Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 47
Arfur og örlög Framhald af bls. 19. brúnt hár, sem liðaðist fallega niður á enn- ið, og augnhárin voru óvenju löng. Þar að auki var hann mjög hár vexti og sjaldgæf- lega vel vaxinn. Námsmeyjarnar kölluðu hann Rupert prins eða Rupert frá Hentzau. En piltunum var fremur í nöp við hann. Ég unni honum af öllu hjarta. Við kynnt- umst í Oxford. Pabbi hans átti heilan hring af fyrirtækjum, — Cash-búðirnar. Rupert stráði um sig peningum. Hann var alltaf vel klæddur, átti sinn eigin bát og ók um í fal- legum sportbíl, sem gerði ýmsa græna af öfund. Þegar pabbi veiktist og lömunin sótti smátt og smátt á, var ég ekki frjáls lengur. En ég vandist breytingunni. Rupert hafði beðið mín og ég var mjög hamingjusöm. En fram- tíðin varð önnur en ég hafði vænzt. Rupert sleit trúlofuninni. Það voru til svo margar aðrar stúlkur, sem gátu vel hugsað sér að skemmta sér með Rupert, en ég var sem hlekkjuð í London, gat ekkert farið. Hann sleit sambandi okkar á nokkuð harkalegan hátt, sem ég kæri mig ekki um að skýra frá. Hann skrifaði mér aldrei, og ég frétti aldrei neitt frá honum nema þegar sumar skóla- systra minna skrifuðu um hann. Ellen hafði að vissu leyti alveg rétt fyrir sér. Mér varð hugsað til þess, að Rupert ferð- aðist oft til Ungverjalands og alltaf með meginlandshraðlestinni. Annars ferðaðist hann mikið, enda peningar nægir. Hann fór í skíðaferðir til Sviss og á sumrin til Suður- Frakklands eða Mallorka, en einhvern tíma ársins fór hann til Ungverjalands til að heimsækja ættingja sína. Þar höfðu forfeður hans átt heima, og sjálfsagt var hann ætt- rækinn. Við höfðum ráðgert að fara þangað í brúðkaupsferðina. í heil tólf ár hafði ég hvorki séð Rupert né heyrt, en samt var ég ekki búin að glata lönguninni til að heimsækja þetta fjarlæga iand, Ungverjaland. Skyndilega heyrði ég dyrnar opnast, og ég snerist á hæli, — hélt að Ellen væri komin aftur. En það var Dan, sem birtist og var feimnislegur að sjá. Aldrei gat ég verið reið honum, og þegar hann var yngri, hafði ég látið talsvert rheð hann. — Hefurðu gleymt einhverju? spurði ég. — Alistair frændi bað mig að gefa þér þetta, svaraði hann, stakk hendinni í frakka- vasann og dró upp viskífleyg. — Við urðum auðvitað að bíða þangað til hin voru farin. Við keyrðum tvo hringi kringum blokkina. — Nei, heyrðu nú. . . . — Alistair hélt, að þú gætir haft not fyrir þetta. — En Alistair veit, að ég smakka aldrei á sterku víni. — Einu sinni verður allt fyrst, Margrét. Hann setti flöskuna á borðið. Mér varð orðs vant. Það var eins og tólf ára sjálfsstill- ing væri að gefa sig. Ég þurfti ekki annað en að heyra hlýleg orð til að verða klökk. Ég heyrði Dan halda áfram: — Svona nú, Margrét. Taktu nú inn meðalið eins og góð stúlka. Með það hvarf hann, og ég heyrði bíl Ali- stairs aka af stað. Það var eins og fráfall pabba hefði fært okkur nær hvort öðru. Það var leitt, að hann skyldi hafa gifzt Joan, en hún var kaldlynd þó fögur væri. Hún hugs- aði of mikið um peninga og að ná sambönd- um við fínt fólk. En hvað það var líkt Alistair að fá hug- dettu eins og þessa með viskíið. Mér fannst, að ég gæti vel leyft mér að fá mér í glas. Þar sem langt var síðan ég hafði neytt mat- ar, sveif fljótlega á mig, og ég lét fara vel um mig í stóra hægindastólnum hans pabba. Síminn hringdi og ég vildi ekki anza. Það var sjálfsagt Ellen, sem vildi reyna að frið- mælast við mig. Nei, ég ætlaði ekki að láta skyldfólkið ráðska með mig lengur. Ég var búin að leika píslarvott of lengi. En hvern- ig ætti ég að nota frelsið. Ég mátti ekki vera smeyk við lífið, þótt ég til þessa hefði máske alltaf verið það innst inni. Loks herti ég mig upp í að stjákla reik- andi skrefum að símanum og hringdi til næstu ferðaskrifstofu. — Ég vil . . . panta svefnvagnspláss í meg- inlandshraðlestinni eftir svo sem þrjár vik- ur. Budapest. . . . Nei, ekki Budapest, — Budapest. Ég kem seinna og tala betur um þetta, vildi bara rétt minnast á það í tíma. Ég trúði naumast mínum eigin eyrum, er ég heyrði stúlkuha svara, að hún skyldi undir eins skrifa mig niður, og þegar ég kæmi sjálf, væri hægt að ganga frá vega- bréfi, ferðaávísunum og hótelpöntunum. Er ég var nýbúin að leggja tólið á aftur, hringdi síminn, og nú gegndi ég. Jú, það var Ellen, sem stakk upp á, að ég yrði hjá þeim yfir nóttina í stað þess að vera alein. Þetta var rétt athugað hjá henni. Ég gat ekki hugsað mér að vera ein í eyðilegu hús- inu, þótt það væri gamla heimilið mitt. Ég þakkaði henni fyrir og þáði boðið, og hún lofaði, að Tom skyldi sækja mig. Þrátt fyrir andspyrnu mína gagnvart systur minni, vissi ég, að hægt væri að treysta henni. — Er nokkuð að? spurði hún óvænt. — Ég er full, svaraði ég mynduglega. — Ertu hvað? - Full. Af viskí. Það varð löng þögn. — Ég vissi, að við áttum ekki að láta þig verða aleina, sagði Ellen áköf. — Nú skaltu bara taka það rólega, Magga. . . . Heyrirðu ekki til mín? Ég er ekki heyrnarlaus. Eg er full. Ég heyrði nú, að tólið var lagt á borðið svo small í, og eitthvert muldur heyrðist í fjarlægð. Hún var sjálfsagt að skýra Tom frá, hvað um væri að vera; sjálfsagt gerði hún ekki of lítið úr, hvernig ég var á mig komin. Svo heyrði ég rödd hennar aftur. Hún talaði við mig eins og veikt barn: — Það er í lagi, Magga. Tom sér um þetta allt. Klæddu þig bara í frakkann og bíddu eftir honum. Þegar Tom kom, horfði hann forvitnislega í kringum sig og lagði handlegg utan um mig. Við áttum saman allánægjulegt kvöld, enda þótt ferðaáætlun mín mætti virðast mjög brjálæðisleg. Fyrst og fremst reiknuðu þau út öll þau útgjöld, sem yrðu samfara ferð- inni og því næst það erfiði, sem ég hlyti að leggja á mig. Fjölskyldan hélt áfram að andmæla fram á síðasta dag ferðarinnar. Ekkert þeirra hafði áður sýnt svo mikinn áhuga á alþjóðastjórn- málum og hvað var að gerast á meginland- inu. Þau töluðu um Gyðingaofsóknir og hvað eina og héldu, að ég væri öldungis ófróð f þeim sökum. Ég varð að lofa hátíðlega að forðast öll vandræði. Síðustu þrjár vikurnar var ég á kafi í önn- um. Ég keypti gjafir handa öllum börnunum. Áður en ég kvaddi ungfrú Tuiker á skrif- stofunni lentum við í smávægilegu orðakasti. Þegar ég sagði, að ég vonaði að þau gætu fljótlega ráðið einhvern í bréfflokkunarstarf- ið mitt, svaraði hún kuldalega, að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af því; þau skyldu bjarga sér án minnar aðstoðar. — Ég hef gert mitt bezta, ungfrú Ramsay, þótt yður finnizt, að þessi skrifstofa hafi ekki verið rétt rekin. — Það hef ég aldrei sagt, andmælti ég. — Fáið þér annars nokkurn tíma þakkarbréf frá því fólki, sem hefur heppnazt að sleppa burt? — Það er eitt sem maður lærir í félags- legu starfi, sagði ungfrú Tucker, — og það er að ætlast aldrei til neins þakklætis. Svar hennar hljómaði undarlega í eyrum mínum, og ég hafði á tilfinningunni, að eitt- hvað væri skrítið með þessa skrifstofu. •—• Jæja, ég kom bara til að kveðja, sagði ég loks. — Munið þér eftir þessu heimilis- fangi í Budapest? Var það ekki Bohany-Ut- ca? Það er hugsanlegt, að ég kíki þar inn. Andlit hennar skipti um svip, og mér sýnd- ist bregða fyrir óttabliki í augum hennar. Svo brosti hún og svaraði: — Nei, það gerið þér ekki, ungfrú Ramsay. Þegar maður er á ferðalagi, á maður að láta atvinnuna bíða og hugsa ekki um annað en að hvíla sig og skemmta sér. — Já, það er mikið til í því, samsinnti ég, en ákvað samt um leið að leggja leið mína til Bohany-Utca allt um það. 3. kafli. Þeir Alistair og Dan óku með mig til báts- ins í Dover og veifuðu í kveðjuskyni, er ég steig um borð. Eg ætlaði að veifa þeim frá bátnum, en þeir voru þegar horfnir í mann- þröngina, sjálfsagt á leiðinni til næstu veit- ingakrár. Dan hafði reyndar ekki aldur til að mega kaupa sterka drykki, en hann var svo stór eftir aldri, að enginn tæki hann öðru- vísi en sem fullorðinn. Nú á dögum var orðið „meginlandshrað- lest“ ekki eins töfrum blandið og það var á þessum tíma. En þegar ég settist inn í stóra hraðlestina á Gare de 1‘Est fannst mér mik- ið ævintýri vera að upphefjast. Eg var á leiðinni til austurísk-ungverska keisaradæm- isins eins og það hét þá. Allt gekk ágætlega þar til komið var að þýzku landamærunum, en þar kom fyrir óþægilegt atvik. Ungur, þýzkur tollvörður kom inn í lestina til að athuga farangur farþ- þeganna. Á handlegg hans var borði með hakakross og maðurinn var allur hinn hátíð- legasti. Ég hafði ekkert að fela, svo ég brosti vingjarnlega til hans með góðri samvizku. — Nicht zollpflichtig, sagði ég, en hann benti með höfðinu að töskunni minni og rétti fram hönd til að taka við lyklinum. Mér gramdist, en rétti honum lykilinn. Hann lauk upp töskunni og rótaði í inni- haldinu, unz hann fann vasaútgáfubók eina, „Ferðir Gullivers“, sem ég hafði með til skemmtilesturs. — Hvað er þetta? spurði hann á hreinni ensku. Ég svaraði vingjarnlega, að þetta væri bók, sem ég ætlaði að lesa mér til skemmtunar i lestinni. Hann blaðaði í henni, en ég held að hann hafi ekki skilið neitt í henni. Svo stakk hann henni í vasann. Nú þegar ég rifja þetta upp, get ég vel skilið, að tollvörðurinn þýzki hafi ekki ver- ið í neinni nöp við bókina eða höfund henn- ar, Swift, — hann vildi einfaldlega sýna vald sitt með því að gera bókarkverið upptækt. Framhald f næsta blaði. 30. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.