love", sem þau fluttu í enda dans- leiksins í gærkvöldi (21/6)? — Satt að segja vorum viS farn- ir þá. Það var mikil pressa á okkur frá fólkinu allt kvöldið, svo við vorum dauSfegnir að komast i 44 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.