Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 19
sjálfsagt eigingjarnt og gírugt af mér að vilja
halda þessum fimmtán hundruð pundum
handa sjálfri mér einni.
Ég var í þann veg að gefa mig, þegar Ell-
en lét út úr sér nýja athugasemd.
2. kafli.
— Það getur ekki verið meining þín,
Magga, að vilja halda öllum þessum pening-
um, sagði hún. — Hvað í ósköpunum ætlarðu
að gera við þá? Ekki þannig að skilja... .
Hún þagnaði. Jafnvel af Ellen væri það of
langt gengið að segja, að ég væri orðin of
gömul til að nýta alla þessa peninga. En það
mátti lesa þessi orð úr augum hennar. Lög-
fræðingurinn sendi henni gremjufullt tillit.
Ég gekk að skenkiborðinu og hallaði mér
upp að því. Það var eins og fæturnir væru
að verða máttlausir. Ég horfði af einum á
annan, örmagna. Það var víst ekki sjón að
sjá mig: fötin gömul, hárið alls ekki vel til
haft, og mér hafði á alla lund farið aftur. f
augum þeirra leit ég sjálfsagt út eins og
fuglahræða.
— - Mér þykir þetta leitt, sagði ég eins
stillilega og mér var unnt. — En ég get því
miður ekki boðið ykkur neitt af peningun-
um mínum. Faðir minn hefur arfleitt mig að
þessu fé, og ég hef meira not fyrir það en
þið haldið. Þetta eru raunar ekki ýkja miklir
peningar, og ég hef hugsað mér að eyða þeim
eins fljótt og ég get. Ég vil heldur skemmta
mér fyrir þessa peninga en leggja þá í eitt-
hvað. Annars þakka ég þér fyrir, Jan. Það
var vel hugsað af þér að bjóða mér aðstoð.
— Mætti ég spyrja einnar spurningar.
sagði Ellen, og röddin titraði af vonbrigðum.
- Hvernig ætlarðu að eyða peningunum
svona fljótt eins og þú segir, í Glasgow hjá
Effie frænku? Hún sem lifir svo rólegu
lífi....
— Effie frænku? greip ég fram í. — Hvað
kemur henni þetta svo sem við?
Þetta var ekki fallega sagt af mér, en ég
vissi vel, hvað Ellen átti við. En ég var reið
og naut nú þess, að sjálfstraust mitt hafði
aukizt. Þegar allt kom til alls, var ég bú-
in að lifa hundalífi í tólf ár. Og nú loks þeg-
ar mér hafði öðlazt tækifæri til að lifa líf-
inu ,var greinilegt, að ættingjarnir gátu ekki
unnt mér þess. Ég gat ekki annað en fengið
hatur á þeim að undanteknum þeim Alistair
og Dan, þeirri elsku. Enginn hinna hafði
nokkru sinni látið sig nokkru skipta, hvern-
ig mér reiddi af.
—■ É'g hélt, að Jan væri búinn að tala við
þig, sagði Ellen ískalt.
—- Það er ég líka búinn að gera, Ellen,
sagði Jan blíðlega. — En það getur verið að
veslings Magga hafi gleymt því.
— Veslings Magga hefur ekki gleymt
neinu, svaraði ég heiftúðleg. — Þið eruð öll
ásátt með að ég eigi að búa hjá Effie frænku,
er ekki svo?
- Og hvað er í veginum með það? brauzt
út úr Ellen. — Þú heldur víst, að okkur sé
alveg sama um þig. En við óskum þér ekki
nema alls hins bezta. Mér finnst þú vera
fram úr hófi vanþakklát.
Ég horfði á þau án þess að segja orð.
Gamli lögfræðingurinn, sem þau sýndust
hafa gleymt að væri viðstaddur, sat og
drúpti höfði.
— Ég fer ekki til Effie frænku, Ellen, lýsti
ég loks yfir.
— Hvað ertu að segja. Hún bíður eftir
þér... .
— Ég fer ekki þangað.
-—■ En hver á að sjá um hana, þann vesa-
ling?
Það hef ég ekki hugmynd um.
Hún er komin á áttræðisaldurinn og
orðin heilsulaus. Ráðskonan hennar er næst-
um eins gömul og hún sjálf. Hreint út sagt,
Magga, þá datt mér ekki í hug, að þú gætir
verið svona sjálfselsk.
— En nú veiztu það þá! svaraði ég og
brosti grett. Okkur hafði aldrei komið vel
saman, og nú fann ég bezt, hversu illa mér
var við hana.
— Við héldum, að þér yrði ánægja í að
fara til hennar, sagði Ellen þvermóðskulega.
— Ánægja! gall ég við svo hátt, að allir
hrukku við og góndu á mig. — Ánægð með
að fara úr einni þrælkuninni í aðra. . . .
ég spyrja, hvað þú ætlar að gera við pening-
ana? spurði hann. — Ég býst við, að flótta-
mannastofnunin. . . .
— Nei, nei. Fyrst ætla ég að fara í al-
mennilegt ferðalag, var komið út úr mér áð-
ur en ég vissi. — Svo veit ég ekki vel, hvað
ég tek fyrir. Það fer eftir því, hvað mikið
verður eftir af aurum.
— Það er sjálfsagt góð hugmynd, þorði
Ellen ekki annað en að viðurkenna. — Þú
þarft áreiðanlega hvíld.
— En ég ætla hvorki til Cornwall eða
Skotlands, heldur til meginlandsins, — Ung-
verjalands.
— - Ungverjalands, endurtók Ellen vantrú-
uð. Svo brast hún í hlátur. — Það er Rupert
Cash. Hreinskilnislega sagt, Magga, eftir all-
\ | i 11 V pll | P s
:: ■ ' : 1'
* % I I íii . ifi "13 - ''X V 's ;
iii * v. £ fBilj
. ..... 1
Svona talarðu um síðustu ár föður þíns.
Ég vil ekki hlusta á þig lengur. Þetta er and-
styggð.
Ellen stóð upp og sýndi á sér fararsnið. En
auðvitað fór hún ekki ,til þess var hún of
forvitin. Hún gekk að bókahillunni og las á
kilina.
— Hvað verður um Effie frænku? spurði
Ellen hvasst.
Þú gætir boðið henni að koma hingað,
svaraði ég og sá, að þessi orð komu Alistair
næstum til að reka upp hlátur.
Við vöðum ekki öll í peningum, svar-
aði Ellen.
Hættu nú, Ellen, greip Alistir fram í.
- Þú talar eins og stúlkan hafi erft morð
fjár. Auðvitað gætum við klofið þetta. Það
er kominn tími til, að Magga taki sér frí.
Þetta kom flatt upp á Ellen og áður en
hún gat svarað tók Tom til máls, en hann
hafði mest fjármálavit af þeim öllum. — Má
an þennan tíma.... Það er þess vegna, ekki
satt?
Tenby lögfræðingur hafði nú staðið upp og
þrýsti hönd mina. — Það gleður mig sannar-
lega, sagði hann lágt. Þér eigið skilið að
halda hverjum eyri. Skemmtið yður vel og
hlustið ekki á, hvað aðrir segja. Og ef þér
strandið einhvers staðar peningalaus, skuluð
þér bara vera róleg og hringja til mín.
Mér var orðið svo hugrótt, að ég hefði get-
að faðmað Tenby að mér....
Eftir að fólkið var farið tók ég að hug-
leiða það, sem Ellen hafði látið sér um munn
fara. Hún hafði gizkað rétt. Rupert Cash
heyrði til fortíð minni. Ég hafði einu sinni
verið ástfangin af honum. Hann hafði nokkra
dropa af ungversku blóði í æðum sér, en
hafði gaman af að staðhæfa, að hann væri
hreinræktaður Ungverji. Hann hafði ljós-
Framhald á bls. 47
30. tbi. VIKAN 19