Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 7
þckkir hann líka, því þá ekki að fá hana til að segja piltinum hvað þú hugsar? Þetta yrði vin- konan auðvitað að gera af var- kárni og án þess að láta á sér skilja að þú hefðir beðið hana um það. Eyjavalsinn Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir skemmti- legt lestrarefni. Mig langar til að biðja þig að svara fyrir mig nokkrum spurningum, eins og þú gerir fyrir marga aðra. Ég heyrði í danslögum eitt sunnudagskvöld ekki alls fyrir löngu sungið lag á íslenzku af erlendri söngkonu, ég held norskri en ég man hvorki hvað hún eða iagið heitir. Mig langar að vita hvorttveggja en man bara innihald textans. Innihald hans er það að hún fór í unaðs- ferð með unnusta sínum úr Eyj- um. Þetta sunnudagskvöld voru svo að segja eingöngu leikin gömul lög. Getur þú sagt mér hvort ég get fengið plötuna með þessu lagi og hvar. Svo langar mig til að spyrja þig hvort þú vitir um nokkurn málshátt sem byrjar á k-i, og hvernig hann sé. Ég vona svo, Póstur góður, að þú getir gefið mér góð og greið svör. Virðingarfyllst, J.D.V. Það er rétt, söngkonan er horsk og heitir Nora Brockstedt. Lag- ið ber nafnið Eyjavalsinn. Þetta er nokkuð gömul plata, og eftir því sem við bezt vitum er hún hvergi til í hljómplötuverzlun- um. Málshættir sem byrja á bók- stafnum k eru fjölmargir, og hér eru nokkrir: Kell það sem enginn vermir. Kaldráð kona mun klökkvandi biðja. Kalt skal við kalið leggja. Kólnar heitt, ef köldu er á blásið. Kalt sumar gerir heitt hlöðu- gólf. Kálfur er krása beztur. Kapp er bezt með forsjá. Kyrrt skal á taka þar kaun er undir. Kóngur vill sigla en byr hlýt- ur að ráða. Klæðlausum er bezt að leika. Andaglas Elsku hjartans Póstur! Við erum hérna tvær vinkon- ur sem erum skjálfandi á bein- unum af hræðslu. Þannig er nefnilega mál með vexti, að við vorum í svokölluðu andaglasi. Við trúum alveg statt og stöð ugt á þetta, en erum samt svo- lítið hugsandi. Þú veizt sjálfsagt hvernig ,,andaglas“ er, og núna áðan þeg- ar við vorum að þessu færðist glasið án þess að við ýttum nokkuð við því. Og við segjum satt, að það var margt til í því sem „andinn“ sagði. Og nú spyrjum við þig, Póst- ur minn: Hvert er álit þitt á þessu? Getur glas hreyfzt áfram án þess að nokkur ýti við því? Við höfum heyrt marga tala um, að það væru hugsanir fólks sem réðu þessum hreyfingum. Er eitthvað til í því? Jæja! Fyr- irgefðu hvað þetta er ruglings- legt, en við erum bara svo rugl- aðar. Við vonum nú samt að þú svarir okkur, því að við liggur stundleg velferð okkar beggja. Svo kveðjum við, með fyrirfram ástarþökkum fyrir birtinguna. Tvær kolruglaðar úr Hveragerði. P.S. Getur þú sagt okkur hvaða réttindi maður þarf að hafa til að komast í Fóstruskól- ann? Hvað námið er langt og hvaða réttindi það veitir? Sömu. Til að komast í fóstrunám þarf gagnfræðapróf eða landspróf, aldurstakmark er átján ár. Nám- ið tekur þrjú ár, og veitir þeim sem ljúka því réttindi til alð starfa sem fóstrur og forstöðu- konur á barnaheimilum. Svo er það andaglasið, já. Það færðist án þess að þið ýttuð við því. Okkur vitanlega á alls ekki að ýta við glasinu, heldur að- eins að snerta það sem lauslegast með fingurgómunum. En kann- ski eigið þið við að glasið hafi færzt úr stað án þess að þið hafið komið við það. Það væri öllu merkilegra. En ef við reikn- um með því að það séu einhverj- ir „andar“ úr öðrum heimi sem hér séu að verki, hví skyldu þá ekki sumir þeirra vera nógu öfl- ugir til að færa úr stað eitt glas án þess að mannlegir fingur annist neina milligöngu? Okkur vitanlega hefur engin fullnaðarskýring fengizt á því dularfyrirbæri sem „andaglasið" er. Hugsanaflutningur er ein til gátan, og hreint ekki svo ólík- leg. En margt fleira getur kom- ið til. En réttast væri fyrir ykk- ur að treysta ,,glasöndunum“ ekki í einu og öllu, þótt auðvit- að saki ekki að spjalla við þá fremur en aðra. — Það munar ekki um það, — heill floti! „MOORES“ HERRA - HATTAR Mjög fallegt úrval, margar gerðir. Fatadeildin. Fyrir §u I I arleyfið Tjöld 2-3 m tjöld - fjölskyldutjöld Nestistöskur frá kr. 1142.00 Svefnpokar - vindsængur Gastæki - pottasett Tjaldborö - tjaldstólar Gerið verðsamanburð Verzlið þar sem hagkvæmast er 30. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.