Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 48
Þeir gengu lengi. Hann reyndi að sjá í myrkrinu hvert farið yrði með hann og svikarann. En hann sá aðeins gisinn grátviðinn og vatnið, sem vall fram milli steinanna.... SMÁSAGA EFTIR MARÍA GRUBELIVA Áin ískar gjálfraði úti í nóttinni. Ylfrandi haustvind- urinn fálinaði um skekktar þakplötur kofans, hvein og dansaði í lafkrónu val- hnotutrósins. Gluggarúðurn- ar skuflu. Skyndilega var kofadyrun- um hrundið upp. Gamla kon- an, sem hafði setið álút fram- an við lágt eldstæðið, hrökkl- aðist á fætur. Klúturinn féll af gráu hári hennar. Hún titr- aði af ótta og hörfaði eitt skref afturábak að vefstóln- um. Varðstu hrædd, mamma? Hár og þrekinn piltur með gráa derhúfu á höfði steig inn f.yrir þröskuldinn. Konan kastaði sér í fang hans, tyllti sér á tá og faðm- aði hann að sér. Kamen, sonur minn, loks- ins.... Ég hef verið að von- ast eftir þér í marga daga/ Allt frá hátíð hins heilaga Teódórs. . . . Kamen losaði sig úr faðmi móður sinnar, tók ofan húf- una og fleygði henni á borðið. Hlustaðu á mig, mamma .... ég kem ekki til að gista .... ég verð að fela mig ein- hvers staðar .... Fela þig? Hvers vegna? spurði móðir hans óttaslegin. Hvað hefurðu nú gert af þér? Eru kanski nýjar kallanir? Nei, nei .... annars voru þetta aðeins æfingar .... Geturðu farið með mig til einhverrar nágrannakonunn- ar, sem hægt er að trey-sta? Til konu Kostadíns til dæm- is? Æ, það er ekki hægt, son- ur minn. Sonarsonur hennar er vei'kur af barnaveiki og búið að líma rauðan kross á húsið þeirra. Kamen dró móður sína að sér, dró kveikinn niður í steinolíulampanum og hvísl- aði: Get ég þá ekki falið mig í húsinu hans Despins? Það er stórt hús — með mörgum herbergjum, krókum og kim- um .... Gamla konan hugsaði sig um. Hendur hennar skulfu. Við höfum engan tíma til umhugsunar, mamma .... við verðum að flýta okkur. Ég var sendur hingað frá Sofíu .... við erum margir. Kíril Sokov er hér líka. Æ, sonur minn — er mér það nokkur huggun, að þið eruð margir? kjökraði gamla konan. O, heilaga guðsmóðir .... óðstu yfir ána? Þú ert rennblautur í fæturna! Nú skal ég láta þig hafa þurra sokka .... Æ, sonur minn, hvers vegna gerir þú mig svona hrædda .... Hún gekk að skrautmáluð- um kistli, lauk honum upp og tók að róta í honurn í flýti. Mamma, tefðu mig ekki með þessum sokkum.... Gamla konan lagði marg- lita ullarsokka á hné hans. Kamen beygði sig niður og flýtti sér að skipta um. Þeir eru þykkir, mamma. Ætli ég komist í skóna! Hvers konar útprjón er nú þetta? Turtildúfur. sonur minn. Röð af turtildúfum og röð af krossum. Ég hafði ætlað þá stúlku.... Kamen hló hjartanlega, horfði á móður sína heitum augum og batt skóreiiuarn- ar. Hann reis upp og tók nokkur skref. Gott. Þurrt og þægilegt fyr- ir fæturna. Jæja, hefurðu nú ákveðið hvert þú ætlar með mig? Flýttu þér nú. Ég ætla með þig í nunnu- klaustrið, sonur minn. I nunnuklaustrið? Og hjá hverjum ætlarðu að fela mig þar? Hjá systur .Evtímu. Er hægt að treysta þessum fjandans nunnum, mamma? Sonur minn! Hvernig get- urðu sagt annað eins og þetta? Þær jijóna þó Guði. . Heyrðu mamma, getum við ekki farið til Péturs Mís- ins? Nei, í klaustrið, í klaustrið, endurtók gamla konan og lagði sjal yfir herðarnar — þar á ég .... Allt í einn heyrðist blíst- ur fyrir utan. Það er merkið — merkið okkar! Kamen opnaði dyrnar of- urlítið og hlustaði. Blístrið heyrðist aftur. Kamen hik- aði sem snöggvast, hratt síð- an upp hurðinni og gekk út í húsagarðinn. Þá var slegið á öxl hans. Tvær sterkar hendur gripu til hans, aðrar tvær sveigðu handleggi hans aftur fyrir bak og tókst að binda hann eftir nokkurt þóf. Framundan glampaði á ána ískar, það mótaði fyrir útlínum grátviðarstofnanna og á milli þeirra skugga- mynda manna. Til hliðar mátti greina umlínur þriggja topphjálma. Ég hef verið svikinn, hugs- aði liann og horfði í kringum sig eftir móður sinni. Hún stóð lireyfingarlaus á þröskuldi kofans og virtist enn minni og samanskroppn- ari í hálfbirtunni. Mamma, hrópaði hann, og skikli að mótstaða var þýð- ingarlaus. Óttastu ekki, ég kem áreiðanlega aftur. . . . Maðurinn, sem hafði bund- ið hann, þrumaði storkandi: Maður veit það, hún aldr- ei. .. . Hann spyrnti við honum með hnénu. Móðirin leit upp, riðaði og greip í dyrastafinn. Kamen snéri sér í áttina til hennar, en var dreginn .af stað með valdi. Hvar er Kíril Sokov? Hann vísaði ykkur hingað, er ekki svo? spurði Kamen og rödd hans gnæfði yfir allt. Það gnast í vindlakveikj- ara. Einhver kveilcti sér í sígarettu. Sem snöggvast brá bjarma í andlitið, og Kamen sá löng, íbjúg augu, stuttar augabrúnir og náfölt andlit. Andlit Kírils Sokovs. Ljósið slokknaði, sígarettuglóðin ' ein lýsti upp þvkka vör. Kamen skildi allt. Svikari! — hvæsti hann og kreppti ósjálfrátt hnefana. Og ég sem treyisti þér sem vini mínum.... Hinn þagði, dró reiðilega að sér reykinn og andaði þungt. Hann gekk dálítið á undan, siginaxla. Onnur 48 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.