Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 5
BB var böivun hans Enginn hafði heyrt söngvar- ans Sacha Distel getið, þegar Brigitte Bardot tók hann undir verndarvæng sinn í St. Tropez og gerði hann heimsfrægan á svipstundu. Hann varð þó ekki frægur fyrir list sína, heldur eingöngu sem elskhugi þokka- gyðjunnar. Síðan hann sagði skilið við Brigitte Bardot, hefur Distel spjarað sig vel sem söngvari. Hann er nú orðinn hæstlaunaði skemmtikraftur í Frakklandi og Englandi. — Ég hef orðið að vinna eins og þræll til þess að ná þessu marki, segir hann. — Ég lít á hið skammvinna ástarsamband mitt með Brigitte Bardot sem mestu bölvun lífs míns. Það hef- ur tekið mig átta ár að venja fólk af að kalla mig „fyrrver- andi herra Brigitte Bardot“. Ég var hreinlega að missa vitið út af þessu. Þetta glumdi hvarvetna í eyrunum á mér og fólk fékkst varla til að hlusta á mig syngja. Það vildi aðeins sjá mig til þess að geta bent á mig og sagt: — Þarna er þessi Sacha Distel. Hann var með Brigitte Bardot. En nú hefur mér tekizt að verða frægur vegna eigin verðleika — lok'ins eftir langa mæðu. Sacha Distel hefur undanfarin ár verið kvæntur franskri stúlku, sem er mikill skíðagarpur, og hjónaband þeirra er sagt hið hamingj usamasta. „Þarna er þessi Sacha Distel,“ sagði fólk. „Hann var með Brigitte Bardot.“ Lína langsokkur sem módel Leikritið um hana Línu lang- sokk er ekki aðeins vinsælt hér á íslandi, en það hefur eins og kunnugt er verið sýnt í Kópa- vogi allt að fimmtíu sinnum með Guðrúnu Guðlaugsdóttur í titil- hlutverki. Það er um þessar mundir sýnt víða í Evrópu og nýtur alls staðar geýsimikilla vinsælda meðal barna. En mest- ar eru vinsældirnar í heimalandi höfundarins, Sviþjóð. Ellefu ára gömul stúlka, Inger Nilsson, leikur þar Línu langsokk og nýt- ur slíkrar hylli, að þess eru fá dæmi. Hún var svo eftirsótt, að kvikmyndafélagið, sem hún hef- ur gert samning við fyrir nokkru, bannaði henni að koma fram op- inberlega nema með leyfi félags- ins. Hún fékk leyfi til að koma fram á skemmtun í Örebro, af því að hún hafði lofað því fyrir langalöngu. Hún kom fram sem módel og sýndi nýju baðfatatízk- una. Bikini-baSföt - úr grasi Enski tízkuteiknarinn David Satchell hefur útbúið þessi frum- legu bikini-baðföt - úr ósviknu grasi. Satchell bendir réttilega á, að í baðfötum liggi konur gjarnan á jörðinni og þess vegna hljóti að fara vel á því að gera slík föt úr sjálfri „móður nátt- úru“. Þegar Satchell lét eitt af módelum sínum klæðast gras- inu, þótti honum það í loðnara lagi — og náði sér auðvitað í grasklippur og stytti flíkina — eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Táningarnir eru of gamlir til að gera það sem krakkar gera og ekki nógu gamlir til að gera það sem fullorðið fólk gerir — og þess vegna gera þeir það sem enginn annar gerir. # vísur vikunnar BREISKLEIKI Fagrar dyggðir fatast mér, flýr mig von og trúin. Hold er veikt en andinn er aldrei reiðubúinn. KALDAR ÁSTIR Það er lítill ylur í ástum sumra kvenna. Margra eldur mátti af því mest til einskis brenna. FRAMFARIR Fjöllir. varðast, fjölga brýr, fleytur þjóðar stækka. Annað verra undir býr: Islendingar smækka. UNAÐSSEMDIR Þegar lífssund lokast flest, langar, naprar vökur, mig hafa yljað mest og bezt meyjar, hestar, stökur. Kolbeinn Högnason. 30. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.