Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 9
Sabine hefur verið hjá ömmu sinni síðan 1966. Hvar er mamma mín? spyr Sabinc oft, en hún fær ekkert svar. I fjögur ár hefur Ingrid Sigmund (31 árs) barizt fyrir því að fá barnið sitt til sín. Fyrir nokkrum vikum átti að senda Sabine, en það er nafn telpunnar, á barnaheimili, þar sem hún átti að vera í fóstri meðan verið væri að ganga endanlega frá málinu, en gamla konan neitar stöð- ugt að afhenda barnið. ^eitar að aflieiida móðuriimi liarnið í rúminu, sem móðirin hefur búið upp liggur brúða. Móðirin situr sorgbitin og horfir á hana ... Skilnaðurinn var eins og hjá þúsund öðrum hjónum. Auglýs- ingaljósmyndarinn Christian Sigmund og Ingrid, kona hans, fengu skilnað fyrir landsréttin- um í Salzburg, eftir óskum beggja, og einkabarn þeirra, dóttirin Sabine, var dæmd í um- sjá móðurinnar. En Ingrid gaf þó leyfi til að barnið mætti dvelja um hríð hjá ömmu sinni, Gertrude Sigmund, tengdamóð- ur hennar. — Eg ætlaði auðvitað að taka barnið til mín, eins fljótt og mér var mögulegt, sagði Ingrid Sig- mund. Hún sótti um atvinnu og fékk hana mjög fljótlega, skrif- stofustarf á auglýsingaskrifstofu. Ári eftir skilnaðinn var Ingrid búin að skapa sér heimili, til að taka á móti dóttur sinni, svo hún fór til Gmunden í Salzkammer- gut, til að sækja Sabine. En þá varð hún fyrir miklum von- brigðum. Amman vildi ekki sleppa barninu og sagði að það væri miklu betur komið hjá sér. Dómstólarnir sögðu að móðir- in ætti að fá barnið strax í hend- ur, en amman þrjózkaðist. Þá fór þetta til yfirréttar og sama svarið kom þaðan. Móðirin sagði: —- Eg var svo viss urn að ég fengi barnið til mín, að ég var búin að sauma föt handa henni, búa út rúm og kaupa leikföng.... Þá sendi tengdamóðirin inn beiðni um að fá að ættleiða barn- ið. Það fór í taugarnar á austur- ísku dómurunum. Rétturinn neit- aði algerlega þeirri bón, og gaf út skipun um að barnið skyldi sent í fóstur, á meðan á þessu stríði stæði, og fyrirskipaði lög- reglunni í smábæ nálægt Gmunden að sjá um það. En þegar lögreglan kom, var gamla konan horfin með barnið. Stríðið um barnið hélt áfram. Amman fór til sálfræðings, sem sagði að skilnaðurinn frá ömm- unni yrði barninu líklega ofraun sálarlega. Nú var nauðsynlegt að gera gagnráðstafanir. Það var leitað til barnasálfræðings, sem sagði einfaldlega að barnið væri bezt geymt hjá móður sinni, og þá var kveðinn upp dómur, ennþá einu sinni: Sabine átti að fara til móður sinnar eftir fjórar vikur. Ingrid Sigmund segir: — Eg man að ég var ákaflega tauga- biluð, þetta var allt farið að ganga svo nærri mér. — Þú getur hvílt þig í nokkra daga, það munar ekki um það Framhald á bls. 46 30. tbi. vikáN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.