Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 12
LISTAVERKA- FALSARI ALDARINNAR Bandaríkjamenn elska titla. Hvers vegna ekki aS gera þeim til geðs? Elmyr fór að kalfa sig barón de Hory... Clift, og varð hann yfir sig hrifinn. — En, sagði de Hory, -— ég vildi ekki selja honum myndina af því að hann var góður vinur minn. Þar að auki þorði ég það ekki. Fram að þessu hafði ég eingöngu selt galleríum. f Evrópu get- ur listsali ekki verið þekkt- ur fvrir að kaupa fölsun. Það er litið á hann sem sérfræð- ing, sem viti livað hann ger- ir. Fvrir þennan Modigliani fékk Elmyr sex þúsund doll- ara. Þetta opnaði nýja mögu- leika. Sölutækni Elmyrs bvggðist á gæðum verka hans og persónuleika hans, sem sé því að hann var ekki sölu- maður. í augum annarra var Iiann evrópskur aðalsmaður í peningaþröng, sem seldi smám saman frá sér lista- verk fjölskyldunnar til að geta lifað. Hann ])ekkti bæði á list og listamenn, skvaldr- ið í innstu hringum þeirra og fyrir bandarískan lista- verkakaupmann lá það í aug- um uppi að hann væri það, sem hann sagðist vera. Sér- staklega þar eð hann bauð fram aðeins góða list. Hann dekstraði engan til að kaupa og verðlagði ekki hátt. Vorið 1951 lagði Elmyr sig í mikla hættu. Hann fór á fund Pauls Rosenbergs, sem var Frakki og fulltrúi Pi- cassos í New York. Hann hafði fengizt við Picasso i fjörutíu ár og þekkti snill- inginn betur en nokkur ann- ar í Ameríku. Rosenberg keypti fimm af Picasso- teikningum Elmyrs. f því fólst ekki lítil vegsemd fyrir falsarann. Peningarnir frá Rosenherg fleyttu Elmyr til New Orle- ans, og þar líkaði honum prýðilega. Heilan vetur dvaldi hann þar í ró og næði, falsaði Matisse og Modigli- ani og kynntist Tennessee Williams og Robert Ruark. Ilann hitti horgarstjórann, sem fékk honum i hendur að endurnýja nokkur málverk úr borgarastyrjöldinni, sem skreyttu veggi ráðhússins. Fyrir það fékk hann ekki að- eins horgað, heldur og að- gang að hverju sem var í borginni. Líklega er hann eini heiðurshorgari New Or- leans, sem ekki hafði önnur persónusk'ilriki en ökuskír- teini útgefið í Ivalifomíu. Franska vegabréfið hans var fyrir löngu gengið úr gildi, svo og bandaríska vegabréfs- áritunin. Þótt undarlegt kunni að virðast mun liann ekki hafa vitað að sem flótta- maður átti hann rétt á Nan- sensvegabréfi. Hann þorði ekki að liafa samband við nokkur yfirvöld af ótta við að vekja sofandi birni. Hann var fjörutíu og sex ára og það sem hann átti var ekki meira en svo að það komst fyrir í þremur ferðatöskum, en listaverkasalamir auðguð- ust stórum á þvi sem þeir keyptu af honum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að liann ákvæði enn einu sinni að hyrja nýtt líf, hætta við fals- anirnar og mála ekta verk. Það sýnir að Elmyr de Hory var langt í frá samvizkulaus. Hann leigði sér eitt her- bergi og eldhúskrók í Los Angeles fyrir ellefu dollara á viku, og þar málaði hann ófölsuð verk í sex mánuði. Á hverjum föstudegi fór hann hringferð um galleríin, en ekkert seldist. Til að hafa fyrir daglegu brauði tók liann til við hitt og þetta snatt, til dæmis að mála slcreytingar- myndir i stil við húsgögnin og teppin hjá allrahanda mið- stéttarfólki. Þrátt fyrir allt leit hann síðar til þessa tíma- bils með vissum söknuði, þess konar tilfinningu sem grípur margt fólk þegar það horfir um öxl til sinnar glöðu og fátæku æslcu. Hann matreiddi fyrir sig sjálfur á gaseldavél og keypti sólar- hringsgamalt hrauð til að spara. Næturlífið í Los An- geles tók mikið af tíma hans. Hann kynntist ungum fyrr- verandi hnefaleikameistara er Jimmy hét. Sá hafði ver- ið í bandariska sjóhernum en verið rekinn fyrir að stjaka við yfirmanni. Hann var góð- legur maður og viðfelldinn, og þeir Elmyr ákváðu að búa saman. Nokkrum árum fyrr hafði Elmyr skilið Derain-vatns- litamynd eina eftir hjá frönskum listsala í Chicago, sem ihugaði kaup. Þetta rifj- Elmyr de Hory falsaði ekki einungis myndir. Hann falsaði áritanir líka. „Þessi teikning er gcrð af mér, París, 24. maí 1946, Picasso“, skrifaði hann á þessa mynd. 12 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.