Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 22
Glóðarsteiking ryður sér æ meira til rúms hérlendis, hvort heldur er innandyra eða utan. Það að „grilla“ (glóðarsteikja) þýðir að steikja við mjög háan hita, sem venjulega eru infrarauðir geislar. Glóðarsteikingin ger- ir matinn safaríkari, fallegri og auðmeltari, og allt bragð af matnum kemst betur til skila. Segja má að fjölbreytnin geti verið óendan- lega mikil með glóðarsteiktan mat, svo sem í meðlætinu, sem með honum er borið. Með glóðarsteiktum mat má bera hrísgrjón, spag- hetti, kartöflur meðhöndlaðar á alla mögu- lega vegu eða bara hveitibrauð, og salat hreinlega tilheyrir öllu glóðarsteiktu. Glóöarsteiktur kjúklingur 1—2 kjúklingar steinselja V2 sítróna 1 tsk. salt V4 tsk. pipar 1 msk. olía 1 msk. tómatkraftur 1 tsk. rósmarin. Kjúklingarnir þerraðir vel og nuddaðir með sítrónu og helmingn- um af kryddinu. Steinseljan sett inn í og kjúklingarnir bundnir upp. Setj- ið þá á tein og steikið t ca. 40 mín'- útur. Penslið oft meðan á steikingu stendur með blöndu af olíu, salti, pipar, tómatkrafti og rósmarin. Ber- ið fram franskar kartöflur og grænt salat. Glóðarsteikt hvalkjöt 500 gr hvalkjöt sósa: 1 hvítlauksbátur (rifinn) 4 msk. ekta soya 2 msk. olía salt, pipar tómatbaunir. Skerið hvalkjötið í þunnar sneið- ar. Leggið sneiðarnar flatar á rist og penslið vel með sósunni. Glóðar- steikið í ca. 3 mínútur á hvorri hlið. Kryddið vel með salti og pipar og klippið graslauk yfir. Berið fram tómatbaunir með. Qlóðarstdkíur matur er góðgœti Náttverður piparsveinsins 4 sneiðar ristað brauð 4 buffsneiðar 4 rauðir tómatar 4 sneiðar flesk 4 piparhulstur 4 sultaðar agúrkur perlulaukur ólífur olía, salt og pipar eða grillsósa. Buffsneiðarnar steiktar í 2—4 mínútur á hvorri hlið og fer steik- ingartíminn eftir því hve rautt að innan kjötið á að vera. Tómatarnir steiktir í nokkrar mínútur. Flesk- sneiðarnar rúllaðar upp og steiktar augnablik. Setjið síðan á tein, ólívu, lauk, agúrku, pipar, flesk, tómat og stingið niður í buffsneiðina, sem sett hefur verið á ristaða brauðið. Buff með sósu 4 buffsneiðar olía eða bráðið smjör salt, pipar 4 ristaðar brauðsneiðar dálítið kjötsoð sósa: 1 dl remoulaðisósa ca. 1 msk. tómatkraftur 1 msk. tómatsósa. Pennslið buffsneiðarnar með olíu eða bráðnu smjöri og steikið. Ristið brauðsneiðarnar til hliðar á glóðinni þar sem hitinn er minni. Stráið salti og pipar á kjötið fullsteikt. Bragðið remoulaðisósuna til með tómatkrafti og tómatsósu. Vætið ristaðar brauðsneiðarnar með örlitlu af kjötsoði og leggið buffsneið á hverja brauðsneið og setjið sósutopp yfir: Til tilbreytingar: Pennslið buffsneiðarnar með sósu úr 2 msk. bráðnu smjöri, 1 msk. chilisósu, salti og pipar, eða marin- erið kjötið í 3 dl af rauðvíni, 1 dl af olíu, 2 rifnum hvítlauksbátum og 1 tsk. salti. Látið buffið'liggja í þess- um legi í ca. 1 klst. áður en steikt er. Umsjón: Dröfn H. Farestveit, húmæðrakennari 22 VIKAN 30- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.