Vikan


Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 23.07.1970, Blaðsíða 49
liönd hans var í vasánum, hin hékk máttlaus niður, eins og hún væri höggvin úr tengslum. Rauð sígarettu- glóðin lék við varir manns- ins eins og ljósormur í myrkr- inu. Líklega hafði hún brennt hann, þvi að skyndilega skyrpti hann sígarettunni út úr sér. Kamen gekk áfram í myrkrinu. Fætur hans urðu brennheitir í ullarsokkunum. Hann sá ennþá fyrir sér fölt andlit móður sinnar. Síðan fannst honum sem tveir þurr- ir augnasteinar hvíldu á sér, létt móðurhönd stryki um enni sitt. Þeir gengu lengi. Hann reyndi að sjá í myrkrinu hvert farið yrði með sig og svikarann. En hann sá aðeins gisinn gi-átviðinn og vatnið, sem vall fram milli steinanna. Hann kom auga á framstand- andi þakbrún yfirgefnu myll- unnar og gat sér til um stefnuna. Svo oft hafði hann gengið hér um áður með maíspoka á bakinu upp til gamla heyrnarlausa malar- ans.... Svo oft hafði hann sem drengur setið hér á bakk- anum og veitt fagurlita sil- unga.... Og hérna var veg- urinn að sögunarmyllunni, þaðan hafði hann dregið og fleytt þriggja metra löngum plönkum yfir ána.... Minn- ingarnar þyrptust fram í huga hans. ITonum fannst hann heyra mannaraddir. En hverjir gátu vörið á ferli um þetta leyti nætur? Myrkrið grúfði yfir. Allt í einu sá hann blika á byssu- stingi. Þungur árniðurinn blandaðist ýlfri vindsins, sem lamdi andlit mannanna og tafði göngu þeirra í aurn- um. Þeir námu staðar á kringl- óttum grasbala, sem um- kringdur var ribsberjarunn- um. Tvö bogin álintré sveigðu greinar sínar í vindinum. Skyndilega kom Karem auga á hóp manna, sem stóð f.yrir framan runnana. Þarna voru þeir — félagar hans úr herbúðunum. Þeir voru hér allir — hann þekkti þá þrátt fyrir dimmuna, — Stefán Daskalov, kennarann frá Pasarel, lágt bogið bak Angels setjara — þeir voru hér allir, allir — jafnvel menntaskólaneminn Kíró, stór og þrekvaxinn í of þröng- um jakka. Þeir stóðu bundn- ir, berhöfðaðir, með saman- bitinn svip og strengdar var- ir. Til hliðar stóð annar hóp- ur — með hjálma og byssur í höndum. Þeir töluðu í hálf- um hljóðum. Skin stjarnanna lýsti varla upp andlit þeirra. Kamen skildi allt. .. . Daufur ymur skothvell- anna barst einnig til kofans. Móðirin reis skelfd á fæt- ur og leit í kringum sig. Hún þreifaði fyrir sér og dróst inn í kofann. Hún steig ofan á blauta sokkana, sem Kam- en hafði skilið eftir á gólfinú, hné niður og grét. Skyndilega stóð Inin á fæt- ur og tók að hneigja sig ákaft fyrir framan dýrlingsmynd hússins. Birtan frá ljóskerinu sleikti myndina utan. Gamla konan snerti gólfið með enn- inu og gerði krossmark fyrir sér, hreyfði varirnar án þess að Ijúka við bænarorðin: Heilaga guðsmóðir, ég skal búa lianda þér ábreiðu, einsk- is neyta í þrjá daga og fara til altarins. Meðtaktu aðeins barnið mitt, heilaga móðir. . Loginn í ljóskerinu skalf, skuggi konunnar teygðist upp eftir veggnum. Langdi-egið spangól barst utan úr myrkrinu. Síðan varð allt hljótt, nema grísinn heyrðist rýta í svínastíunni. Konan opnaði dvrnar og starði út í nóttina. Ekkert. Aðeins gjálfrið í ánni við steinana, þar sem hún leið áfram undir grátviðnum. Og nú stóð henni allt skýrt fvrir hugskotsjónum: hvern- ig Kamen kom inn allt í einu, hvernig hún bauð honum sokkana, hvernig einhver blístraði fyrir utan. Hún mundi óljóst, að á meðal mannanna hafði hún einnig séð Tvíril Sokov, leikbróður Kamens frá því þeir voru drengir.... Og nú greip hana aftur undarleg óró. Hún fór aftur inn og settist við eldinn. Myrlcrið lagðist að lienni. Það brakaði í vef- stólnum og það ruglaði hugs- anir hennar. Að lokum seig á hana höfgi. Stundirnar liðu, ein af annarri. Skyndilega vaknaði hún. Hún reis upp og gekk út, án þess að gera sér grein fyrir því hvert hún var að fara. Það var íarið að birta af degi. Hanar göluðu í húsagörðum. Árrisull lævirki þaut eins og ör út í heiðbláma morguns- ins og hvarf bak við hávaxin grátviðartrén. Konan fylgdi sporunum í leðjunni. Þangað lágu þau að hinum bakkanum. Móður- hjartað hafði getið rétt til. Þaðan höfðu skothvellirnir heyrzt í gærkvöldi. Klútur- inn féll af liöfði hennar. II- skórnir límdust við slímugan aurinn. Hún hrasáði. Hún tók af sér skóna og hélt áfram á sokkaleistunum. Allt í einu beygði vegurinn niður að ánni. Ilérna hurfu sporin. Hún nam staðar og vissi ekki hvert halda skyldi. Hún litaðist um. Hérna var áin grunn og breiddi úr sér. Konan bretti upp pilsunum og stiklaði stein af steini óvissum skref- um. Höfuðklúturinn féll af öxlum hennar í vatnið. Hún leit ekki við. Þegar hún gekk upp á hinn baklcann rann vatn úr pils- um hennar. Hvítur hundur kom hlaupandi, stanzaði og þefaði af grasinu. Þegar hann sá hana rak hann upp gelt og hljóp áfram. Síðan kom hann aftur. Hann hljóp fram og aft- ur, til hægri og vinstri, stanz- aði við hvern runna. þar til hann hvarf að lokurn inn í þyrnikjarrið. Móðirin dró þungt andann og dróst áfram, álút og að- framkomin af þreytu. Rétt hjá ribsberja runnunum gnæfðu tvö dökk, bogin álm- tré — hún var þegar komin framhjá þeim. þegar hún heyrði langdregið, ömurleg’t spangól að baki sér. Hún snéri sér við. Und'ir álmtrjánum á ný- orpnum moldarhaug stóð hundurinn og spangólaði út í loftið gapandi gini. Skelfing þyrmdi yíir kon- una. Hún gelck til baka. Grá óhrein derhúfa lá í leðjunni. Orðvana starði hún á hund- inn. Hún kastaði að honum steini til að hrekja hann í burtu, en hann hreyfði sig éklci og hélt áfram að góla. Hún fann spaðalaga spýtu og byrjaði að krafsa í mold- ina. Hún gróf í ákafa. Jörðin var mjúk og lét vel undan. Blaut moldin klesstist á spýt- una og gerðist hún þung í meðförum. Hún fleygði henni frá sér og litaðist um eftir einhverju öðru til að grafa með, en þar sem hún fann ekkert tók hún að grafa með berum höndunum. Fingumir stirðnuðu í kuldanum, það var eins og þeir tilheyrðu henni ekki lengur. Hún fann ekki til þeirra og hélt áfram að grafa þar til fór að blæða úr þeim. Blóðið blandaðist mjúkri moldinni. Augu móð- urinnar lýstu tryllingi. Allt í einu stirðnaði hún upp. Mannshönd liafði komið í Ijós í moldinni — loðin, grófgerð karlmannshönd. Ivonan tók aftur að grafa. Hún þreifaði fyrir sér í mold- inni og kom við skó. Ilún fjarlægði moldina af fætin- um, beygði sig alveg niður og athugaði skóinn vandlega, braut buxnaskálmina upp á ökklann og þreifaði á ullar- sokk: röð af útsaumuðum turtildúfum, röð af útsaum- uðum krossum. Hún rak upp skerandi vein, féll í gröfina og skalf af grátsogum. Síðan lyfti lnin höndum í átt til himins, en ekki til að biðj- ast fyrir. Langdregið kvein hennar barst út í morgun- birtuna, og hundurinn hélt áfram að góla, hreyfingarlaus með gapandi hvofti. (Þýtt vr Es'peranto). 30. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.