Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 25
ur í dásamlegu veðri og fyrir fullum seglum. Milly fannst hún vera á ferð í sjálfri Paradis. Henni fannst þessar ógnir, sem hún hafði heyrt af stormum og stórsjó, vera óraunveru- legur draumur. — Þetta er dásamlegt, Gianni, sagði hún, þegar hún lá í örmum hans á nóttunni og hlustaði á brimgnýinn. — Ég hefði aldrei get- að ímyndað mér að ég ætti eftir að vera svona hamingjusöm. Þetta voru heitir dagar og heitar nætur, brúðkaupsferð svo full af hamingju, að þeim kom aldrei til hugar að það gæti tekið endi.. Það skeði ýmislegt um borð í skipinu, sem Gianni fékk ekki að vita samtímis. Á yfir- borðinu var allt í bezta lagi. Jan Dekker hafði staðið við loforð sitt, það var engin ástæða til að kvarta yfir mönnunum, sem höfðu ver- ið ráðnir á skipið í La Plata, þeir voru hlýðn- ir og pössuðu sitt starf. En Gianni fór að taka eftir þvi að allskon- ar óhöpp og smáslys fóru að verða daglegt brauð hjá þessum mönnum, eða þá að þeir gátu ekki mætt til vinnu vegna sjúkleika. — Það er ástæðulaust að hafa áhyggjux af því, skipstjóri, sagði Jan Dekker, með þrumu- raust. — Þetta eru latir bavíanar, og hafa ekki haft mannsæmandi þilfar undir fótum í áraraðir og þá verða þeir oft fyrir óhöppum. Það sem í raun og veru gekk fyrir sig um borð, fékk Gianni loksins að vita gegnum annan stýrimann, Mirko Slavik, sem var mjög hlyntur Gianni. Hann var hikandi, þegar það hrökk út úr honum. — Ég veit ekk hvort ég á að segja yður það, sagð hann. Ef til verður þetta að vera svona, það getur verið að það sé ekki hægt að halda í hemilinn á þessum mönnum öðruvísi. En þetta er hræðilegt, skipstjóri. Hafið þér séð hnefana á honum? — Hnefana á Dekker? Þeir eru eins og bullustrokkar í gufu- vél. Þetta eru ekki venjuleg óhöpp, það eru aðeins áverkar eftir hnefa hans. Hann er miskunnarlaus við þessa menn. Gianni hnyklaði brúnirnar. — Slær hann okkar menn iíka? — Hann snertir ekki Dalmatíumennina, þá hefði ég fyrir löngu verið búinn að skýra yður frá þessu. — Þér hefðuð átt að segja mér þetta strax, Slavik. Ég leyfi ekki slíkt hér um borð. Gianni sagði Milly ekki frá þessu, hann vildi ekki gera hana órólega. Hann ætlaði að fara að senda boð eftir Dekk- er, þegar maðurinn kom upp í brúna. Arnar- andlitið var svartrautt og hann þefjaði af viský og hélt öðrum stóra hnefanum að brjósti sér. — Það er gott að þér komuð sagði Gianni Framhald á bls. 40 30. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.