Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 50
Hinn síðasti Hitler er Ameríkani Framhald af bls. 33. AIois Hitler var kráreig- andi. Hann liafði ekki nokk- urn áhuga á stjórnmálum, og sízt af öllu þeirri stefnu, sem bróðir hans tók. AIois hafði ferðast meira en Adolf. Hann var nokkur ár í Frakklandi, og svo starfaði hann sem þjónn í Englandi, þar sem hann kvæntist enskri konu. Með þessari konu eignaðist hann soninn WiIIiam Patrick, en skömmu síðar skildu þau hjónin. Eftir skilnaðinn fór Alois aftur til Þýzkalands og gekk þá að eiga þýzka konu, Hete að nafni. Alois gékk aldrei í nazista- flokkinn, þótt hann væri oft eggjaður til þess. Honum voru boðin allskonar hlunnindi í sambandi við atvinnu sína, en hann vildi ekkert hafa með brúnstakka bróður síns að gera. Hann átti ágæta krá við Wittenbergplatz í Berlín, og var ánægður með það. Iíann trúði heldur aldrei á fullyrðingar bróður síns um, að Þjóðverjar myndu vinna stríðið. Og þegar fyrstu einingarnar af rauða hernum komu til Berlínar, fór hann fótgangandi til Potsdam, á fund lögreglustjórans. Hann sagðist ætla að fara til Ham- borgar, en ekki undir sínu eigin nafni, og óskaði eftir fölskum skilríkjum. Lögreglustjórinn, sem hét Dolega-Koczierowski, sem var mjög taugaóstyrkur út af ástandinu í borginni, lét honum þessi skilríki í té, og datt niður á nafnið Gehlen, líklega án þess að hugsa út í það. Alois Hitler og konan hans lögðu af stað með þessi skilríki, og í för með þeim var hjúkrunarkona við Rauða Krossinn, Erna Mach að nafni. Hið rétta nafn hennar var Erna Hitler, og hún var eiginkona eins af bróðurson- um Hitlers. Bretarnir voru þá komnir til Hamborgar og auðvitað grands'koðuðu þeir öll skilríki, enda slapp Alois ekki við það. Einn liðsforinginn leit á skjölin. — Heitið þér Gehlen? spurði hann . — Já, svaraði Alois. — Þá það, svaraði liðsfor- inginn, og nokkrum mínútum síðar sat Alois í fangelsi. Alois skildi ekki hvað um var að vera. En eftir nokkrar yíirheyrslur varð honum Ijóst að það var ekki hentugt að bera sama nafn og Gehlen hershöfðingi. Þá játaði Alois að hið rétta nafn hans avr Hitler. Englendingarnir höfðu ekk- ert við Hitler veitingamann að athuga, svo honum var strax sieppt úr haldi og þess getið í lausnarskjalinu að Alois skyldi ekki hafa neitt ónæði af því nafni. AIois Hitler var samt hræddur um að hann hefði óþægindi af því, og sótti um að fá að breyta nafni sínu og taka nafnið Hiller, og fékk rétt til þess 26. október 1945. Veitingamaðurinn fékk að stunda atvinnu sína í friði þangað til hann lézt á Ochen- zoll-sjúkrahúsinu í Hamborg, 20. maí 1956. Erna Hitler (sem flúði und- ir nafninu Mach), hélt áfram að starfa í Rauða krossinum til dauðadags, síðastliðið ár. Hans, eiginmaður hennar, er á lífi og býr í Hamborg. Hvað skeði svo með Ang- elu, systur Hitlers, sem um skeið var ráðskona hjá hon- um? Reyndar fékk hún það starf fyrir eigin tilstilli, hún flutti sem sagt inn í uppá- haldsbústað Hitlers „Berg- hof“, rétt eftir að hann var gerður að ríkiskanslara árið 1933. Hún var nokkuð' yfir- gangssöm og ákveðin, en Hitl- er líkaði það vel, hann þurfti þá elcki að sinna gestum, og Angela var ágætis húsmóðir. Henni var Ijóst að „einkarit- ari“ Hitlers, sem fékk laun sín greidd úr ríkiskassanum, var ástmær hans, en lét það afskiptalaust. Það var fyrst, þegar Hitler fékk arkitekt, til að innrétta litla íbúð við hlið- ina á svefnherbergi sínu, að Angelu var nóg boðið, því að þessi íbúð átti að vera handa „einkaritaranum“ Evu Braun. Angela hótaði því að fara, ef hann hegðaði sér þannig, og liklega hefir Hitler orðið dauðfeginn, því að hann var fyrir löngu orðinn þreyttur á ráðsmennsku hennar. Eva Braun tók því að sér húsmóðurstörfin og Angela fór. Árið 1936 giftist Angela arkitektinum, prófessor dr. Martin Hammitzsch, og bjó í Radebul við Dresden. Þar var hún þegar Rússarnir komu. Sovésku hermennimir létu þau algerlega í friði, en samt leið þeim hjónum ekki vel þarna og voru fegin, þegar þau gátu flutt til Múnchen. Þar lézt Angela 30. október 1949. Hin systir Hitlers, Paula, sem breytti nafni sínu í Wolf, eftir kröfu hins yfirgangssama bróður síns, fékk líka að vera óáreitt eftir stríðið, þegar sov- éskir hermenn gerðu innrás í Linz í Austurríki. Hún flutti til Bayern árið 1946, og þjó þar við þröngan kost. Hún var sú eina af ættingjum Hitl- ers, sem reyndi að fá eitthvað af eigum hans, sem höfðu ver- ið gerðar upptækar. Hún var bláfátæk, þegar hún dó, 1. júní 1960, 65 ára gömul. Meðal þeirra fáu ættingja Hitlers, sem ennþá eru á lífi, eru Anton og Marie Schmidt. Anton er 62 ára, og þeir Hitl- er voru frændur. Móðursystir hans var gift föður Adolfs Hitlers. Anton vinnur nú á búgarði sonar síns og er lítið fyrir að tala um þennan fræga frænda sinn. — Hann er dauður, segir hann og bandar frá sér með vinnulúnum höndum. Svo lít- ur hann á konu sína og segir: — Við viljum ekki láta blanda okkur í þetta mál. Schmidt fjölskyldan hafði heldur aldrei samband við ein- ræðisherrann Hitler. Anton Schmidt hafði þó orðið að gegna herþjónustu. En hann sagði aldrei félögum sínum frá skyldleika sínum og einræðis- herrans, og þegar Englending- ar tóku hann til fanga, lét hann heldur ekkert uppi um það. Það hefir sennilega losað hann við mikil vandræði. Heinz Hitler var undirfor- ingi og lenti í riVssneskum fangabúðum og dó þar. For- eldrarnir fengu fréttina um lát hans við áramót 1945—46. Hitler, sem hafði svarið að þurrka (ausradiere) England út, brenna alla akra i Sovét- ríkjunum, drepa alla Gyðinga, og hneppa Austur-Evrópu í fangabúðir, sveikst undan merkjum og tók léttasta kost- inn, — að fremja sjálfsmorð fyrir aldarfjórðungi síðan. Og Hitlers nafnið dó með honum. Enginn vildi viðurkenna nafn- ið, að minnsta kosti ekki í Evrópu. Þeir fáu af ættingj- um hans, sem enn eru á lífi, vilja ekki bera nafnið og af- neita honum, eins og hann af- neitaði þeim á veldisdögum sínum. Húsið, sem Hitler byggði, svo vitnað sé í orð, sem fræg- ur þýzkur rithöfundur sagði, er fyrir löngu hrunið til grunna, eins og geðveikishug- sjónir hans, um að leggja und- ir sig heiminn. En þó er einn maður, sem ennþá ber nal'nið Ilitler. Það er bróðursonur „foringjans“, William Patrick, sonur Alois og fyrri konu hans, sem fædd- ist árið 1911. Hann heimsótti föðurbróður sinn, einhvern- tíma rétt fyrir stríðið, i ríkis- kanslarahöllina í Berlín, og þá var honum skipað að taka upp nafn móður sinnar. Þótt Willi Patrick hafi haft hug- boð um það að nafn hans ætti eftir að vekja hroll með mönn- um, ekki síður en nafn Attila Húnakonungs, þá vildi hann ekki láta skipa sér að skipta um nafn. Þegar Adolf frændi hans réðist inn í Pólland, árið 1939 og kveikti i tundurþræðinum, var Willi staddur í Bandaríkj- unum. Þegar Hitler sagði Bandaríkjunum stríð á hend- ur, árið 1941, gerðist Willi sjálfboðaliði í bandaríska sjó- hernum, og var með í því að berjast við landa sína, sem Hitler hafði leitt á villigötur. í stríðslok var Willi Patrick Hitler sendur heim, hlaðinn heiðursmerkjum. En þegar stríðinu var lokið, sendi hann ættingjum sínum í Þýzkaandi matargjafir. Og einn góðan veðurdag kom hann hann til Hamborgar, til að heimsækja föður sinn. Og annað erindi átti hann líka, hann vildi eignast þýzka konu, og sú ósk hans var upp- fyllt. Það var stúlka frá Ber- lín, og hún fór með honum til hins nýja föðurlands. Síðasti maðurinn, sem ber nafnið Hitler varð Ameríkani. ☆ 50 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.